— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/04
Þori ei.

Maður þorir vart að mæla lengur.

Ég er nokkuð smeykur þessa stundina, þori vart að mæla, hér er nefnilega hætt við að maður segi eitthvað vitlaust. Á hverju strái drýpur smjör og smjörið tætir ófróða í sig ef orðin eru vitlaust upp sett. Hætt er við að maður missi inn í tölvuna orð sem bogna á rangan hátt, auk þess sem frumleiki þarf að vera alls ráðandi. Það er ansi heilabrjótandi að skrifa rit þau er kennd hafa verið við lag fés, þegar úlfar bíða fyrir utan kofann og stökkva á og bíta í tánna, ef maður setur óvart löppina út um gluggann, því eins og margir aðrir þá hef ég eingöngu 10 tær og vil ómögulega missa fleiri tær.

Hvað er nýtt undir sólinn? Og hvað er rétt? Sá er þetta skrifar veit ei.

Fyrirfram bið ég ykkur að afsaka þetta félagsrit og mun ég færa það yfir á þráð ef nógu margir biðja mig um slíkt, því þrátt fyrir orð mín þá hef ég ekkert gaman að því að lesa slíkan sora eins og þetta er.

Þessi uppröðun á stöfum hefur sjálfssagt orðið til áður, verst að ég veit ekki hvar og því get ég ómögulega vitnað í þessi orð og segi bara, tekið úr smiðju einhvers - einhvers staðar frá - einhvern tíman (í fortíð eða framtíð).

   (17 af 42)  
1/11/04 14:01

Lærði-Geöff

Það hafa nú sést mun innihaldslausari og leiðinlegri félagsrit en þetta. Þeim fylgja líka oft innihaldslausar og lélegar kvartanir. Ekki það að ég sé með eitthvað af innihaldsríku dóti hér..

1/11/04 14:01

Offari

Þú ert nú kaldari en ég!

1/11/04 14:01

Heiðglyrnir

Hann Sæmi minn er alltaf svo flottur, er þetta gömul mynd af þér minn kæri vinur..!..
.
Riddarinn lofar að kvarta aldrei aftur yfir meintum félagsritum, þó að þau séu pizzu-auglýsingar eða eða tvær línur á bjagaðri Grænlensku.
.
Ef að þetta er það sem koma skal, hvað er Riddarinn að skipta sér af þeirri dásamlegu þróun.
.
Frábært félagsrit...hipp hipp húrra..!.. [Ertu ekki Sæmalegur Sæmi minn.]

1/11/04 14:01

Sæmi Fróði

Ég er sæmalegur að vanda, þetta var nú ekki illa meint og alls ekki hugað til þín Heiðglyrnir, heldur heimspekilegar vangaveltur um gerð félagsrita og kjark til að setja fram eitthvað sem gæti verið úthrópað (þó vissulega leynist stríðni og háð til okkar sem svörum félagsritum). Þú átt fullan rétt á því að koma þínum skoðunum á framfæri varðandi félagsrit eins og aðrir og eitt er víst, ég tek mark á orðabelgjununum þínum.

1/11/04 14:01

Ugla

Mér finnst þetta fínt félagsrit og góðar ábendingar.
Fallegur lítill stubbur á myndinni.

1/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Ha?!? ertu hættur að nöldra með mér Heiðglyrnir?

1/11/04 14:01

Sæmi Fróði

Ívar, ég hef tilfinningar, þetta var óþarfi [hlær hrossahlátri]

1/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Þetta síðasta innlegg þitt Sæmi kom úr hörðustu átt! Þú getur sjálfur verið hrossahlátur! [hlær hættulega mikið]

1/11/04 15:00

Ísdrottningin

Mér þykir það afar leitt ef að stafsetningarárátta mín hefur orðið til þess að þú (og/eða aðrir) ert orðinn hræddur við að láta eitthvað frá þér fara hér. Við gerum öll villur öðru hvoru (já, ég líka) og þá er ekkert annað að gera en að laga það sé maður svo lánsamur að vera bent á slíkt.
Þarf ég að taka þetta sem ábendingu til mín Sæmi?

1/11/04 15:00

Litli Múi

Maður verður bara að kunna að taka gagnrýni og meta hvort hún eigi við eða ekki.

1/11/04 15:00

Sæmi Fróði

Ég er ekki hræddur við smá spark í rassinn, hvorki frá Heiðglyrni, Ívari eða Ísdrottningu eða hverjum sem er (ekki meint til þín mín Drottning Ísa).
Upphaflegi tilgangur þessa félagsrit var að ég var eingöngu að sýna þeim kjarkminni fram á að það er ekkert mál að halda áfram að skrifa. Á að vera hvatning til frekari skrifta, því lítið hefur verið skrifað undanfarið. Ég er bara svo hugmyndalaus þessa dagana að þetta var það eina sem vildi birtast.

1/11/04 15:01

Ísdrottningin

Ég vildi bara vera viss [brosir fallega]

1/11/04 17:01

Sæmi Fróði

Það er náttúrulega til skammar að þriggja daga félagsrit skuli enn vera á forsíðunni, þá er nú betra að fá illa íhuguð félagsrit. Maður hefur þá eitthvað til að skammast yfir.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).