— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
HJÁLP!

Ég er í rusli.

Nú er ég aldeilis niðurbrotinn. Ég er búinn að ryðja Offara úr toppsætinu, sem innleggjahæsti Gestapóinn. Nú um miðnættið var ég kominn með 15500 innlegg frá því að Gestapó opnaði eftir síðustu sumarlokun. Ég þori ekki að reikna út hvað það gerir að meðaltali á dag.

Það væri svo sem ekkert að því að eiga hér flest innlegg ef þau væru öll uppbyggileg og vel skrifuð en því er sko aldeilis ekki að heilsa í mínu tilviki. Ætli 99,99 prósent af mínu framlagi hér sé ekki í formi teningakasts og annarra fánýtra leikja, þar sem sjaldnast er ritað meira en eitt orð í innleggi. 0,01 prósent eru þá vísurnar, sem ég hef skrifað á skáldskaparþráðunum. Það er ekki há tala í innleggjum talið.

Ég hef sérstaklega mikið samviskubit gagnvart Offara vini mínum. Það er ekki nóg með að ég sé búinn að stinga hann af í teningaleikjum, heldur er ég líka búinn að ræna hann titli prímtölukóngsins og svo núna þetta. Ég er búinn að taka af honum þann, að vísu vafasama heiður, að eiga flest innlegg hér.

Mér finnst það alvarlegt íhugunarefni fyrir ritstjórnina hvort ekki eigi að gera mig útlægan af Gestapó eins og gert hefur verið við einn eða tvo einstaklinga áður. Að minnsta kosti ætti að krefjast þess af mér að ég leiti mér hjálpar við teningafíkn, prímtölufíkn og öðrum fíknum, sem hafa náð tökum á mér eftir að ég fæddist hér.

Ég ætla reyndar að heita því hér og nú að ég muni fara í meðferð í sumar meðan sumarlokunin varir. Ég get ekki farið núna þegar heimsmeistaratitillinn í teningakasti blasir við mér.

Að lokum læt ég í ljós þá von að Offari og aðrir Gestapóar fyrirgefi mér og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að Offari nái aftur toppsætinu hvað innleggjafjölda varðar.

Lifið heil.

   (10 af 32)  
5/12/06 01:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Og hvernig líður frúnni ?

5/12/06 01:00

krossgata

Þú gleymir alveg viðkomum þínum á Geltinum. Fíknin er greinilega að ræna þig vitinu.

5/12/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

Frúnni! Ég hef ekki spurt hana.
O jú krossgata, maður hefur svo sem átt margar ágætar stundir á Geltinum sem og á Emblu.

5/12/06 01:00

Kondensatorinn

Prímtölufíkn hljómar vel og mun betur en margt það sem slúðurblöðin segja að eigi sér stað innan veggja keisarahallarinnar.

Snilligáfu er óþarft að fyrirgefa.

5/12/06 01:00

Regína

Þér er nú ekki eins leitt og þú lætur.

5/12/06 01:00

Isak Dinesen

Þetta er nú sérstaklega kaldhæðnislegt hvað varðar prímtölufíknina, þar sem sá þráður var upphaflega stofnaður af mér til að gera grín að þessari vitleysu allri.

5/12/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

Jú Regína mín, ég er alveg miður mín, sérstaklega út af honum Offara.

5/12/06 01:00

Þarfagreinir

Jæja, nú fer ég á skauta í helvíti. Sjáumst.

5/12/06 01:00

Grágrímur

Hef tekið eftir að fólk er hætt í pílukastinu... það var stofnað líka sem hálfgert grín til að gá hvað fólk nennti að standa í því lengi... niðurstaða: of lengi

5/12/06 01:00

Offari

Ég er niðurbrotinn maður. En ég fyrirgef þér Herbj0rn því ég veit vel að þetta var allveg óvart hjá þér.

5/12/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

Já, ég gleymdi mér náttúrulega í teningaeinvígi við Vímus.

5/12/06 01:00

Billi bilaði

Ha! Er Isak Dinesen = Þarfagreinir (sem á fyrsta innlegg á prímtöluþræðinum)?
Eða var þessi leikur til fyrir hreinsunareldinn og endurstofnaður af Þarfa?

ES: Það á ekki að vera að hafa marga smákónga á Gestapó. Það er best að allar konungstignir safnist saman. ÞÚ ERT HINN EINI SANNI KONUNGUR! HEILL HERBIRNI - HÚRRA - HÚRRA - HÚRRA!!!

[Felur sig í pilsfaldi Óvina ríkisins]

5/12/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

[Ljómar upp]

5/12/06 01:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Er ekki til einherskonar klúbbur fyrir allar þær anonymu grasa ekkjur og ekkjumenn sem aldrei ná sambandi við fíklana sína. Hver er ekki sú sorg að sá sem einu sinni var heittelskaður eiginmaður og elskhugi og faðir barnana fim . Nú er orðinn sjúklega áráttur fíkill Baggalúts . Sem hefur ekki tekið eftir nýa manninum sem er fluttur inn í hjónarúmið og að yngsta dóttirinn sem var í leikskóla síðast þegar hann talaði við hana sé kominn í sambúð með gæja úr Hells Angels

5/12/06 01:00

Billi bilaði

[Kíkir á börnin...] Neibb, allt í lagi ennþá! [Ljómar upp og kennir familíunni á Gestapó]

5/12/06 01:00

krossgata

BÚHÚB.
Baggað úthýst heimilisfólk útúrfíklaðra Baggalýtinga.

SNIFF
Samtök níðingsskapar illilegra fjölfíkla.

5/12/06 01:00

Upprifinn

Það er ekki þér að kenna að Offari er kominn í vinnu. Þú ættir kannski að prófa eitthvað svoleiðis.

5/12/06 01:00

Þarfagreinir

Já, prímtöluleikurinn var til fyrir sumarfrí, en það var ég sem stofnaði hann aftur. Þess ber að geta að hann var aldrei jafn vinsæll í fyrra lífi sínu en hann er nú.

5/12/06 01:00

Herbjörn Hafralóns

Hann er auðvitað svona vinsæll af því við Offari ánetjuðumst honum.
Upprifinn talar um að vinna, ég vinn í teningakastinu, það hefur nægt mér til þessa.

5/12/06 01:01

Jóakim Aðalönd

Er ekki Glúmur innleggjahæsti Gestapóinn?

5/12/06 01:01

Billi bilaði

Jú, rétt á undan Texa.

5/12/06 01:02

Herbjörn Hafralóns

Nú er ég búinn að bæta við 200 innleggjum síðan ég skrifaði þetta dagbókarbrot fyrir einum sólarhring. Ég verð að taka fram að það er búið vera mjög mikið álag í teningakastinu í dag.

5/12/06 02:01

Gvendur Skrítni

Hefurðu prófað að éta Valpróínsýru, það er notað til að hindra flogaveikiköst, gæti virkað á teningaköst líka.

5/12/06 02:02

Herbjörn Hafralóns

Nei, ég hef ekki prófað nein lyf við þessu.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.