— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 6/12/04
Árshátíð

Hér sit ég sveittur og reyni að koma frá mér einhverjum orðum í kappi við tímann, hvenær vaknar nú Enter?

Eins og áður hefur komið fram var í gærkvöldi haldin hin árlega árshátíð Baggalúts. Hér á eftir fylgir örstutt umsögn og lýsing á minni upplifun þessar fáu mínútur sem ég gat eytt í félagsskap Baggalýtískra öðlinga. Hef ég hugsað mér að nefna engann á nafn, svo ef þú lest þetta í veikri von um að vera nefnd(ur) þá geturðu hætt núna.

Þegar líða tók á gærdaginn var því ekki að neita að farið var að bera á örlítilli tilhlökkun og spennu, því þó ég hafi nú mætt á bæði jólaglögg og áðurgengnar árshátíðir hafa ný andlit síðan bæst inn í hið margræða andlit Gestapó og nýliðar sem og óþekktir gamlingjar höfðu boðað komu sína á árshátíðina. Enfremur gaf staðar og búnaðarlýsing til kynna að hér gæti verið komin best heppnaða árshátíðin til þessa.
Húsakynni voru glæsileg, riddaraleg ef ég má leyfa mér að segja sem svo. Þegar ég kom var klukkan langt gengin 9 og flestir gestanna löngu mættir og búnir að gera sig heimakomna nálægt fagurblárri blöndu og ótæmandi mjaðarkrananum. Hér skörtuðu allir sýni fegursta, skartgripirnir lýstu upp staðinn svo við ofbirtu lág, skjannahvít brosin bættu ekki ástandið og hin sjálflýsandi blanda setti svo punktinn yfir i-ið.
Ég þurfti um leið að hefja handabönd, elta uppi þá sem ég þekkti, átta mig á því hverja ég þekkti ekki en varð að heilsa og reyna að gera það upp við mig hver kvennanna var glæsilegust. Ég vil hér og nú þakka þeim mætinguna sem ég heilsaði og biðja þá sem ég heilsaði ekki afsökunar og þakka þeim einnig fyrir að hafa komið.
Það má segja að ég hafi verið í miðju handabandi þegar mikil ræðuhöld hófust, við Baggalýtingar höfum jú frá mörgu að segja eins og Gestapó gefur til kynna. Mikið var hlegið, margir roðnuðu niður í tær og húrrahrópinu glumdu.
En þá dundu ósköpin yfir, frú Órækja var orðin ansi óþolinmóð að bíða eftir kallinum sem hafði rétt skotist út til að heilsa einhverju fólki. Til að eiga nú ekki yfir mér ævarandi reiði hennar sá ég minn kost vænstann að stökkva beint úr húsi og keyra sem fuglinn flýgur beinustu leið í heiðardalinn.

Takk kærlega ritstjórn og staðarhaldari fyrir veigarnar, höllina og árshátíðina.
Takk kærlega Baggalýtingar fyrir að hafa komið til að hitta mig.
Takk kærlega þú fyrir að hafa lesið þetta.

Ferfalt húrra fyrir Baggalúti, hann lengi lifi!
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA!

Viðbætur:
Einstaklega gaman hafði ég af þessum örstuttu eiginlýsingum sem bætt hafði verið við nafnspjöldin okkar, þær gáfu góða afsökun fyrir löngum störum á barma kvennanna.

   (3 af 11)  
6/12/04 11:01

Texi Everto

Takk fyrir að hafa skrifað þetta.

6/12/04 11:01

Ívar Sívertsen

[tárast]

6/12/04 11:01

Skabbi skrumari

Takk fyrir að segja okkur hinum hvernig þetta var og til hamingju...

6/12/04 11:01

Sverfill Bergmann

Já, það var gaman að hitta öll þessi stórmenni.

6/12/04 11:01

Smábaggi

[

6/12/04 11:01

Smábaggi

]

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.