— GESTAPÓ —
Bölverkur
Fastagestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 6/12/04
Fjárausturbæjarsamtökin

Ákall til Austurbæinga og annars góðs fólks.

Fjárausturbæjarsamtökin voru stofnuð af brýnni nauðsyn. Þótt jafnan hafi mikið verið um austur í Austurbænum, hefur þar aldrei tíðkast fjáraustur. Úr þessu skal nú bætt.

Fjárausturbæjarsamtökin fjármagna starfsemi sína með styrkjum frá ríkinu. Þau eru, eins og sagt er, á spenanum. Það má skýra á einfaldan hátt með litlu dæmi: Kálfar sjúga spena mæðra sinna og fá þannig allt sem þeir þurfa, án þess að vinna á nokkurn hátt sjálfir fyrir því. Það væri ekki eins heppilegt að nefna konur og börn sem dæmi vegna þess að það er talað um geirvörtur á konum.

Stjórn Fjárausturbæjarsamtakanna aulglýsir hér með eftir tillögum að framkvæmdum sem hafa í för með sér fjáraustur í Austurbænum. Það er býsna margt sem mætti láta sér til hugar koma. Mér kemur fyrst í hug hjólreiðabraut úr Norðurmýrinni upp í Háteigskirkju með mislægum gatnamótum við Flókagötu og Meðalholt. Eins mætti láta sér detta í hug golfvöll á Klambratúni með niðurrifi Kjarvalsstaða. Golfvöllurinn yrði síðan úreltur með miklum tilkostnaði og Kjarvalsstaðir endurreistir.

Leggjumst nú öll saman á eitt, eins og John Holmes sagði forðum.

Bölverkur, gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna.

   (8 af 8)  
6/12/04 06:01

Hakuchi

Tilvalin hugmynd.

Ég heimta að sparkvöllum verði sparkað burt úr Laugardalsvelli (mínus Laugardalsvöllinn sjálfan) og allur dalurinn lagður undir risastóran grasagarð, innifalin yrðu túnin meðfram Suðurlandsbraut sem gera engum gagn nema golfurum sem vilja æfa sveifluna. Grasagarðurinn myndi ná alveg utan um Húsdýra og skemmtigarðinn.

6/12/04 06:01

Vladimir Fuckov

Fyrir um 18 mánuðum, þ.e. um það leyti er Baggalútía var stofnuð, ríkti hjer stórhugur mikill, staðarnöfnum í Reykjavík var breytt og miklar framkvæmdir áttu sjer stað. Það gleður oss mjög að slíkur stórhugur skuli enn fyrirfinnast hjer [Ljómar upp og rifjar upp hvar Vladimirstorg er]. Leggjum vjer hjer með opinberlega til að [Hugsar sig um og velur staðarnafn af handahófi] Árbærinn verði jafnaður við jörðu og reistar þar risavaxnar stjórnarbyggingar [Ljómar upp].

6/12/04 06:01

Júlía

Mér er kappsmál að koma upp neðanjarðarlestasamgöngum í borginni, ekki hvað síst í Austurbænum. Fjarska væri gott að taka metró frá Hallgrímskirkju yfir í Iðnskólann, svo dæmi sé tekið.

6/12/04 06:02

hundinginn

Fellum Hallgrímskirkju og notum hana í uppfyllingu í tjörnina. Byggjum svo Friðrik 14tánda stíls ráðhús yfir hauginn!

6/12/06 02:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið! Skál!

6/12/12 02:01

Regína

Skál!

Bölverkur:
  • Fæðing hér: 26/5/05 17:44
  • Síðast á ferli: 27/11/21 04:46
  • Innlegg: 395
Eðli:
Atkvæðamaður.
Fræðasvið:
Kvæðafræði og fjáraustur.
Æviágrip:
Fyrrverandi Akureyringur, nú Reykvíkingur.