— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/07
Skabbi, Þunglyndi og gestapó

Ég var aðeins dissaður fyrir síðasta félagsrit. Vonandi líst Skabba betur á þetta.

ég lenti í þeim andskota um daginn að fjölskyldan yfirgaf mig, svona sjálfvoljugt/ósjálfviljugt. Kona og tvö börn eru farin, koma ekki aftur. Þar sem að ég er staddur í öðru landi er það undir mér komið að losna við húsaleiguna (sem að er á mínu nafni og ekki auðvelt að losna út úr hér í landi tækifæranna). Þunglyndið var all-rosalegt á tímabili yfir öllu saman.
En allt hefur sína kosti jafnt sem galla. Þeir sem til þekkja (70% fólks samkvæmt mælingum) vita að það er ekkert eins hroðalegt og að horfa á eftir börnunum sínum hverfa burt og það er nákvæmlega ekki neitt sem að þú getur gert við því. Því að ég er nútíma þræll, þræll samnings sem að ég gerði við fyrirtækið hér úti. En samt er ég eigin þræll líka, vegna þess að ég get labbað í burtu á kostnað þess að vera fjárhagslegur aumingi um alla tíð. Ég get ekki hugsað mér það, eins og ég hugsa núna þá vil ég frekar vera hérna í tvö - þrjú ár í viðbót og losna út með fullri reisn og þarf ekki að borga neitt sem að ég þyrfti annars (og við erum að tala um alvarlegar fjárhæðir hérna). Það eina sem það kostar mig er að missa af börnunum mínum í nokkur ár.
Ég hef verið frá þeim í viku núna og ég er algerlega að fríka út yfir því, ég hef verið oft fjarri þeim í lengri eða skemmri tíma, en ég hef aldrei farið frá þeim vitandi að ég myndi ekki sjá þau í langan, langan tíma. Það versta er að þau vita það líka núna að ég kem ekki lengi. Það er að fokka þeim algerlega upp, og fyrir mig, verandi heimsálfu í burtu er eins og kaninn segir, heartbreaking. Vegna þess að þegar ég hringi þá reyna þau að lýsa fyrir mér hvernig þeim líður og jésús minn......
Erfitt.

En að aðeins skemmtilegri hlutum.

Eftir að ég sendi inn - bara á einum þráð hérna, það var alls ekki eins og ég væri vælandi allsstaðar - póst um að ég væri í þunglyndiskasti þá rigndi yfir mig einkapóstunum þar sem þemað var eiginlega: "ég ætla ekki að reyna að hressa þig við en hresstu þig við, við hugsum til þín" þá var ég algerlega forviða. Að fólk sem að ég þekkti hreinlega ekki neitt nema hér á síðum Baggalúts væri eingöngu að sýna stuðning bara út af því að það var hér stuðaði mig ofsalega.

Svo kannski má setja þetta félagsrit sem endingu við "segðu eitthvað fallegt um gestapóinn á undan" þráðinn en þetta á við mörg ykkar.

Takk.

   (8 af 25)  
4/12/07 10:00

Regína

Já, þetta er heimsins einkennilegasti saumaklúbbur.

4/12/07 10:00

Jarmi

Það eru til margir verri staðir en Gestapó til að létta af sér tilfinningalega. Og fáir betri.

4/12/07 10:00

Offari

Ég mæli með því að þú fáir þér trambólín. Hopp á trambílíni getur dregið stórlega úr þunglyndinu en samt er skemmtilegast að hafa börnin með í þeim leik. Gangi þér vel.

4/12/07 10:00

Andþór

Mér til skammar þá áttaði ég mig ekki á alvarleika málsins og reyndi að vera fyndinn þar sem þú tjáðir þig. Biðst ég innilega fyrirgefningar, mér datt ekki í hug að ástandið væri svona.
Knús á þig!

4/12/07 10:00

Ívar Sívertsen

Það vill þannig til að ég þekki einn sem lýsti aðeins raunum þínum fyrir mér. Þetta er alveg skelfileg lífsreynsla get ég ímyndað mér en get ekki sett mig í þín spor samt. Reyndu að gera eins gott og hægt er úr aðstæðunum þó svo það geti verið erfitt. Það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta lagist með tímanum. Hins vegar þá geturðu litið sem svo á að þetta opni ákveðnar leiðir fyrir þig í ákveðnar áttir sem þú áttir ekki von á að geta nýtt þér áður. Þú átt samúð mína alla! Sívertsensetrið sendir baráttukveðjur til þín!

4/12/07 10:00

krossgata

Knús. Vonandi finnurðu sæmilega farsæla leið út þessu fyrir þig og krakkana.

4/12/07 10:00

Dula

Finnst þér við ekki vera æðisleg. Rattati , á meðan þú hefur okkur þá ertu betur settur. Hér er þéttur kjarni sem þú getur talað við um flest allt. KNÚS

4/12/07 10:00

Aulinn

Það eina sem að það kostar þig er að missa af börnunum þínum í nokkur ár? Sem skilnaðarbarn þá langar mig að gráta við að lesa þetta. Það eina? Það eina?!

Vissulega skil ég að þér líði illa. En guð minn góður... ekki gera börnunum þínum þetta. Ég bið þig... Trúðu mér. Ég veit ekki hvernig ég á að fá þetta í orð einu sinni mér er svo um.

4/12/07 10:01

Huxi

Úff. Þetta er grafalvarlegt mál og ekkert skemmtiefni. Ef ég skil þig rétt þá ertu búinn að binda þig til nokkurra ára á þess að eiga von um að sleppa án stórra fjárútláta. Er ekkert hægt að semja við þetta kompaní sem er með þig í gíslingu um styttri samningstíma, eða lengri frí eða eitthvað svoleiðis? Mér sýnist að þú sért það verðmætur starfskraftur að þeir verði að koma á móts við þig á einhvern hátt, því það er hagur fyrirtækisins að þú fúnkerir almennilega í vinnunni. Starfsmaður með hugann í annari heimsálfu er ekki að virka vel fyrir fyrirtækið..
Það er vissulega rétt sem Hr. Sívertsen segir, að það felast tækifæri í flestum vandamálum, en ég segi fyrir mitt leiti að ég hefði ekki viljað fá þetta "tækifæri" svona upp í hendurnar.
Ég get bara sent þér mínar bestu kveðjur og ég vona að þú náir að finna einhverja þolanlega lausn á þessu, því svona getur þetta ekki gengið.

4/12/07 10:01

Lopi

Gangi þér vel Rattati.

4/12/07 10:01

Kiddi Finni

Þetta er ekkert spaug. Vonandi finnur þú leið út úr þessu, peningar eru bara peningar, en þú ert eini pabbi sem krakkarnir þínir eiga. Bestu kveðjur líka frá mér!

4/12/07 10:01

Garbo

Þetta er skelfileg staða sem þú ert í og þú átt svo sannarlega samúð mína alla. Vonandi tekst þér að finna leið út úr þessu svo þú getir verið með börnunum þínum. Knús.

4/12/07 10:01

Billi bilaði

Knús.

4/12/07 10:01

Galdrameistarinn

Ég veit ekkert hvað ég á að segja því ég missti af uppvexti minna barna að miklu leiti og get engum um kennt nema sjálfum mér.
Ég get ekkert nema gefið þér knús og kærleiksríkar hugsanir kallinn minn og það geri ég svo sannarlega.
Ég veit líka hvernig þér líður í öðru landi og fjjölskyldan farin, þú skyndilega einn.
[Tekur utan um Rattata og knúsar bæði fast og lengi]

Þetta samfélag hérna er skrítið. Gott fólk hér og kærleiksríkt eftir því sem ég get sagt og á þeim tíma sem ég hef verið hér, hef ég eignast mína bestu vini.

4/12/07 10:01

Bleiki ostaskerinn

Þegar ég las þetta þá hljómaði eins og þú værir í fangelsi togstreytan er svo mikil. Kannski má líkja stöðunni við fangelsi ég veit það ekki. En ég vona að þú finnir lausn á þessum málum og að þú hittir börnin aftur sem allra fyrst.

4/12/07 10:01

Vladimir Fuckov

Vjer getum ekkert sagt annað en að vjer vonum að þjer finnið skástu lausnina hver sem hún er. Staða mála er a.m.k. allt annað en góð núna.

4/12/07 10:01

B. Ewing

Tek undir með öllum ofanrituðum.

4/12/07 10:01

Tigra

Hvort helduru að þú eigir eftir að sakna meira, peninganna eða barnanna?
Hvort helduru, eftir 20 ár, að þú eigir eftir að þakka meira fyrir, peningana sem gerðu þér kleift að eiga fínt hús og bíl og flatskjá etc, eða tímann sem þú eyddir með börnunum þínum, minningarnar sem þú átt frá uppvexti þeirra og nánu tengslunum sem þér tókst að skapa við þau?

4/12/07 10:01

Þarfagreinir

Lífið er sjaldnast einfalt. Vona að þú finnir bestu lausnina á þessu.

4/12/07 10:01

feministi

Ég er forviða yfir vandræðum þínum en tel að sé til lausn. Taktu nú samningspappírana til lögfræðings og láttu fara yfir þá, það hlýtur að vera smuga. Ég tek undir orð Huxa starfsmaður á hálfum afköstum er lélegur starfsmaður. Þú getur örugglega samið þig út úr þessu.

4/12/07 10:01

Álfelgur

Vona að þú finnir farsæla lausn á vandanum.

4/12/07 10:01

krumpa

Það er alltaf ákaflega gott að sækja stuðning hingað! Gangi þér vel - það leysist alltaf allt á endanum.

4/12/07 10:01

krumpa

Það er alltaf ákaflega gott að sækja stuðning hingað! Gangi þér vel - það leysist alltaf allt á endanum.

4/12/07 10:01

Rattati

Aulinn minn. Þetta "eina sem kostar mig" var ætlað kaldhæðnislega. Sorrý fyrir að vera ekki skýrari.

Þið hin, takk öllsömul.

4/12/07 10:01

Günther Zimmermann

,,Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman."

4/12/07 10:01

Skreppur seiðkarl

Ég verð að segja Rattati að ég hef alltaf notið þess að lesa félagsritin þín. Þú gefur þér tíma í að útskýra útlit alls í kringum söguna og samlíf þitt við samvinnufólk þitt. Auk þess sem þú ert sá eini sem hefur eiginlega samþykkt mig hérna.

Það verð ég þó að segja að ég átti pabba þangað til ég varð 4ra ára, þá fór kallinn og eiginlega bara til helvítis í mínum augum. Þó hefði ég viljað hafa karlandskotann sem helgarpabba frekar en ekkert. Móðir mín og ég erum í mjög góðu sambandi aftur á móti. Þannig er að fólkið sem börnin alast upp með mest, er fólkið sem börnin þekkja best (úr þessu mætti jafnvel gera málshátt sem ég var að finna upp í þessu).

Gerðu það vinur, barnanna vegna, að hætta að andskotast þetta einsog fáráðlingur um allan heim. Ef þessir menn sem þú vinnur fyrir geta ekki komið til móts við þig, þá ættirðu að drulla undir koddann hjá þeim og fá þér vinnu í einhverju öðru fyrirtæki, þó það gefi meðallaun.

Sjómenn eiga erfitt og þeir sem eru lengst, eru um 40 daga úti. Hvorki ég né jafnvel þeir gætu sett sig í þín spor.

Hafðu þetta í huga: "Fólkið sem börnin alast upp með mest, er fólkið sem börnin þekkja best.

Kv. S.S.

4/12/07 10:01

Skabbi skrumari

Vonandi rætist úr þínum málum... Knúsipús...

P.S. Hver er tilgangurinn með því að hafa nafnið mitt í heiti þessa félagsrits? Var það af því að ég var ósáttur við síðasta félagsrit þitt?
Ástæðan fyrir því að ég var ósáttur við það, var að þú hefur sett sjálfum þér háan standard og þetta voru vonbrigði...

4/12/07 10:02

Rattati

Skabbi minn, ég hef bara gaman af að stuða fólk, ekkert annað. Þú varst svo skemmtilega ósáttur að ég hafði rosalega gaman af. En alls ekki illa meint, Skabbi minn.

4/12/07 10:02

Skabbi skrumari

[Flengir Rattata fyrir stríðni].... en í alvöru, vonandi rætist úr þessu hjá þér... hér er um flókið vandamál að ræða og ég reikna með að þú finnir bestu lausnina á því, með eða án og hjálpar okkur besservissana...

4/12/07 10:02

Kargur

[veit bara ekkert hvað hann á að segja]

4/12/07 10:02

Álfelgur

Þá er held ég best að þegja [Glottir eins og fífl og minnir sjálfa sig á að hætta að rífa alltaf kjaft]

4/12/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Ég er skilnaðarbarn og er fullkominn. Ekkert að því. Passaðu þig bara á að borga alltaf meðlögin og hitta þau reglulega. Það er mjög mikilvægt!

Skál og knús!

4/12/07 11:02

Dula

Kimi minn, ef skilnaðarbörn eru fullkomin ef þau eru einsog þú þá er mannkynið í útrýmingarhættu , þú og þitt einlífi.

4/12/07 12:01

Nornin

Elsku Rattati.
Ég hef nú ekki mikið verið á ferðinni undanfarið (skóli og barn) en ég sendi þér hér með stórt faðm.

Þegar þú losnar undan þessum samningi, eyddu eins miklum tíma með krökkunum og hægt er. Þangað til skaltu hringja í þau, skrifa þeim bréf og hitta þau eins mikið og hægt er!

Þetta er erfið staða, en öll él birtir upp um síðir.

4/12/07 12:02

Jóakim Aðalönd

Jæja Dula mín. Hvað segirðu, ertu ekki hress?

4/12/07 12:02

Dula

Kimi Jú , ég er alveg ágæt , kærar þakkir.

4/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Það er ekkert að því að mannkynið sé í útrýmingarhættu. Þá er meira pláss fyrir endurnar! Múhahahahaha!

4/12/07 13:01

Skreppur seiðkarl

"Öll stél birtir uppum um síðir."

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.