— GESTAPÓ —
Grýta
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/09
Í hvora áttina skal líta?

Tunglskinið er svo bjart núna að það lýsir sem dagur, bláleitur dagur. Það merlar á snjóinn. Fullkomin glitrandi stjörnuljós í samkeppni, samvinnu og í samspili við stjörnur himinsins.
Í hvora áttina á að líta? Upp til stjarnanna eða niður á snjóinn?
Hvortveggja er jafn fagurt.

Indislegur ljúfi andvarinn læðist innum gluggann minn og stórissinn blaktir til og frá, á meðan ég sofna og hverf inní draumalandið...

Heillaríkt nýár kæru Póar. Megi nýja árið verða okkur víðsýnt og fagurt.

   (5 af 7)  
1/12/09 02:00

Valþjófur Vídalín

Megi nýtt ár vera farsælt hjá yður kæra fröken Grýta.

1/12/09 02:00

Regína

Það er stundum óþarfi að velja, það er hægt að hvarfla augunum á heildarmyndina og sjá stjörnurnar skína á snjóinn.
Góðar kveðjur líka til þín Grýta.

1/12/09 02:01

Huxi

Gleðilegt ár Grýta mín og takk fyrir það liðna.

1/12/09 04:00

Anna Panna

Best er að gefa sér nægan tíma til að geta horft í allar þær áttir sem sýna manni áhugaverða hluti og atburði. Gleðilegt árið Grýta!

1/12/09 04:01

Grýta

það er satt og rétt hjá ykkur stelpur, víðsýnin er lykilatriðið.
Stundum er það bara svona þegar fegurðin er allt í kringum mann að maður verður dolfallinn.
Já og takk fyrir það liðna.

1/12/09 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gleði- & hamingjuríkt nýtt ár !

1/12/09 09:00

Bölverkur

Kíkjum á það sem okkur er nær, snjóinn. Gleðilegt ár.

Grýta:
  • Fæðing hér: 17/5/05 22:21
  • Síðast á ferli: 13/6/23 22:25
  • Innlegg: 12526