— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/11/03
Ruslamannafélag Reykjavíkur

Ávalt á réttum tíma.

Nú þarf ég, eins og svo margir aðrir, að aka Reykjavík þvera og endilanga hvern morgun og fer því ekki varhluta af þeirri umferðarmenningu og "ég er að flýta mér, ekki þið" stemmingu sem skapast um áttaleytið á morgnanna. En á þeim tíma virðist manni stundum sem bifreiðafjöldinn í borginni sé meiri en fólksfjöldinn. En þetta eru nú ekk nýjar upplýsingar, ekki fyrir alvana borgarbúa í það minnsta. Það sem hefur aftur á móti vakið reiði mína undanfarnar vikur, eru vinir mínir og félagar á öskubílunum. Hví þurfa þessir mannfjandar að tæma öskutunnur á LÆKJARGÖTUNNI klukkan 7:50 á MIÐVIKUDAGSMORGNUM? Þarna teppa þeir alla umferð með sínum risarössum og gleðja alla sem eiga þar leið um. Er einhver sorphaugur sem sér um skipulagninguna á þessu? Hvert á ég að snúa mér til að fá þessa menn skotna?

Góðar stundir.

   (5 af 11)  
2/11/03 01:00

Hildisþorsti

Talaðu við Sigmar B. Hauksson

2/11/03 01:01

Lómagnúpur

Fáðu þér stærri kornmæli.

2/11/03 01:01

B. Ewing

Einnig að mæta eldsnemma í vinnuna áður er ruslakarlarnir vakna (það er um klukkan 5:30 sem þeir fara á stjá)

2/11/03 01:02

Heiðglyrnir

Hreint torg fögur borg, hefurðu athugað með aðrar leiðir, það er t.d. fínt götukort í símaskránni, já eða á netinu einhversstaðar.

2/11/03 03:00

Amma-Kúreki

Talaðu við Megas og fáðu uppl. hjá honum er ekki Krókódíla maðurinn
alltaf á ferðinni þarna um kl 5 :30 kanski að hann gæti troðið þeim í Löduna sína og ekið þeim úr veigi þínum

2/12/04 01:01

Smábaggi

Ég gæti kannski reddað þér handrukkara, hafðu bara samband.

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.