— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/06
Smá hugleiðing að vori.

Hér leit ég við í dag og hóf rifrildi og þrætur af miklum móð. Ég vil þakka fyrir mig í bili og sérstaklega vil ég þakka þeim sem leyfðu mér að þeyta lúðra í offorsi. Ég held að ég hafi ekki orðið mér til skammar en var nokkuð nærri því á tímabili, farinn að skella hurðum og næstum því að steita hnefum.

Þá lýsti ég yfir stuðningi við framsóknarflokkinn í einhverju óráði og biðst ég velvirðingar á því. Eins og venjulega geng ég óbundinn til atkvæðagreiðslu í vor, en sjálfsagt kem ég hálflamaður af skömm út úr þröngu kompunni, því ég ræð sjaldan við mig á kosningadag og set stórt X við öll B sem ég sé. Eitthvað segir mér að Kölski hafi sett á mig þessi álög og mun ég gera mitt besta til að losna undan þeim áður en það er of seint.

Þar til næsta upphlaup verður, þá segi ég:
Guð veri með ykkur og launið lambinu gráa með því sem því ber.

Sæmundur Fróði Sigfússon

   (5 af 42)  
4/12/06 17:01

krossgata

[Fer og leitar að þrætum og rifrildum]
Ég las hálflamaður fyrst sem háaflamaður og ætlaði að óska þér til hamingju að vera svona mikil veiðikló.

4/12/06 17:01

Billi bilaði

Nei, ekki fara strax aftur. [Brestur í óstöðvandi grát]

4/12/06 17:01

Lopi

Guð veri með þér og Framsóknarflokknum. Ég kýs líka Framsóknarflokkinn en ætla líka alls ekki að ráðleggja fólki að kjósa þann flokk...en það gæti líka verið að ég kjósi Vinstri Græna. Bara að bændurnir fái að lifa svo við fáum nóga ull.

4/12/06 17:01

Offari

Þú verður greinilega fróðari með aldrinum

4/12/06 17:01

B. Ewing

Það verður að dreifa pillu við þessu óstjórnlega Framsóknarkjöri sem sífellt virðist ná sér á strik á 4ra ára fresti.

Hugsanlega yrði jafnvel að beita sömu aðferðum og beitt var við riðu í sauðfé hér á árum áður.

4/12/06 17:01

Grágrímur

Árum áður? Er það ekki enþá bara skorið niður?

4/12/06 17:01

Kargur

Svo mun vera.

4/12/06 18:00

Vímus

Þér ætlar að reynast erfitt að vera til friðs Sæmi minn. Hver segir annars að þú eigir að vera það?

4/12/06 18:00

hvurslags

Hann má alveg vera til ófriðs, þó einkum Kölska, Hóras, Frelsishetjuna ofl...[klórar sér í pungnum]

4/12/06 18:00

Jóakim Aðalönd

Skál og prump!

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).