— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Gísli Eiríkur og Helgi
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Saga - 1/12/05
Stćrsti Marhnútur í heimi

Fyrir nokkrum árum síđan ţegar aldamótinn voru genginn í garđ, hélt ég á fund ćskuáranna. Ég elti minningarnar út á Granda ţar sem ég háđi einvígi fornum , viđ marhnnúta á bryggjunni illa vopnum búinn til í alt međ öngul fćri og nesti frá ömmu.

ţrjátíu árum síđar stóđ ég ţar á vígvellinum fyrir neđan Grandakaffi og sá ađ hann sat ţar gamli mađurinn . Grár og í herđum hokinn . Hann var ţarna ennţá hann Gvendur Skrítni međ flöskuna sem eina vininn sér viđ hliđ.

Hann lyfti víninu varlega eins og stoltur fađir liftir frumburđi sínum í fyrsta sinn og horfđi gegnum gleriđ á bátana og sólina sem kíkti á okkur báđa

Ég hóstađi í kureisisskyni . Honum varđ litiđ um öxl, og tapađi flöskunni sem féll í hafiđ. Guđmundur Skrítni starđi langa stund á eftir flöskunni .

Í augnablikinu hélt ég ađ sá gamli skildi henda sér í sjóinn eftir eina vini sínum, síđan hóf hann hrjúfar hendur sínar til himins og hrópađi: Heilaga Guđs móđir og jómfrú María ! Tvöţúsundkall beint til andskotans! Er mig ađ dreyma? er heimurinn virkilega svo vondur? öskrađi hann međ titrandi sársauka í röddinni.

Hann leit á mig gegnum tárinn. Ert ţađ ţú Gísli Eiríkur og Helgi
auminginn sem gast ekki veitt Marhnút sem ungur helvítis ófétiđ snöktađi hann. Fórst ekki ţú til Svíţjóđar?

Hér sit ég saklaus og drekk mitt vín og ţá kemur einhver asni
utan úr heimi og klúđrar öllu . Bara hafiđ gćti tekiđ mig grćtur hann áfram , ţú helvítis sjór sem stelur öllu . Af hverju ekki mér líka?

Elsku Guđmundur ég kom bara hingađ til ađ endurvekja barnćskunna ţar sem ég streiđ viđ stćrsta marhnút í heimi
og tókst ekki ađ fanga hann.

Elsku Guđmundur minn Taktu nú á móti ţessum Fimúsundkrónum sem bót fyrir klaufaskap minn og ţökk fyrir
gamla vináttu.

Guđmundur tók seđillin og hélt á brott örlítiđ reystari í hrygg.
Ţađ síđasta ég sá af honum var ţegar hann hvarf fyrir horniđ á Grandakaffi tautandi : Hvílíkur heimskingi Hann Gísli Eiríkur og Helgi .

Smá hreifing á hafsfletinum og öngull ćskunnar sökk í sjó.
fćriđ skalf og baráttan var hafinn ađ nýu.

Eilífđ síđar lá hann ţar á bryggjunni , stćrsti Marhnútur í heimi . Ţađ var áfengislykt af honum.

   (146 af 212)  
1/12/05 17:00

blóđugt

Ég veit aldrei hvađ ég á ađ segja ţegar ég les skrif ţín... bara hugsa.

1/12/05 17:00

Golíat

Ţađ er alltaf eitthvađ viđ ţessar örsögur - einhver galdur. Takk GEH

1/12/05 17:01

Von Strandir

Ţetta er tćr snilld. Vildi óska ađ ég gćti skrifađ svona.

1/12/05 17:01

Hvćsi

Eitt orđ, Glćsilegt.

1/12/05 17:01

Sćmi Fróđi

Góđir eins og alltaf.

1/12/05 17:01

Offari

Ţú ert snillingur sem klikkar ekki. Takk.

1/12/05 17:01

Poxxx

Marhnúturinn tapađi ekki stríđinu fyrr en hann drakk brennivín.
Segir margt.

1/12/05 17:01

Jóakim Ađalönd

Hvenćr kemur svo bókin út?

1/12/05 17:02

Heiđglyrnir

Skemmtileg og töfrandi snilld.

Gísli Eiríkur og Helgi:
  • Fćđing hér: 14/4/05 02:37
  • Síđast á ferli: 6/7/15 18:37
  • Innlegg: 4249