— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/08
Já sjómennskan, já sjómennskan...

Nú er ég til sjós á býsna stóru verksmiðjuskipi.

Ah já. Hvílík dásemd. Að vakna upp við rólegan ruggandann, láta svefnhöfgina síga af sér hægt og rólega og njóta þess að liggja bara og vera ruggað ofurblítt til og frá, hlýða á djúpan og ómþýðann malandann í vélunum. Fara svo út og anda að sér tandurhreinu sjávarloftinu sem lyktar af, tja, ekki neinu nema hreinlega sjónum. Það er útaf svona dögum sem sjórinn togar í mann.

Kjeeeeeeeftæði!

Dallurinn hendist til og frá, allt lauslegt er á sem næstu frjálsu flugi eftir þverum og endilöngum dallinum (það gleymdist víst að gera sjóklárt), ég sá máf fljúga framjá afturábak í rokinu og kokhljóð eru sveimérþá rödduð, hver í sinni tóntegund eftir sem maður fer eftir göngunum. Ojá, það er komin bræla og mín fyrstu kynni af Kyrrahafsbrælunni eru eiginlega ekki góð. Ég bý nú að því að vera sjóhraustur svo ekki er flökurleikinn að angra mig. En ekki er sama hægt að segja um hluta áhafnarinnar. Onei. Ég held ég hafi aldrei séð hvítan svertingja fyrr en í þessari ferðinni (Michael Jackson telur ekki - hann er Playmo, ekki svertingi). Ég beið spenntur eftir að sjá hvernig honum reiddi af, hvort hann yrði nokkuð eins og KR búningurinn þegar hann færi loksins að jafna sig, ef hann hefði það af þangað til. Það var ekki að sjá né heyra á honum að hann hefði minnstu löngun til þess að lifa stundinni lengur. Restin af áhöfninni er í hinum ýmsu litum. Hún var það reyndar fyrir en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé áhöfn skipta hreinlega litum.

Skipið hegðar sér dálítið merkilega í þungum sjó. Ég verð að viðurkenna að mér fannst skrýtið hvernig það lét, þangað til að ég var uppi í brú að skiptast á lygasögum við stýrimanninn þegar mér varð litið á teikningu af skipinu og fattaði þá allt í einu að það er flatbytna! Þeir hafa ekki tímt að splæsa í kjöl á dallinn þegar hann var smíðaður og af þeim sökum víbrar hann svoleiðis og skelfur þegar hann steypir sér að væri hægt að hafa nokkuð gaman af, væri maður þannig stemmdur.

Vinnan er búin að vera talsvert meiri heldur en ég ætlaði mér. Ég er búinn að vera að leika rafvirkja síðustu daga, gera hluti sem átti eiginlega að vera búið að gera áður en ég fór út á sjó. En svona er þetta bara, maður verður víst að vera hundraðþjalasmiður (ég þekki mín takmörk).

Ég er hættur þessu, ég er á hlaupum hérna eftir tölvunni.

Bagglýtingum árna ég heilla og skemmtið ykkur við mótmælin, þau vekja ákveðna kátínu víða erlendis.

   (4 af 25)  
2/12/08 00:02

Grýta

Kátínu? Hverslags húmor hafa þessir útlendingar?

Þakkaðau bara fyrir kæri Rattati að vera ekki á áttæringi í ólgusjó.
Einu sinni fórust yfir 50 karlmenn á sjó í einni sveit sem taldi rétt tæplega 120 íbúa með konum og börnum.
Ekkjunum var gert að yfirgefa heimili sín og jörð og koma börnunum sínum í fóstur. Þær voru hraktar frá heimilum sínum og börnum því yfirvaldið taldi þeim ekki stætt að búa, eða ala upp börn sín þegar allur karlpeningur heimilisins var horfinn í hyldýpi sjávarsins.

2/12/08 00:02

Garbo

Já, sjómennskan er algjört grín.
Takk fyrir þetta.

2/12/08 00:02

Kargur

Sjómennska? Er þetta ekki bara einhver tískubóla?

2/12/08 00:02

Wayne Gretzky

í tölvunni á sjó?

2/12/08 00:02

Rattati

Gerfihnattasamband rokkar!

2/12/08 00:02

Villimey Kalebsdóttir

Sterkir ekta karlmenn.. sjómenn.. !! Skiptandi litum af sjóveiki.. kastandi upp.

Þú skemmdir þetta alveg.

2/12/08 01:00

Billi bilaði

Góður, takk fyrir.

2/12/08 01:00

Skreppur seiðkarl

Netkúla! VEIIIII!!!!

2/12/08 01:01

Nermal

Ertu þá ekki með nýja í næstu höfn?

2/12/08 04:01

Kiddi Finni

Góð saga, takk.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.