— GESTAPÓ —
Grýta
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/11/07
Hið furðulegasta sár

Kæru póar ekki túlka þessa sögu mína fyrir annað en hún stendur.<br /> Sagan er sönn og rétt, ég hugsaði bara eftirá að kannski verður henni illa tekið og misskilin, en svona er ég bara og ég vil öllum gott. <br /> Gleðilegt nýár!

Fyrir nokkrum dögum klippti ég nöglina á þumalfingri vinstri handar, en svo slysalega vildi til að ég klippti út í skinn, svo úr blæddi.
Ég lamdi bylbingshöggi á sama fingur með hamri þegar ég nelgdi nagla uppá vegg fyrir jólapóstkortapokann.
Í eldhúsinu þegar ég var að undirbúa jólamatinn og skar plastið utanaf steikinni... þá stakst beitti eldhúshnífsoddurinn á bólakaf í þumalfingurssárið.
Allt er þegar þrennt er, segir máltækið..... Sagan er samt ekki öll.
Kósíkvöld, með kertaljósi milli jóla og nýárs... Hvernig sem það gerðist... þá tókst mér að brenna sama fingursárið með þvi einu að kveikja á kósíkertum fyrir kósíkvöldið!
Hvort sem þið trúið því eða ekki þá fyllti ég svo sannarlega mælinn með því að setja salt í sárið um leið og ég saltaði sviðin , sem verða í matinn í vinnunni annað kvöld.
Þetta er svo satt að mér sjálfri blöskrar hvað veslings, fjandans þumallinn er eilíft og eilíflega að þvælast fyrir mér..ææ æ.

   (7 af 7)  
3/11/07 07:00

Skoffín

Ég fékk yfirliðstilfinningu af því að lesa þetta. Þú ert bara ekki normal.

3/11/07 07:00

Tina St.Sebastian

Á ég að klippa hann af?

3/11/07 07:00

Grýta

Ég er normal, svo framanlega að ég viti hvað það er að vera normal.
Tina. Nei ekki klippa, sár gróa.

3/11/07 07:00

Einstein

Ertu nokkuð með tíu þumalputta? Vonandi jafnar þetta sig fljótt og eigðu góð áramót.

3/11/07 07:00

Dexxa

Úff.. ég finn til með þér, enda kannast ég við svona endalausa heppni.. svo ég segi eins og Einstein: Vonandi jafnar þetta sig fljótt..

3/11/07 07:00

Ívar Sívertsen

Það er líklega út af svona atvikum sem þumalputtareglurnar urðu til. Knús og gleðilegt âr og farðu vel með þumalinn á nýju ári. Thumbs up!

3/11/07 07:01

hlewagastiR

Líttu á björtu hliðina: ef þessi fjögur óhöpp hefðu verið hvert á sínum fingri liði þér hálfu bölvanlegar nú. Langbest að safna þessu öllu á einn stað. Það má þá alltaf ambútera ef um þverbak keyrir. Já, og velkomin aftur, var það ekki ég sem hrakti þig héðan með illmennsku og leiðindum? Mér hefur illa orðið svefnt síðan.

3/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Velkomin aftur.

3/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Já og ég segi eins og Hlebbi, það hefði verið miklu verra að fá sár á alla fingurna, þá kannski værirðu með óvíga vinstri hönd.

3/11/07 07:01

Tigra

Ég held að það sé best að fjarlægja þumalputtann af við öxl! Svona til að koma örugglega í veg fyrir að það fljúgi blys eða flugeldur á hann í kvöld.

Farðu varlega!

3/11/07 07:01

Furðuvera

Ég held að þessum þumalputta vanti bara athygli...

En annars, innilega velkomin aftur til okkar!

3/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Furða er þágufallssjúk!

3/11/07 07:01

Grýta

Knús öll sömul og gleðilegt nýár.

3/11/07 07:01

krossgata

Allt er þegar þrennt er og fullreynt í fjórða. Nú hlýtur fingurinn að vera alveg öruggur fyrir fleiri slysum. Velkomin aftur og gæfuríkt ár.

3/11/07 07:01

Garbo

Kannast við þetta!
Vona að þetta jafni sig sem fyrst og farðu varlega í kvöld.

3/11/07 07:01

Bleiki ostaskerinn

Settu á þetta sárabót um áramót. Passaðu þig á flugeldunum og gleði og gæfuríkt nýár.

1/12/08 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús og velkomin heim

1/12/08 01:02

Kiddi Finni

Láttu puttann batna. Og velkomin.

1/12/08 02:01

Huxi

Hæ Grýta.
Ef þessu heldur áfram, gerðu þá bara eins og ég.
Sagaðu af þér þumalinn og þá færðu aldrei íllt í hann meir. Þetta hefur reynst mér ágætlega.
Gleðilegt ár og velkomin heim...

1/12/08 03:00

Offari

Á ég að koma og kyssa á bágtið?

1/12/08 04:01

B. Ewing

Vonandi verður þumallin til friða á nýja árinu. Gaman að sjá þig aftur.

1/12/08 06:01

Texi Everto

Mér líst vel á tillögu Tigru.

3/12/14 09:02

Grýta

Jamm. Texi og Tigra.

Grýta:
  • Fæðing hér: 17/5/05 22:21
  • Síðast á ferli: 13/6/23 22:25
  • Innlegg: 12526