— GESTAPÓ —
Kókoshneta
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 6/12/04
Tölvufíkill

Hvenær er maður orðinn tölvufíkill?

Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér uppá síðkastið. Ég hef allavegana haft smá áhyggjur af sjálfri mér því mér finnst ég barasta eiga heima fyrir framan tölvuskjáinn. Vakandi fram á nótt að skoða þetta blessaða internet hugsa ég með mér "er þetta heilbrigt?". Það er reyndar til fólk sem er sokkið dýpra en ég í þennan graut, og ég held að fólk ætti að fara að hugsa sinn gang ef það er að eyða allt að hálfum sólarhringnum í tölvunni á dag. Sama þó það sé í leikjum eða á netinu. Ég ætla allavegana að breyta þessu núna og byrja að fara út í sólina, fá mér göngutúr í heiðmörkinni og anda að mér íslenska fjallaloftinu. Og fyrir þá sem nenna því ekki þá getið þið bara keypt íslenska fjallalofið í dósum á 800 kr. stk..
Lifið heil!

   (1 af 2)  
6/12/04 01:00

Sæmi Fróði

Þú ert tölvufíkill þegar þú mætir á netið klukkan þrjú um nóttu á aðfaranóttu miðvikudags og drekkur bjór eins og þér sé borgað fyrir það.

6/12/04 01:00

Órækja

Eitthvað verður maður að gera þegar maður situr fyrir framan tölvuna, ekki býstu við því að eingöngu séu stundaðar nefboranir?

6/12/04 01:00

Kókoshneta

Ég var reyndar meira að tala um tíman sem maður eyðir í tölvunni, ekki hvað er gert meðan maður er í tölvunni.

6/12/04 01:01

Ísdrottningin

Tíman með einu n?
bauw...W?
Snorta?
Hvað er eiginlega í gangi hér?

6/12/04 01:02

Rasspabbi

Hvaða óbermi er að ræna alter-egói bauvsins?!

Í gapastokk með kvikindið!

[Hleypur ofan í kjallara og leitar að gamla "rúminu" hans afa]

6/12/04 01:02

Rasspabbi

Gamla rúmið hans afa... ferlega er það sjúkt.

[Fær hroll]

6/12/04 02:00

Galdrameistarinn

Ég er ekki tölvufíkill. Er bara hérna framan við skjáinn 14 tíma á dag 7 daga vikunnar.

6/12/04 02:01

Goggurinn

Það er ekkert eðlilegra en það.

1/11/07 02:01

Wayne Gretzky

Hammó rammó.

Kókoshneta:
  • Fæðing hér: 26/4/05 04:49
  • Síðast á ferli: 10/2/08 20:01
  • Innlegg: 0
Æviágrip:
Ég datt af pálmatré á Balí um 1986. Hundur nokkur kom að mér liggjandi á götunni, gróf mig niður í jörðina, og ég óx þar til að vera kona. Ég flutti til Íslands eftir að fyrrverandi eiginmaður minn reyndi að þvinga á mig skírlífsbelti. Hann var sjómaður.......vondur maður.
Ég flutti í Hamrahlíðina og hef búið þar síðan.

Það er sagt að fallið frá pálmatrénu hafi skaddað heilann minn og þessvegna er ég svo léleg í stafsetningu. Mér þykir fyrir þessu ef þetta fer í taugarnar á einhverjum.

Árinni kennir illur ræðari. hehe