— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/04
Daufur dagur

Ég hef nú aðeins verið hér í nokkra daga og því spyr ég, hefur einhver lent í að upplifa slíkan dag?

Þú kemur á gestapó, skoðar ný innlegg, svarar því sem þér þykir svaravert. Sest síðan niður og bíður eftir að eitthvað nýtt gerist, einhver komi með eitthvað sem gaman er að svara. Ýtir á refresh og sérð að það eru komnir nýjir gestapóar, en engin ný svör. Ferð og færð þér kaffi, kemur til baka, ýtir á refresh, komnir eru nýjir gestapóar og tvö ný svör. Þú kíkir á þau og sérð að einungis er um einhver teningaspil að ræða. Þú ferð þá og leitar að einhverjum eldri umræðum sem gaman væri að svara, svarar þeim og bíður spenntur. Nýjir gestapóar koma inn en engin ný svör. Þú ferð og skoðar leikina, hlýtur að vera eitthvað skemmtilegt þar, en þar sem þú ert nýr sérðu að flestir leikirnir eru um aðra gestapóa og þú þekkir þá það takmarkað að þú getur ekki svarað þeim. Hlustar á útvarp Baggalút. Það endar síðan með að þú gefst upp, skrifar félagsrit um daufan dag og ákveður að fara að gera eitthvað annað.

   (41 af 42)  
5/12/04 15:01

Hexia de Trix

Ég held ég sé með rétta orðið fyrir þennan dag: Sunnudagur.

5/12/04 15:01

Sæmi Fróði

Já, ætli það ekki, jæja líklega er betra að mæta bara á morgun. Lifið heil á meðan.

5/12/04 15:01

Þarfagreinir

Sunnudagar eru langverstir já. Hér bætist líka við að það er ferðahelgi og gott veður. Ég á erfitt að ímynda mér hvers konar netfíkill og letihaugur myndi nenna að hanga á Gestapó á slíkum degi.

5/12/04 15:01

Litla Laufblaðið

Vá hvað ég er mikill netfíkill og letihaugur [Skammast sín]

5/12/04 15:01

Vímus

Svo getur verið árangursríkt að ausa svívirðingum yfir einhvern. Það gæti hreyft við þessu liði Skál!

5/12/04 15:01

Limbri

Ég er búinn að vera eins og grár köttur hér í dag. Hef ekki lagt mikið inn, er eitthvað daufur. En ég skrifa svosem ekki mikið venjulega, svo þetta er kannski ekkert nýtt.

-

5/12/04 15:01

Galdrameistarinn

Vímus! hvað ert þú að þvælast hér á miðjum degi óbermið þitt? Snautaðu í bælið og láttu ekki sjá þig fyrr en í kvöld.

5/12/04 15:01

Vímus

Heyrðu Galdri. Þú byrjar skítkastið nokkuð snemma í dag afstyrmið þitt.

5/12/04 15:01

Galdrameistarinn

Það er ekkert skrítið þegar skítbuxar eins og þú birtast eins og fjandinn úr sauðaleggnum á miðjum degi og hræða líftóruna úr öllu almennilegu fólki.

5/12/04 15:01

Vímus

Heyrðu mig nú! Viltu ekki opna sérstakan þráð þar sem fleiri geta tekið þátt í endalausum árásum á mig? Að þú skulir ekki skammast þín, og það á hvítasunnudegi.

5/12/04 15:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Gæti maður ekki hugsanlega gert s´rr glaðan dag án lútsins svindlað sér í strætó hringt út í búð og spurt hafið þér kálhöfuð. hjálpa gamalli kelligu yfir götuna og skilja hana eftir á miðri leið. Senda sjöunda dags aðventista heim til Vímusarosv.

5/12/04 15:01

Galdrameistarinn

Svona Vímus minn, ég skal hætta núna og hrella þig bara á geltinum í kvöld og nótt.

5/12/04 15:02

grýti

Fáðu þér krossgátu, þá líður tíminn hratt.

5/12/04 15:02

Nafni

Berast inn á baggalút
bömóðs vælukjóar
öðrum senda orðabút
örva pílur mjóar

5/12/04 16:02

Sæmi Fróði

Þetta virðist vera mun hressara í dag, en líklega er það bara af því að ég er búinn að vera í burtu í sólarhring og það hefur safnast saman í sarpinn.

5/12/04 16:02

Sæmi Fróði

Komið í sama farið, líklega eru væntingar mínar bara of miklar og líklega þarf ég að finna ný og áhugaverð umræðuefni til að koma andanum af stað [byrjar að hugsa]

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).