— GESTAPÓ —
Bangsímon
Fastagestur.
Pistlingur - 3/11/04
Jólalag á engilsaxnesku

Jólalag sem ég samdi í stað þess að senda út jólakort.

Gleðileg jól!

Ég hafði ekki tíma til að senda ykkur jólakort, þar sem ég var upptekinn að semja fyrir ykkur jólalag. Þetta er nokkurskonar friðarboðskapur og ég samdi textann á engilsaxnesku, þar sem það er algengasta tungumálið á veraldarvefnum (var 31,9% þann 30. nóv 2005, en þess má geta að kínverska var næst algengast með 12,8% (Internet World Stats, 2005)). Ég vona að það falli í góðan farveg, um leið og ég vona að þið njótið hátíðarinnar til hins ýtrasta.

Jólalag á engilsaxnesku

Gætið þó að ganga hægt um gleðinnar dyr, þar sem tilgangurinn er ekki að borða og drekka sem mest, heldur að njóta augnabliksin í faðmi ástvina. Mér finnst því við hæfi að enda þetta á tilvitnum í Ursula K. Le Guin, sem sagði eitt sinn: "It is good to have an end to journey toward, but it is the journey that matters in the end" (Le Guin, 1977)

-------------------

Heimildir:

Internet World Stats (2005), "Internet usage by language."
www.internetworldstats.com/stats7.htm. Skoðað 24. desember 2005.

Le Guin, Ursula K. (1977). The Left Hand of Darkness. Berkley: Ace Books.

   (10 af 16)  
3/11/04 00:02

Jóakim Aðalönd

Bjóstu þetta til alveg sjálfur? Ef svo er, til hamingju.

3/11/04 00:02

Bangsímon

Jamm takk, ég gerði þetta milli þess að fara niðrí bæ að kaupa jólagjafir.

3/11/04 01:00

Stelpið

Lagið fær 9, en heimildaskráin í þessu riti fær 10.

3/11/04 01:00

Offari

Náði því miður ekki laginu frekar en öðrum hljóðum úr tölvu minni. En fer að vinna aftur fimmta Janúar og þá næ ég góðu sambandi.

3/11/04 01:01

Ívar Sívertsen

Glæsilegt lag Bangsímon. Það væri nú ekki vitlaust ef við sameinuðumst nokkrir sem getum rekið upp gól og glamrað á hljóðfæri að við gerðum eitthvert lag... en þetta var nú bara svona hugmynd sem hent er fram í hálfkæringi...

3/11/04 01:02

Leibbi Djass

Rækallinn..

3/11/04 02:00

Anna Panna

Mér finnst soldið eins og ég hafi verið dáleidd í jólaskap aftur! Takk fyrir þetta Bangsímon!

3/11/04 02:00

Þarfagreinir

Hóhóhó! Hressilegt lag. Gleðileg jól.

3/11/04 02:01

Bangsímon

jei!

Bangsímon:
  • Fæðing hér: 23/2/05 17:46
  • Síðast á ferli: 5/9/13 01:31
  • Innlegg: 455
Eðli:
Það er betra að vera tveir heldur en einn, því Skemmtilegt verður tvöfalt skemmtilegra þegar maður er tveir, og Leiðinlegt verður bara hálf leiðinlegt.
Fræðasvið:
Ég veit ekki mikið, en ég get spurt vini mína.
Æviágrip:
Ég varð augljóslega til í fortíðinni, þar sem ég er til núna. Veit samt ekki hvað ég var að gera áður en ég varð til. Líklega það sama og núna. Núna er ég að gera það sem ég mun gera á eftir. Ég veit ekki hvað það verður, en ég vona að það verði eitthvað mjög skemmtilegt.