— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/04
Feiminn treysti þér.

17 júlí 1530, Mongólía - Ísland<br /> <br /> Ferðapeningar = þrjár kvígur og eitt naut.<br />

Í dag hefur lítið gerst, en líklega er best að skrifa aðeins um gærdaginn, því þá bar margt til tíðinda og ég hafði ekki mikinn tíma til skrifta.

Eins og allir vita þá er ég ansi veikur fyrir kvenfólki og fyrir vikið lendi ég oft á tíðum í vandræðum út af því. Án þess að tíunda það nánar þá lenti ég upp á kant við keisara nokkurn austur í asíu, hvað ég var að gera þar skiptir ekki máli, en \"krydd\" og annar nauðsynjavarningur mætti telja til ástæðu fyrir þessu flakki.

Til að gera stutta sögu langa, þá endaði ég inn í mongólskum helli og engin undankomuleið, hermenn fyrir utan og ég vopnlaus.
Það vildi þó þannig til að þegar ég hélt að öllu væri lokið þá uppgötvaði ég að ég var með púkaflautu í farteskinu.

Nú voru góð ráð dýr, átti ég að láta drepa mig á staðnum eða eiga á hættu að Kölski myndi hirða sál mína. Ég afráð að áhættan væri þess virði og byrjaði að flauta púkasálminn \"Rov riðaf\" með flautunni.

Innan skams kom Kölski, ófrýnilegur nokkuð og smeðjulegur í fasi. Hér á eftir fer samtal okkar (skrifað eftir minni):

S: Loksins komstu, Kölski, Kölski
K: Sætur ertu Sæmi, Sæmi
S: Ekkert smjaður Kölski, kjáni
K: Kjafti haltu, Sæmi bjáni

Þá heyrðust mikil læti fyrir utan hellinn, mongólskan er fallegt mál, en það sem þeir voru að segja var ekki mjög fallegt.

S: Kölski minn í klípu er
K: Komdu með það Sæmi
S: Tregt ég feiminn treysti þér
K: Treystu mér hér Sæmi.

S: Fljúgðu með mig heim á leið og lentu við Odda, að launum færðu þrjár kvígur og eitt naut. En ef þú lendir upp á hólnum við bæinn þá færðu sál mína í kaupbæti.
K: Ég hef ekkert með beljur að gera og það veistu best sjálfur Sæmi, en sál þína tek ég glaður og skal ég skila þér á hólinn.

Kölski réðst að því búnu til atlögu við mongólska herinn og víst er að þær aðfarir urðu að ýmsum sögusögnum austur í Mongólíu í aldir á eftir. Að því búnu breytti Kölski sér í risastóran haförn og stökk ég á bak, flugum við á fleygiferð yfir til Íslands og svo nálguðumst við Odda. Þegar nær var komið sá Kölski krossmarkið á hólnum, hann gat ómögulega vitað það að ég hafði vígt blett á hólnum. Hafði ég vígt hann þannig að hann myndaði krossmark og uxu þar sóleyjar fagrar sem mynduðu gulan kross.

Kölski gat því ómögulega lent þar en skilaði mér við bæinn og sagðist aldrei treysta mér framar.

Mórallinn með þessari sögu er að forðast að vera gráðugur eins og Kölski. Hann hefði betur sætt sig við að fá þessar blessuðu beljur, frekar en að eltast við eitthvað sem hann mun aldrei geta eignast.

   (30 af 42)  
31/10/04 03:01

Heiðglyrnir

Sæmi, góður.

31/10/04 03:01

Mjákvikindi

Sannarlega sammála riddaranum.

31/10/04 03:01

Krókur

Já, þetta er skemmtilegt.

Hvernig er það Sæmundur, geturðu ekki blessað teningana í 6sexuleiknum svona svo þetta gangi hraðar fyrir sig?

31/10/04 03:02

bauv

*klppar ákaft*

31/10/04 03:02

Vímus

Enn og aftur: Á hvaða lyfjum ertu?

31/10/04 04:00

Sæmi Fróði

[hneygir sig], 6*6 teningaleikurinn er því miður algjörlega í höndum Baggalúts, ekkert vígt vatn getur breytt því.

Enn og aftur: Fjallagrasa og lúpínuseyði.

31/10/04 04:01

Skabbi skrumari

Flott saga/dagbók... meira takk... Salútíó...

31/10/04 04:01

Texi Everto

[Snarar Sæma og byrjar að kitla hann] íhhhaaaaaaa.

31/10/04 04:01

Sæmi Fróði

[Hristir af sér Texa] Svona láttu ekki eins og einhver kúreki [hristist af hlátri]

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).