— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/08
Sorglegt

Ég er svo aldeilis hlessa.

Um daginn kom Útvarpsstjóri og hjálpaði mér að leggja parket á stássstofu nýrra aðalstöðva Kargsbúsins. Úbbi er rosalega klár við allt svona, enda býr hann í sama húsi og lærður smiður. Gelgjukenndur yngri bróðir okkar, Litli Tittur, kom einnig að þessu verki, en þó aðallega sem áhorfandi.
Tónhlaða Úbba var tengd við ghettoblaster dætra minna svo við gætum hlýtt á vandaða og góða tónlist. Á einhvurjum tímapunkti komst Litli Tittur óséður í tónhlöðuna og fór að leita að einhvurri froðu sem honum hugnaðist, þar eð hann kann ekki gott að meta. Litli Tittur fann strax eitthvað sem honum þótti spilunarvert.

Mika.

Þessi landráð voru í fæðingu kæfð, en þetta vakti mig til umhuxunar.
Hvort er sorglegra; það að fyrsti kostur Litla Titts skyldi vera Mika eða sú staðreynd að tónhlaða Útvarpsstjóra skyldi innihalda þennan ósóma? Hvoru tveggja er mér óskiljanlegt.

   (8 af 54)  
3/12/08 13:02

Tigra

Hahahhaha. Úbbi tekinn.

3/12/08 13:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það vantar eitthvað í þetta... Mika- ?

3/12/08 14:00

Upprifinn

Já ég verð að segja eins og Z. hvað er Mika og kannski af gefnu tilefni, hvernig vissir þú hvað þetta Mika var.

3/12/08 14:00

Herbjörn Hafralóns

Ég vissi ekki að Mika Häkkinen væri kominn í tónlistina.

3/12/08 14:00

Kargur

Þetta Mika er brezkur apaköttur sem framleiðir froðukennt píkupopp. Ég hafði nú heyrt hans getið (Litli Tittur hafði hnussað yfir skorti á tónlist hans í bandaríkjahreppi er hann heimsótti mig þangað fyrir tæpum tveimur árum) en eigi heyrt "tónlist" hans fyrr. Litli Tittur reyndi að sannfæra mig um ágæti téðs Mika eftir að ég skrúfaði niður í þessum óbjóði.
Annars varð ég að gúggla þetta til að vera viss um að Litli Tittur væri að segja satt.

3/12/08 14:00

krossgata

Þetta mun vera tvöfalt áfall!

3/12/08 14:00

Villimey Kalebsdóttir

Fyndið.

3/12/08 14:00

hvurslags

Mika gerir bara prýðilega popptónlist, þó álit mitt á honum hafi farið í öfugt hlutfall við Skærasystur, sem ég ber oft saman enda eru þeir tveir ekki ósvipaðir. Mika þreytist nokkuð við endurtekna hlustun á meðan Skærasystur vinna á. Útvarpsstjóri þarf ekkert að skammast sín.

[drepur þráðinn úr leiðindum með pólitískri réttsýni sinni]

3/12/08 14:00

Útvarpsstjóri

[rær lífróður]

Það sem Kargur gleymir að nefna er að téð tónhlaða er sameign mín og Frú Útvarpsstjóra, sem ber einmitt ábyrgð á þessari leiðindauppákomu.

Svo gleymdi hann líka að nefna hvernig ég forðaði honum og Húskarlinum frá því að klúðra parketlagningunni strax í upphafi.

3/12/08 14:00

Útvarpsstjóri

Svo má til gamans geta að umræddur "ghettoblaster" (sem traustir heimildamenn mínir segja að sé eign Kargs) er Little-Kitty-Blaster

3/12/08 14:00

Kargur

Kjaftæði. Umræddur ghettoblaster er "hello kitty" tegundar, bleikur ferðageislaspilari í eigu frumburðar Kargsbúsins.

3/12/08 14:00

Skabbi skrumari

Þið eruð óttaleg krútt <Glottir eins og fífl>

3/12/08 14:01

Grágrímur

Litlir tittir eiga eftir að stækka og þá sjá þeir oft villi síns vegar...

3/12/08 14:01

Grágrímur

jafnvel villu líka...

3/12/08 14:01

Útvarpsstjóri

Svo láðist mér að nefna að þetta fór allt fram 1. mars, og Kargur gaf mér PILSNER!

3/12/08 14:01

Garbo

Þetta er hneyksli.

3/12/08 14:01

Jarmi

Menn hafa verið sendir í þrældóm til Kaupen fyrir minni sakir en þetta.

3/12/08 14:01

Vladimir Fuckov

Pilsner og Mika - hverskonar Gestapóar eruð þið eiginlega ? [Glottir eins og fífl]

3/12/08 14:02

Upprifinn

Vlad, mér sýnast þetta vera svokallaðir Borgfirðingar.
Þeir eru hvergi góðir.

3/12/08 15:02

Golíat

Pilsner!! - beint á Borgundarhólm með þessa Mýramenn úr Borgarfirði síðri.
Annars eru þetta sennilega alverstu afleiðingar hinnar svokölluðu kreppu sem ég hef enn heyrt um.

3/12/08 16:01

Útvarpsstjóri

Ég held að hann geti varla kennt kreppunni um, nema þá helst sinni eigin vitsmunakreppu.

3/12/08 17:00

Kargur

Ég bauð þér nú viskí, en þú vildir það ekki.

3/12/08 17:01

Útvarpsstjóri

Ekki út í pilsnerinn.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.