— GESTAPÓ —
Grýta
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/19
Vetur-Vor

17. maí 2020

Það var þetta myrkur.
Það var þessi snjór.
Það var þetta óveður.
Það var þetta myrkur.
Það var þetta snjóflóð.
Það var þetta óveður.
Það var þessi snjór.
Það var þessi hræðsla.
Það var þetta óöryggi.
Það var þessi snjór, myrkur, óveður.
Það var þessi vetur.
Það var þessi angist, myrkur, snjór, óveður.
Það var þessi vetur.

Nú er þetta vor
Nú er þessi birta.
Nú er þessi hýja.
Nú er þetta vor.

   (1 af 7)  
5/12/19 18:00

Regína

Dásamlegt!

5/12/19 18:01

Billi bilaði

Það eru vestfirðir í þessu.

5/12/19 18:02

Bullustrokkur

Þetta fríljóð llýsir vel fyrir mér síðasta vetri fyrir austan, norðan og
vestan. Hann var víst harður og erfiður. En hérna hjá mér á Suðurkjálkanum var veturinn bara leiðinlegur. En eins og segir í seinni hluta ljóðsins er komið vor og allt orðið betra.

5/12/19 18:02

Grágrímur

Þetta var glataður vetur. Svo kom vorið með heimspláguna... vei.

En ljóðið er glæsilegt.

Grýta:
  • Fæðing hér: 17/5/05 22:21
  • Síðast á ferli: 13/6/23 22:25
  • Innlegg: 12526