— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/06
Herbjörn kveður

Kveð ég nú Offara aumingjann,
sem oft hefur móðgast hér.
Kunni ég vel við karlinn þann,
kættumst oft saman vér.

Teningakóngar töldumst við,
toppmenn í þeirri list.
Ertu nú farinn á önnur mið
í aðra og betri vist?

Eitt er þó víst og alveg satt
eins og rís dagur nýr.
Offari hefur oss áður kvatt
en alltaf þó aftur snýr.

   (7 af 32)  
1/11/06 15:00

krossgata

Það vona ég.

1/11/06 15:00

blóðugt

[Skellir upp úr] góður...

1/11/06 15:00

Ívar Sívertsen

hehehe, alltaf ertu nú öflugur!

1/11/06 15:00

Upprifinn

Aha..
ég hugsa að frændi komi aftur...

1/11/06 15:00

Sloppur

Já, mjér þykir nokkuð víst að frændi láti nú sjá sig aftur!

1/11/06 15:00

Ívar Sívertsen

Frændur eru Gestapóum bestir...

1/11/06 15:00

Þarfagreinir

Þetta kann hann!

Annars hef ég nú líka fulla trú á að Offari snúi aftur.

1/11/06 15:01

Hexia de Trix

Iss, hann kemur um leið og ég fer að malla jólakakó til að drekka með piparkökunum.

1/11/06 15:01

Billi bilaði

Já, nú er fokið í flest álver.
Kveðjan þín er samt góð. <Skálar við Herbjörn>

1/11/06 15:01

B. Ewing

Sagði einhver kakó ? [Ljómar upp] Offari kemur um leið og hann er búinn að laga sætið á Zetornum.

1/11/06 15:01

Skabbi skrumari

Ljómandi...

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.