— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/02
Tilbreytingarsnautt líf.

Mér er til efst að ég muni eiga margar dagbókarfærslur hér í framtíðinni. Líf mitt er svo venjubundið og fábreytt að þar er fátt, sem vert er að tíunda hér.
Hver hefur svo sem áhuga á að vita að ég þreif sameignina í kvöld eftir vinnu og fékk mér svo fáeinar ölkollur meðan ég las Baggalút og sendi inn nokkur innlegg.
Hins vegar er rétt að útiloka ekkert og hvert veit nema ég skrifi meira seinna ef eitthvað óvænt drífur á daga mína.

   (32 af 32)  
3/12/06 03:01

Offari

Varst búinn að uppgvötva teningana þegar þú skrifaðir þetta?

3/12/06 13:01

krossgata

Ætli hann lesi aftur eldri rit sín? Spurning hvort þú fáir svar Offi.

4/12/06 08:01

Offari

Líklega hefur hann ekki lesið spurninguna.

4/12/06 18:00

hvurslags

Herbjörn?

5/12/06 01:00

Billi bilaði

[Stofnar laumupúkaþráð hjá nýkrýndum innleggjameistara Gestapó sem nú er með 15514 innlegg þegar þetta er skrifað - og ljómar svo upp]
Skál!

5/12/06 01:00

Billi bilaði

Og strax komið eitt í viðbót.

5/12/06 03:01

krossgata

Honum er ekki fisjað saman honum Herbirni.
Skál!

9/12/06 04:01

Hexia de Trix

Skál!

9/12/06 07:02

krossgata

Nú eru innleggin væntanlega enn fleiri þar sem fortíðin kom í leitirnar.

1/11/06 03:01

Regína

Hann virðist þá hafa skrifað eitthvað meira seinna fyrst innleggin eru svona mörg.

1/11/06 05:02

krossgata

Nú stendur að hann hafi 19001 innlegg.

1/12/07 12:01

Álfelgur

Fyrst árið 2008!!

3/12/07 09:00

krossgata

Ætli Herbjörn viti af þessu?

3/12/07 12:01

hvurslags

Ekki enn.

5/12/07 17:01

Herbjörn Hafralóns

Noh! Er bara verið að laumupúkast hér? [Ljómar upp]

6/12/07 16:00

Jóakim Aðalönd

[Laumupúkast]

31/10/07 02:01

Wayne Gretzky

Herbjörn Hafralóns:
Finna öll innlegg
Senda einkapóst
Senda tölvupóst
Fæðing hér: 15/8/03 18:28
Síðast á ferli: 1/10/08 00:38
Innlegg: 28020

6/12/08 02:00

Hvæsi

Skál Herbjörn.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.