— GESTAPÓ —
Grýta
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/08
Vinátta á veraldarvef.

Á veraldarvefnum er margt að sjá og margt er mönnum kært. Ég álpaðist fyrir löngu hingað á falinn stað þar sem persónulegt samfélag manna, vætta og dýra skiptir öllu.
Það að þekkja sig þar, tjá sig og birta hugsanir sínar í gamni og alvöru er viðurkennig og sannfæring þess að vera á réttri hillu.
Að geta deilt með öðrum, ást sinni, vináttu, vonbrigðum og sorg, með leikjum, kvæðum, vísum og glannaskap fallegum og ljótum, táknar eitthvað. Eitthvað sem gerir það þess virði að vera áfram í samfélaginu.
Þetta eitthvað er orðinn partur af manni, partur sem er vináttunnar virði. Partur af daglegu lífi. Menn, vættir og dýr uppfylla gleðina sem er einhvern veginn svo nauðsynleg og óaðskiljanleg lífinu sjálfu.
Já... ok. Ég er orðin húkt á þessari síðu og á virkilega erfitt með að vera án ykkar.

   (6 af 7)  
3/12/08 10:02

Herbjörn Hafralóns

Það er margt til í þessu hjá þér, Grýta. Hverskonar raunheimahittingar eins og árshátíðir og aðrar samkomur hafa þó breytt því að nú þekkjast Gestapóar ekki aðeins hér, heldur einnig í þessum svo kölluðu raunheimum. Nú er ég t.d. eins og margir aðrir búinn að afhjúpa raunheimaleikara minn á Fésbókinni án þess þó að geta þess hvert hlutverk hans er hér. Ég ætla þó ekki að gera lítið úr Fésbókinni, það er gaman að vera þar líka - í hófi þó.

3/12/08 10:02

tveir vinir

takk sömuleiðis

3/12/08 10:02

Offari

Ég get ekki lifað án þín.

3/12/08 10:02

hlewagastiR

[Ann Grýtu]
(Hér myndi enskumælandi mönnum heyrast ég segja: [angry too].)

3/12/08 11:01

B. Ewing

Knús!

3/12/08 11:01

Grágrímur

Alveg sammála þér Grýta, þetta er frábær staður til að vera á [sendir B&L stefgjöld] og hefur óskaplega oft bjargað mér frá því hreinlega að fá taugaáfall af leiðindunum í raunheimum.

Skál og prump... ég meina knús.

3/12/08 11:01

Kiddi Finni

Júh.
Knús.

3/12/08 11:01

Dula

Já maður veit sko hvenær maður er kominn heim, hér á ég heima [knúsar alla á þræðinum]

3/12/08 11:01

Regína

Já, ég er ekkert að hætta sko. Þó allir aðrir séu það, nema við auðvitað.

3/12/08 11:02

Tigra

Knús sæta. Það er erfitt að þykja ekki vænt um þetta pakk.
[Ljómar upp]

3/12/08 11:02

Grýta

Sömuleiðis dúllurnar mínar. Knús knús.

3/12/08 13:01

krossgata

Er þetta ekki merkilegt? Veröldin er hér.
[Hýrnar]

1/12/13 14:01

ullarhaus

fallegt

8/12/14 01:00

Regína

Hér er hægt að hafa laumupúkaþráð. En svo er annar.

8/12/14 02:00

Grýta

Ég fann frímúraraþráðinn og líka vísnaþráðinn, þar sem var upplýst að ég og Golíat værum verndarar. Svo fann ég einn í viðbót.... man ekki lengur hvar....

8/12/14 02:01

Regína

Já, þeir eru nokkrir.

8/12/14 03:01

Grýta

Fleiri en 9?

8/12/14 03:02

krossgata

Nei sko, einn enn. Þá eru 12 laumupúkaleiksþræðir/-skilaboð sem ég hef rekist á.
[Ljómar upp]
Kannski ég ætti að setja lista einhvers staðar?

8/12/14 04:00

Grýta

Þá vantar mig ennþá 3

Grýta:
  • Fæðing hér: 17/5/05 22:21
  • Síðast á ferli: 13/6/23 22:25
  • Innlegg: 12526