— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Yfirlýsing

Ég tók eftir því áðan að nýgræðingur einn, sem skráði sig inn í fyrsta sinn í morgun hefur tekið sér nafnið Herbert Hafralóns.
Af því tilefni vil ég að from komi, að nýgræðingur þessi villir stórlega á sér heimildir með því að skreyta sig með Hafralóns nafninu. Það er enginn Herbert í ættinni svo þessi nafnskráning er algjörlega í minni óþökk.

Þeir sem lesa innlegg þessa ósvífna nýgræðings sjá reyndar fljótt að hann á ekkert skylt við Hafralónsættina því hann er bæði illa skrifandi, lélegur í stafsetningu og hirðir lítt um notkun á stórum staf.

Ég hef reyndar tekið eftir því áður að einstaka nýgræðingar hafa tekið sér nöfn eldri Gestapóa, breytt þeim lítlisháttar og gert að sínum.
Þetta þykir mér bera vott um að viðkomandi séu gjörsamlega hugmyndasnauðir þegar kemur að því að velja sér nafn og bregða því á það ráð að stela nöfnum annarra.

HERBERT HAFRALÓNS ER EKKI TIL!

   (6 af 32)  
6/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Þarna á að standa vil, er það ekki? Óþolandi svona illa skrifandi fólk..

6/12/07 05:01

Salka

Það er greinilegt kæri kóngsi að svonefndur Herbert á ekkert með það að notfæra sér nafn Hafralóns ættarinnar. Hann er ekki þess verður og ætti að skammast sín og eyða þessu aukaegó hið snarasta.
Ég mun hundsa öll skrif Herberts Óskrifandi.

6/12/07 05:01

Herbjörn Hafralóns

Þakka stuðninginn, Salka mín. Ég mun heldur ekki tjá mig á þráðum þar sem þessi ósvífni nýgræðingur sýnir sig.
Það getur auðvitað þýtt að ég muni smám saman hverfa á braut.

6/12/07 05:01

Salka

Láttu ekki bugast kæri kóngs. Þetta lákúrulega og ósvífna aukaegó getur étið það sem úti frýs.
Við látum bara sem við sjáum hann ekki og stökkvum yfir innlegg hans.

6/12/07 05:01

Herbjörn Hafralóns

Sjáum til. Ég á samt erfitt með að trúa að þetta sé aukaegó einhvers galmalreynds Gestapóa. Þeir gera ekki svona.

6/12/07 05:01

Salka

Nei, þetta er örugglega einhver óalinn og illaskrifandi nýliði sem þykist geta leyft sér hvað sem er.

6/12/07 05:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er svívirða hin mesta! Hvar er ÖLÍS núna?

6/12/07 05:01

Garbo

Ég sá strax að þetta gæti ekki veið neinn ættingi þinn Herbjörn. Þetta sýnist mér vera skýrt dæmi um smámenni sem reynir að gera sig sýnilegt með því að standa á öxlum sér betri manna.

6/12/07 05:01

Rattati

ó vei, ó vei þeim er reyna að komast framfyrir röðina.

6/12/07 05:01

Jóakim Aðalönd

Þá getur Herbert ekki verið Glúmur.

[Verður huxi (ekki Gestapóinn samt)]

6/12/07 05:01

krossgata

Ja, svei!! Ljótt er að sjá.

6/12/07 05:01

Huxi

Hjúkk maður nú munaði litlu að Kimi yrði ég...
Það fer að verða knýjandi verkefni að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem virðist vera að að hreiðra um sig hér í okkar ástkæru Baggalútíu. Það að falsa skilríki er stóralvarlegt mál. Það kallar greinilega á það að Leyniþjónustan fari að rannsaka málið.
Ætli það verði ekki næst að hér fyllist allt af harmonikkuspilandi sígaunum.

6/12/07 05:02

Upprifinn

Ef þessi Herbert getur kastað teningum skammlaust mundi ég giska á að þetta væri óskilgetinn sonur þinn sem þú kannt að hafa eignast á einni af njósnaferðum þínum inn á hxxx.is eða bxxxxxxxx.is.
[Hlær hrossahlátri.]

6/12/07 05:02

hlewagastiR

Einhver ykkar hefur verið dugleg(ur) að yrkja á kveðskaparþráðunum undir alteregói sem er hið sama og notendanafn sem ég orti undir á öðrum stað fyrir mörgum árum. Þessi aðili er reyndar fjandi góður og gerir mér þannig séð enga skömm til gagnvart þeim sem tengja þetta nafn við mig. Þess vegna fatta ég ekki alveg hvað hann er að pæla. Ég legg til að Herbjörn láti sem hann sjái ekki vitleysinginn sem er að bögga hann.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.