— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/09
Enn eitt herbergið...

Svona nokkuð venjulegur dagur á ferðalagi.

Ég hrekk upp þegar flugvélin skellur á brautinni. Þrýstist fram þegar bremsurnar taka á af öllu afli og hægja á rúmum hundrað tonnum af flugvél. Ég depla augunum nokkrum sinnum og hreyfi hálsinn varlega sem að hefur verið í frekar ónátturulegri stöðu í talsverðan tíma. Flugvélasæti eru nefnilega hönnuð með það í huga að fjarlægja hvern einasta snefil af þægindum og koma gersamlega í veg fyrir að þolandanum líði á nokkurn hátt vel þegar ferðinni er lokið.

Kallkerfið hrekkur í gang og langþreytt flugfreyja andvarpar yfir lýðinn: "Velkominn til hvar í andskotanum sem við erum í þetta skiptið. Klukkan er eitthvað, allavega verulega úr synci við líkamann hjá þér, það er á hreinu. Vinsamlegast drullist til að vera til friðs og sitja kjurr þangað til vélin er komin á sinn stað, af því þið verðið algerlega að sætta ykkur við það að þið farið ekki fet fyrr en við leyfum það og sá sem er fyrir framan ykkur fer af stað".

Bisnissmaðurinn við hliðina á mér - sá hinn sami og lét mig færa fótinn á mér um hálfan sentimetra af því "hann er inni á mínu svæði" stekkur á fætur og á náttúrulega allan ganginn gersamlega skuldlaust. Skjalataskan er tekin úr overhead geymslunni og rekst í hausinn á náunganum fyrir framan, herra Very Important Businessman biðst ekki einusinni afsökunar. Það er oft dálítið fyndið að fylgjast með mönnum sem láta eins og þeir séu voðalega merkilegir, sérstaklega þegar maður spyr þá af hverju þeir séu ekki á fyrsta farrými. Oftar en ekki - ef þeir svara á annað borð - eru svörin "það var fullt". Það er ennþá fyndnara þegar maður sér 8-10 sæti laus þar.

Á meðan ég bíð eftir farangrinum fer ég og tek bílaleigubíl. Fastur pakki, alltaf eins, sama hvar ég er. Ég set lyklana af hálfþreyttum Chevrolet/Toyota/Hyundai í vasann og næ í töskuna.
Nokkurra klukkutíma keyrsla að staðnum sem ég er að fara á. Oftast þarf ég að fara beint á staðinn, það er eitthvað að og þeim vantar mig strax. Ég fer inn, kynni mig og sá sem að hefur yfir tölvukerfinu að segja nær í mig. Ég kynni mér kerfið, hlusta á útskýringar á vandamálinu og hefst handa. Oft fer ég ekki á hótel fyrr en seint um kvöld. Ég tek lyftuna upp, sting lykilspjaldinu í skrána og labba inn.

Ég lít í kringum mig. Þarna er þetta allt. Tvö tvíbreið rúm með náttborði á milli. Stóll við annan vegginn, lítið skrifborð með lampa á og möppu sem inniheldur allar þær dýrðir sem að hótelið hefur up´pá að bjóða. Skenkur með sjónvarpi, annar skenkur með ísfötu og nokkrum glösum. Þau eru öll eins, þessi hótelherbergi. Baðherbergið er plasklætt, rjómagult. Herbergið hefur álíka mikinn karakter og vatnsfata. Ég klæði mig úr og skríð undir teppið. Síðasta hugsunin áður en ég sofna er alltaf sú sama.

Mig langar heim.

   (1 af 25)  
4/12/09 14:00

Kiddi Finni

Þegar ég var í fastri vinnu í minu heimalandi þá lét ég mig oft dreyma um að komast í ferðalag á vegum starfsins. Svona getur maður verið vitlaus, of mikið er of mikið af hinum góða.
Þetta er ekki skemmtilegt lif sem þú lifir. Sérð þú ekki endann á þessu, gætir ábyggilega fengið þér "vinnu li landi" eins og sjóararnir segja, altso djobb með færri ferðalögum. Æ, .þú hefur ábyggilega hugsað þetta fram og til baka. Góð lýsing og mjög raunsæ.

4/12/09 14:00

Megas

Ég er Megas.

4/12/09 14:00

Regína

Vonandi vel borgað starf. Svona leiðinleg vinna á að vera það. Skemmtilegu vinnurnar svosem líka. [Ljómar upp]

4/12/09 14:01

Amon

Flott lesning, skál !

4/12/09 14:01

Galdrameistarinn

Þetta var svo þunglyndislegur pistill, að ég er að hugsa um að skreppa fram og skjóta mig.

4/12/09 14:02

Grýta

Góð frásögn og lýsandi fyrir þreytta ferðalanga.

4/12/09 14:02

Rattati

Já Galdri minn, ég veit að hann er þunglyndislegur, en þannig er einmitt líðanin á stundum. Síðast þegar ég kom upp á herbergi vildi ég ná að fanga þessa tilfinningu, held að það hafi tekist þokkalega.

4/12/09 14:02

Kargur

[Fær hroll] Ég hefi sjálfsagt eytt heilu ári í akkúrat svona hótelherbergjum. Þvílíkur djefulsins vibbi.
Góður pistill að vanda.

4/12/09 14:02

Huxi

Þetta er efni í hengingu...

4/12/09 15:00

Hverfill

Dáistg aðyðar sjálfskipaða frumeðli

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.