— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/05
LAUS STÖRF

3 embætti eru nú laus til umsóknar.

Þau miklu tíðindi hafa nú gerst í Baggalútíu að ég hef verið valinn til að gegna embætti KEISARA. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þakklæti mínu. Ég get þó ekki látið hjá líða að þakka keisaraynjunni Krumpu fyrir að hafa valið mig. Auk þess þakka ég þeim fjölmörgu þegnum Baggalútíu, sem studdu mig til þessa háa embættis.

Ekki veit ég hvað varð til þess að Mikill Hákon og varakeisari hans Hilmar harðjaxl hurfu á braut, en víst er að keisaraembættið og þá sér í lagi keisaraynjan útheimta mikla orku. Ég hef ákveðið að helga mig hinu nýja embætti af alefli og mun hvergi til spara til að gagnast keisaraynjunni.

Þess vegna hef ég ákveðið að afsala mér öðrum embættum, sem ég hef gegnt um margra ára skeið, þ.e. biskupsembættinu ásamt embættum fjármála- og trúarbragðaráðherra. Þessi störf eru því laus til umsóknar og er hægt að sækja um þau á þræðinum STÖRF Í BOÐI á Baggalútíu svæðinu.

Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki á biskupsstofu og í ráðuneytunum tveimur fyrir gott og farsælt samstarf, hvet ég alla hæfa einstaklinga til þess að senda inn umsóknir.

Ekki verður farið með umsóknir sem trúnaðarmál.

   (15 af 32)  
1/11/05 01:01

Gimlé

Vér sem héldum að vér hefðum vilyrði Herbjarnar fyrir byskupsembættinu. Ef svo er ekki þá sækjum vér hér með um það. Kosningaloforð: að rita orðið „byskup“ ávallt og eingönum með ypsiloni - eins og vera ber að fornum sið.

1/11/05 01:01

DoktorGestapó

Jé ræt! Mig dreymir dagdrauma um að lesa allt bullið í kverúlöntunum hérna og flokka það niður eftir efni. Jafnvel górillur hafa meira innsæi. Þær geta málað með klessulitum og talað hver við aðra ef vel liggur á þeim.

1/11/05 01:01

Herbjörn Hafralóns

Gimlé. Þér hafið meðmæli vor á kosningaþræðinum en vér erum því miður eigi einráðir. Forseti og ríkisstjórn þurfa að koma hér að. Meðmælin standa engu að síður óhögguð og hljóta að vega nokkuð þungt.

1/11/05 01:01

Gimlé

Kærar þakkir fyrir dyggan stuðning.

1/11/05 01:01

U K Kekkonen

ÉG held að ég yrði einstaklega hæfur Biskup, og als ekki síðri fjármálaráðherra.

1/11/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá.

1/11/05 01:02

Siggi

Trúabrögð eru mitt uppáhald enda hata ég homma og lesbíur.

1/11/05 02:00

Rósmundur

Takk! Fyrir ekki neitt.

1/11/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Gott hjá þér Siggi. Við þurfum einmitt fleiri svona trúaða hommahatara...

Ertu nokkuð Jógvan á Lækjunni?

1/11/05 02:02

Húmbaba

Ég býð þjónustu mína fram til starfs einlægs diplómats keisaraveldisins.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.