— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/04
Gestapóþreyta

Ég er orðinn leiður á Gestapó og langar mest til að fara í frí.

Já góðir hálsar, ég er orðinn hundleiður á að lesa spjallið á Gestapó og þannig hefur það verið síðan í haust. Ég hélt að þetta myndi lagast eftir að kennaraverkfallinu lauk en því miður hefur sú ekki orðið raunin.
Svo rammt kveður að þessum leiða mínum að ég nenni ekki einu sinni að lesa allar vísurnar á Kveðist á þræðinum, sem lengstum var minn uppáhaldsþráður.
Ég nenni heldur ekki að skrifa nokkurn skapaðan hlut lengur, hef svo sem aldrei skrifað neitt af viti, svo það má segja að skaðinn sé lítill þótt ekkert komi frá mér í bráð.
Þið segið kannski að þetta sé bara skammdegisdrungi hjá mér, en ég hef aldrei fundið fyrir slíku, hvað þá að snjórinn sé að íþyngja mér. Mín vegna má alveg snjóa meira.
Ég hef líka tekið eftir því í gegnum tíðina að sumir fastagestir hafa horfið af Gestapó um mislangan tíma, en allir snúa þeir aftur. Kannski verður sama sagan með mig, þ.e.a.s. ef ég get slitið mig frá þessu. Reyndar er það svolítið erfitt því ég er sjálfkrafa innskráður í hvert sinn er ég skoða Baggalút og ég mun að sjálfsögðu halda áfram að lesa allt, sem ritstjórnin lætur frá sér fara í formi frétta og annarra pistla.
Jæja, best að hætta þessu rausi. Kannski verð ég kominn aftur strax á morgun, eftir viku eða mánuð. Hver veit?

   (22 af 32)  
2/12/04 01:00

Vladimir Fuckov

Gestapóafvötnun (eða jafnvel algjör Baggalútsafvötnun) í 1-3 vikur getur hugsanlega gert kraftaverk skv. reynslu vorri...

2/12/04 01:00

Hexia de Trix

Ekki skammdegisdrungi kannski... en hugsanlega er þetta bara aldurinn sem laumast yfir þig Herbjörn minn. Alveg ótrúlegt sem tíminn getur nagað af manni.

2/12/04 01:00

kolfinnur Kvaran

Ég tók mér 1 ár seinast og hef snúið endurnærður

2/12/04 01:00

Steinríkur

Það er afvötnunarþráður á Lútnum - geturðu ekki farið þangað?
*Fattar hvað hann var að segja. Roðnar og læðist burt*

2/12/04 01:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sumir virðast gersamlega Gestap-óþreytandi. Aðrir ekki.

2/12/04 01:00

SlipknotFan13

Sumir sprengja sig strax og hafa ekkert úthald þegar fram líða stundir. Aðrir ekki.

2/12/04 01:00

Vestfirðingur

Þú ert það það sem ég myndi kalla fimmtu kynslóðar fransós, þar sem langa langa langa afi þinn var dökkleitur frakki sem sló sig niður á vestfjörðum á nítjándu öld og reið öllu sem hreifðist í þessu hrjóstruga landi þar sem almúginn gat ekki annað en legið á bakinu sökum hungurs og hugmyndaleysis. Já, farðu bara...

2/12/04 01:00

Herbjörn Hafralóns

Til Vestfirðings. Ég sá að þú kvaddir sjálfur fyrir 10 dögum en þú hefur snúið aftur. Sama má segja um Finngálkn, sem lýsti því yfir fyrir stuttu að hann væri farinn. Hann er líka kominn til baka. Kannski verður sama sagan með mig.

2/12/04 01:00

Lopi

Hef aldrei haft áhuga á spjallin en gaman er að kasta fram vísum í ´vísnaþráðnum þó klénar margar séu. Þú kastar nú einni og einni vísu nú annað slagið svona til að viðhalda selluvirkni og pótengingum.

2/12/04 01:00

Skabbi skrumari

Ég hugsa að ég taki aðeins öðruvísi á minni Gestapóþreytu, ég ætla að hætta að lesa megnið af því sem fer hérna fram og einbeita mér nær eingöngu á kveðist á, auk þess sem ég mun líklega lesa Efst á baugi, þar sem ég er friðargæsluliði þar... einnig ætla ég að henda inn félagsriti annað slagið, en sú tíð er liðin (í bili allavega) að ég lesi allt hér á Gestapó...

2/12/04 01:01

Smábaggi

Ég vona að það sé ekki út af þessum óþarflegum hatursköstum hjá mér.

2/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Í mínu tilfelli er það ekki eingöngu út af þér Smábaggi...

2/12/04 01:01

Smábaggi

[dæsir] Hverju þá fleiru? Skortur á stuðlum í hreintrúars. ?

2/12/04 01:01

Smábaggi

[Flissar eins og vitleysingur]

2/12/04 01:01

Tinni

Það þarf að tuska þig ærlega til, Herbjörn!Væri ekki ráð að stofnsetja í því skyni sérstakan "Slagsmálaþráð"...

2/12/04 01:01

Herbjörn Hafralóns

Kannski þarf að hrista mig svolítið duglega en ég mæli með að fyrst verði einhverjum vökva hellt í mig. Það mætti vera ákavíti eða eitthvað kóbaltbætt. Annars er ég nú að íhuga ómótstæðileg tilboð frá Enter (sjá fyrirspurnir).

2/12/04 01:02

Vladimir Fuckov

Vér eigum nóg af ný-últrakóbaltsdufti og ákavíti er þér fáið í stórum stíl eftir afvötnunina - vonandi mætið þér endurnærðir síðar á þorra eða á góu því aldrei eru nógu margir biskupar og prestar í Hreintrúarflokknum.

Tilboð Enters leist oss fyrst illa á er vér í flýti mislásum BoraBora sem Tora Bora en nú er það óneitanlega freistandi [Veltir fyrir sér að reyna að fá svipað eða betra tilboð]

2/12/04 02:02

Herbjörn Hafralóns

Þakka þér fyrir Vladimir. Ég er enn hálf hrærður yfir tilboðum Enters. Hann er sannkallaður öðlingur, já og Númi líka.
En ég skil samt ekki alveg hvað Enter er að meina þegar hann talar um að ég megi taka fæðingarorlof vegna Bauvs. Hann er þó ekki að að gefa í skyn að ég sé fað... nei það getur bara ekki verið, þótt ég hafi kannski þekkt mömmu Bauvs þegar hún var yngri. En nei, við Bauv erum bara ekkert líkir. Ég vona samt að ég verði ekki krafinn um meðlagsgreiðslur vegna krógans.
Svei mér þá, ég held ég drífi mig bara til Bora Bora.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.