— GESTAPÓ —
Bangsímon
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/05
Líklega er allt bara afstætt, eins og einhver kall sagði fyrir langa löngu.

Mér finnst oftast of margar hliðar öllum málum og finnst eiginlega erfitt að mynda mér skoðun, því maður verður að vera búinn að sjá allar hliðar áður en maður getur myndað skoðun. Yfirleitt hef ég enga skoðun á flóknum hlutum því ég sé ekki allar hliðar málsins. Skoðun er oftast líka bara oftast byggð á brjóstviti, þannig að hér kemur smá frá mínu hjarta.

Ég held að það sé ekki til neitt sem er rétt eða rangt, nema þá bara í hugum okkar. Þetta er allt spurning um rammann sem við ákveðum að nota. Þannig að ef við segjum að eitthvað sé rétt eða rangt, þá erum við með ákveðnar reglur í huga. En það er náttla enginn rammi réttari en annar.

Ef maður skoðar eitthvað málefni út frá öllum hliðum og í öllum mögulegum römmum þá er maður örugglega heila eilífð að pæla í hlutunum. En hvernig kemst maður þá að niðurstöðu sem maður getur treyst að sé rétt? Ég býst við að það sé ekki hægt nema í mjög vel skilgreindum römmum, eins og t.d. stærðfræði.

En þetta er bara svona eins og leikirnir sem við tökum þátt í. Það er ekkert gaman að spila þá nema maður fari eftir reglunum. Lífið sem við lifum er ekkert öðruvísi, það er ekki hægt að ná langt án þess að vera með einhverskonar viðmið. Einnig finnst okkur leiðinlegt þegar einhver svindlar á kerfinu og nær langt með því spila eftir öðrum reglum en við.

Ergo: lífið er leikur. og það er ekkert rétt eða rangt. (En nú veit ég að þið viljið ríghalda í ykkar ramma þannig að þið eigið eftir að koma með allskonar "rök" fyrir að það sé í raun eitthvað til sem er rétt eða rangt fyrir ykkur. En þið hafið rangt fyrir ykkur, sorry.)

   (3 af 16)  
1/11/05 09:00

Þarfagreinir

Er lífið þá svona mjög frjáls hlutverkaleikur?

1/11/05 09:00

Bangsímon

Já kannski. Spurning hvort við ættum að fara nota teninga til að ákveða hvað við gerum?

1/11/05 09:00

Lopi

Jamm. Það sagði mér t.d. einhver að hagfræði fjallaði ekki hvað er gott og hvað er slæmt né hvað sé rétt og hvað sé rangt.

1/11/05 09:01

Tigra

Auðvitað fer þetta allt eftir römmunum.
Síðan eru mismunandi rammar eftir mismunandi menningarsamfélögum.
Þessvegna koma fordómarnir upp... einhver í öðru samfélagi fer út fyrir okkar ramma... og það eigum við erfitt með að sætta okkur við.

1/11/05 09:01

Finngálkn

Já en þið eruð bara taugaboðefni í höfðinu á mér og þar af leiðandi ekki til... Hvað þá?

1/11/05 09:01

Þarfagreinir

Efnisklumpar?

1/11/05 09:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er skemmtileg Platónspæling. Það er rétt að leikurinn verður að fara eftir reglum. Stundum er þó gaman að búa til ,,house rules". Þegar ég spila Risk við bræður mína, höfum við það þannig að í upphafi hringsins fá allir herina sína strax, en bíða ekki eftir að þeir eigi að gera. Það finnst okkur sanngjarnara, vegna þess að annars nýtur sá sem byrjar að gera, óeðlilegs forskots.

Heimurinn er ósanngjarn og oft á tíðum illgjarn. Hver og ein manneskja hefur sinn regluramma (lífsreglur, eða svk. ,,prinsipp") og stundum stangast þær á við lífsreglur annara. Þá verða árekstrar og í verstu tilvikum stríð. Það er mikil kúnst að virða alla í kringum sig og verða stundum að kyngja sínum eigin lífsreglum til þess að halda friðinn. Þar er t.d. komið máltækið: ,,Sá vægir sem vitið hefur meira".

Jæja, hafið það gott.

1/11/05 09:01

Anna Panna

Ég veit. Eigum við ekki bara að koma að leika?

1/11/05 09:01

Jóakim Aðalönd

Jú. Eigum við að koma í Risk?

Bangsímon:
  • Fæðing hér: 23/2/05 17:46
  • Síðast á ferli: 5/9/13 01:31
  • Innlegg: 455
Eðli:
Það er betra að vera tveir heldur en einn, því Skemmtilegt verður tvöfalt skemmtilegra þegar maður er tveir, og Leiðinlegt verður bara hálf leiðinlegt.
Fræðasvið:
Ég veit ekki mikið, en ég get spurt vini mína.
Æviágrip:
Ég varð augljóslega til í fortíðinni, þar sem ég er til núna. Veit samt ekki hvað ég var að gera áður en ég varð til. Líklega það sama og núna. Núna er ég að gera það sem ég mun gera á eftir. Ég veit ekki hvað það verður, en ég vona að það verði eitthvað mjög skemmtilegt.