— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/05
Gleymdar vonir, lúin.

Ritað 28 desember 1916.<br /> <br /> Viðbót: 27 desember 1916.<br /> <br /> Meiri viðbót: 26 desember 1916.

Gleymd er von og lúin.

[[Bætt við: Nú hefur þetta legið hér á forsíðu Gestapó í næstum sólarhring og engin hefur komið með athugasemd. Er þetta of ómerkilegt fyrir athugasemdir? Ég er þó ekki að vonast eftir einhverjum samúðarathugasemdum, einungis spurning hvort ég sé á réttum stað með þessi skrif]]

[[Bætt við nokkru síðar: Já það er greinilegt að það les þetta enginn, ég bæti þá bara við]]

Viðbót:

Kæra dagbók, þetta er einhver sá albesti dagur sem ég hef upplifað, ég er ansi vongóður að mér takist loks að kveða niður Kölska í eitt skipti fyrir öll. Ég veit að það hljómar brjálæðislegt en ég hef hannað tímavél og hef ég hugsað að fara aftur í upphaf tímans og krossmerkja Þormóð, áður en Kölski nær að hrifsa líkama hans til veraldlegrar vistar. Nú þarf ég bara að redda mér slatta af Cobaltus-efninu og þá ætti allt að vera klárt, skrifa á morgun hvernig þetta gekk.

[[Enn er ég á forsíðunni og enginn hefur komið með athugasemd, ég er greinilega einn í mínum eigin hugarheimi, þ.e. dagbókarheimi, bæti því við meira til að bjarga geðinu]]

Meiri viðbót:

Kæra dagbók, ég get bara ekki hætt að tala um hangiketið sem ég borðaði í gærkveldi, þvílíkur unaður. Ég hef sjaldan eða aldrei smakkað síðubita með jafngóðu og þykku fitulagi, þetta var afbragð. Söltunin og reykingin var líka eins og best verður á kosið. Jafningurinn sem frúin gerði var afbragðs góður, þú verður að afsaka orðafátæktina kæra dagbók, en ég á ekki orð yfir þessu hangiketi og þessari veislu. Í eftirmat var svo þessi afbragsð hrísgrjónagrautur sem frúin galdraði fram, með rúsínum athugaðu það, hún lumaði á rúsínum heilladísin mín. Hvað um það, góða nótt.

   (29 af 42)  
31/10/04 05:01

Sundlaugur Vatne

Blessaður, Sæmi. Lát huggast, eitt innlit komið.

31/10/04 05:01

Litli Múi

Hei nú langar mig i hangikjet. Og þar sem ég kann ekki að elda það held ég að þú verðir að bjóða mér í mat Sæmi minn.

31/10/04 06:00

Sæmi Fróði

Þakka innlitið, ég var farinn að halda að enginn nennti að lesa félagsritin mín. Líklega ekki nógu spennandi fyrirsögn. Ég skal bjóða ykkur upp á hangiket við tækifæri.

31/10/04 06:01

Sæmi Fróði

Fyrir ykkur sem lesið þetta seint og um síðir, þá hef ég ákveðið sökum dræmrar þáttöku í umræðu um mín félagsrit að láta af skrifum félagsrita enda er fátt verra en skrif sem öllum er sama um.

31/10/04 06:01

Litli Múi

Ekki láta bugast, það eru örugglega margir sem lesa þetta hjá þér ég hef sem dæmi mjög gaman af sögunum þínum. Þótt ljóð séu ekki inni í mínu áhugasviði.

31/10/04 06:01

Sæmi Fróði

Ég læt ekki bugast, en ef næsta félagsrit mitt fær ekki svör frá amk 15 mismunandi Bagglýtingum, þá er ég hættur að skrifa félagsrit.

31/10/04 10:00

Sæmi Fróði

Það fékk 10 svör án míns, en þar sem það var ekkert sérstakt félagsrit, þá held ég áfram.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).