— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
Suður Afríka.

Ég er ekki algerlega bundinn við Alaska.

Ég er um þessar mundir í Suður Afríku, nánar tiltekið í Jóhannesarborg.
Hér er eins og gefur að skilja margt frábrugðið klakanum heima. Og þá er ég ekki að tala um veðrið. Kynþáttaaðskilnaðarstefnan var lögð niður fyrir um 10 árum eða svo, að því sagt er. (En það var nú líka gert mun fyrr í USA, sjá fyrra félagsrit). Það er nú reyndar ekki að sjá hérna. Skýrasta dæmið um það er glæpatíðnin. Jóhannesarborg ku víst vera önnur hættulegasta borg í heimi (á eftir einnhverri borg í USA). En augljósara dæmi er kannski það sem hér er kallað Casual worker. Casual worker er fólk sem bíður upp á von og óvon við hliðin að verksmiðjunum eftir því að fá vinnu, kannski dag, kannski bara dagpart. Þetta fólk hefur engin réttindi. Kofarnir sem það býr í (ég fór reyndar ekki inn í þá, bara keyrði hjá) eru engu líkir. Tennurnar hans afa hefðu verið meiri mannabústaðir. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því neitt frekar, hver sá sem hefur séð bíómynd úr svoleiðis slömmi getur gert sér þetta í hugarlund.

En samt brosir þetta fólk. Það hefur ekki í sig né á, samt er alltaf stutt í brosið. Ekki var annað að sjá en forvitni í augum þeirra þegar að Íslendingurinn labbaði hjá, náhvítur eins og hótelhandklæði. Það var bara á einum stað sem að ég sá votta fyrir fjandskap og það var þegar ég labbaði framhjá hóp manna í verksmiðjunni þar sem ég var að vinna í dag. Kannski hef ég bara hitt svona á. Það væri nú svosem mér líkt.

Annað sem að ég tók eftir í morgun. Við fórum nokkuð snemma frá hótelinu, eða um 5 leytið í morgun. Þetta var tæplega tveggja tíma keyrsla (meðalhraði= ca 150km/klst) og farið var framhjá þónokkrum raforkuverum. Þau eru öll kolaknúin og í logninu um morguninn lagði reykjarslæðuna eftir himninum langt, langt í burtu. Það var sorgleg sjón og vakti mig aðeins til umhugsunar um hvað vatnsorkan í Íslandi er mikils virði.

Það sem er mér efst í huga eftir þessi ferðalög öll og hafandy kynnst (reyndar í fjarlægð) aðbúnaði þessa fólks er að miklir helvítis hræsnarar erum við Íslendingar þegar kemur að því að kvarta yfir hvað við eigum erfitt og hvað allt sé dýrt hérna. Ég verð að viðurkenna að ég lít á þetta fólk, bæði innfædda hérna í Afríku og farandverkafólkið í Alaska aðdáunaraugum. Mér finnst að það mættu fleiri hugsa til þess hvað við höfum það gott heima. Þó svo helvítis víxillinn falli.

   (16 af 25)  
3/12/06 19:02

Dula

Gott rit og orð til umhugsunar. Við kvörtum og kveinum einsog fábjánar yfir því að yfirdráttarheimildin okkar sé há. Við kvörtum og kveinum yfir því að vatnið sem rennur úr krananum okkar sé of heitt. Þvílík smámunasemi. Takk fyrir og mér líður nú bara mikið betur eftir lesturinn.

3/12/06 19:02

krossgata

Við getum alveg litið til náungans, fundið til með honum og reynt að aðstoða, af hvaða hvötum sem það er. En ef við þegjum yfir því sem okkur mislíkar bara af því einhver annar hefur það verra þá breytum við engu.

3/12/06 19:02

Carrie

Góður punktur - lúxusvandamál okkar eru kjánaleg í samanburði við aðstæður fólksins sem þú ert að lýsa.

3/12/06 19:02

Hakuchi

Flottur pistill hjá þér ferðalangur.

3/12/06 19:02

Tigra

Ég var meðal annars þarna í Suður Afríku fyrir ári síðan þegar ég ferðaðist um Afríku... og ég barasta verð að viðurkenna að ég gjörbreyttist.
Ég skil aldrei framar eftir krana með rennandi vatni í gangi... og ég á afskaplega afskaplega bágt með að henda mat... sama hversu lítið það virðist vera.

Mér finnst fólkið þarna alveg yndislegt.
Bæði þau sem búa í heimatilbúnu bárujárns og rekaviðshúsunum í borgunum... og líka þau sem búa í strákofunum í sveitinni.
Þau eru svo hamingjusöm og sátt við sitt að það hálfa væri nóg.
Ótrúlegt fólk alveg hreint.
Bara ef allir væru eins og þau.

3/12/06 19:02

Anna Panna

Ég segi það sama og aðrir, hér á landi er verið að búa til einhver forréttindavandamál til að fást við, á meðan annað fólk býr við svona aðstæður.
Ég sá annars myndina Tsotsi á kvikmyndahátíð í haust, hún lýsir einmitt lífinu í einu svona kofahverfi í Jóhannesarborg og þykir víst fara mjög nálægt sannleikanum í lýsingum. Ég mæli með henni ef þið viljið sjá þetta með eigin augum úr "öruggri" fjarlægð...

3/12/06 20:01

Hakuchi

Mannskepnan virðist vera háð vandamálum. Ef þau eru ekki til þá eru þau sköpuð.

3/12/06 20:01

Jóakim Aðalönd

Þetta ætla ég að skoða betur...

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Tsotsi er góð, og takk fyrir pistilinn, hamingjan er vandfundin en það er víst að hún kemur ekki úr kreditkorti.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.