— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Vísindalegar rannsóknir á kynjamun húmors.

Greinin er tekin af vef mbl.is og staðfestir að það er munur á því hvernig konur og karlmenn upplifa brandara.<br /> Sem útskýrir ýmislegt að mínu mati.

Ný rannsókn: Kynjamunur á húmor

Konur nota fleiri svæði í heilanum en karlmenn þegar þær skoða eða lesa brandara, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þær benda ennfremur til þess að konur njóti brandara betur en karlar. Umbunarstöð heilans - þar sem virkni verður mikil þegar fólk vinnur til dæmis í fjárhættuspili eða neytir kókaíns - verður virkari í konum en körlum þegar þær fatta brandara.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Proceedings of the National Academy of Sciences sem kemur út í dag.

Það kom vísindamönnunum á óvart að konur virðast bregðast röklegar er karlar við bröndurum og búast síður við því að brandarar séu fyndnir. Þótt kynin noti sömu heilastöðvar til að skilja húmor eru karlar ekki eins kröfuharðir og konur og virðast fremur líklegir til að reikna með því að brandarar séu fyndnir.

Vísindamennirnir segja að þessar niðurstöður geti komið að notum í baráttu gegn kvillum á borð við þunglyndi. Fólk noti húmor til að bregðast við streitu, mynda sambönd og húmor geti jafnvel styrkt ónæmiskerfið.

   (16 af 33)  
1/11/04 08:02

Don De Vito

Við karlarnir erum bara að styrkja ónæmiskerfið!

1/11/04 09:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Þar sem flestir brandarar ganga út á að gera lítið úr öðrum og óförum þeirra ,séu konur ekki tilbúnar að hlæja að honum sem varð fyrir valtara og varð að liggja á deild 1,2og þrjú á Landspítalanum. Þær hugsa heldur að aumingja maðurinn ´meiddi sig , hvað getum við gert fyrir hann. konur hafa bæði stærra hjarta og heila enn við hin.

1/11/04 09:00

Rasspabbi

Ég sé þetta í öðru ljósi.
Þessi fullyrðing að konur njóti brandara "betur" heldur en karlar þarf ekki að þýða að þær séu með þroskaðra skopskyn.
Mér þætti líklegra að konur skilji jafnan ekki grín og glens. En þegar svo ber undir að konur fatta brandara verða þær svo hamingjusamar að að þær hlæja meira en karlpeningurinn og njóta skrítlunar enn meir fyrir vikið.

(Þess má til gamans geta að þessi athugasemd er ekki rituð í fullri alvöru)

1/11/04 09:00

Villimey

Það er líka eins gott fyrir Rasspabba.

1/11/04 09:00

Lærði-Geöff

[hlær dátt að valtarabrandara GEH]
Er það ekki löngu vitað mál að konur eru kröfuharðari en karlar, ég held að sá munur komi fram á mun fleiri sviðum en húmor(ekkert sérstaklega illa meint samt).

1/11/04 09:00

Offari

Finst ykkur þetta vera jafnrétti?

1/11/04 09:00

Limbri

Þetta er í fínu lagi mín vegna. Ég hef gaman af að kæta stúlkur með nettu glensi við og við.

Ef þetta segir okkur að þær séu að fá meira út úr gríninu en ég hefði séð mér í hugarlund, þá er það hið besta mál.

-

1/11/04 09:01

Sæmi Fróði

Áhugavert Ísdrottning, hver er þín skoðun á þessari frétt annars?

1/11/04 09:01

Hvæsi

Konum finnst gaman að fara margar saman á kamarinn til að ræða kvöldið, Hringja sig svo saman daginn eftir og tala í 6 klukkutíma um atburði gærkvöldsins.
Karlar hittast kanski fyrir tilviljun úti á götu og byrja þá að ræða lauslega um gærkvöldið, en fara svo að ræða boltann, bíla, eða jafnvel að annar segi, "ég var að prumpa".

1/11/04 09:01

Vladimir Fuckov

Seint munum vjer hætta að hneyklast yfir því að verið sje að senda inn fjelagsrit um húmor hjer í þetta höfuðvígi sannleikans og alvarlegra umræðna. Eftirfarandi fjelagsrit voru jafnvel enn verri hvað þetta snerti:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=964&a mp;n=2448
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=964&a mp;n=2521

[Heitir því að brosa aldrei á Gestapó og gæta þess að segja aldrei neitt er framkallað gæti bros á gestum hjer].

1/11/04 09:01

Ísdrottningin

Jú Sæmi, málið er að ég hef löngum unnið með karlmönnum og oftar en ekki tekið eftir að þeir hlægja að bröndurum sem að mér finnast hörmulegir. T.d. var ég nýverið í hóp karla þar sem menn hlógu einhver ósköp að brandara sem fjallaði um grófa kynlífssögu sem var óvart sögð í nærveru barna (ekki sönn saga). Það að börnin komu við sögu gerði brandarann um leið að einhverju skelfilegu og ófyndnu í mínum huga og því skipti ,,pönslænið" engu máli fyrir mig. Karlarnir horfðu bara á ,,pönslænið" og skellihlógu. Einnig hef ég tekið eftir því að karlmenn geta hlegið að sama brandaranum oftar en einu sinni, það get ég alls ekki.
Þannig að fyrir mig þá staðfesti þessi frétt það sem ég þegar vissi.

1/11/04 09:01

Sæmi Fróði

Þannig var það þá. Athugasemd mín leiðir að því að mér finnst að menn, konur og börn hér á baggalút eigi að koma með eitthvað frá sjálfum sér í félagsritum, en það er líklega einungis mín skoðun miðað við gæði margra félagsrita upp á síðkastið.

1/11/04 09:01

Ísdrottningin

Ég skil og er sammála, mér fannst þessi grein bara hitta naglann svo á höfuðið að ég skellti henni inn svona til þess eins að sjá hvort ég fengi svipuð viðbrögð frá öðrum hér.

1/11/04 10:00

Coca Cola

Umbunarstöð heilans hrekkur einmitt í gang líka til að framkalla fullnægingar er það ekki? Konur fá líka sterkari fullnægingar en kallar - bara ekki eins oft og búast þessvegna ekki alltaf við miklu af kynlífinu, eru pínulítið tortryggnari. Eitt sinn heyrði ég að konur þyrftu að hafa ástæðu fyrir samförum - á meðan menn þyrftu bara tækifæri.
Allt þetta þýðir svo [trommusláttur] að kynlíf er auðvitað bara brandari, laaaangur dónalegur brandari sem karlar geta notið aftur og aftur á meðan konur skylja þá betur, eru klókari að gera greinamun á hverjir eru góðir og hverjir ekki oooog þær njóta þeirra góðu betur. Köllunum er sirka slétt sama, brandari er brandari, þeir hlæja bara aftur og aftur og aftur og aftur - og aftur og aftur að saaaaama brandaranum. Aaalveg þangað til þeir deyja hlæjandi ef þeir passa sig ekki.

1/11/04 11:01

Kargur

GEH, það er staðreynd að karlar eru með stærri heila en konur. Ég held þó að konur áorki meiru með sínum heila en við karlarnir með okkar.

1/11/04 12:01

Isak Dinesen

Ferlega eru allir pólitískt kórréttir hér. Maður ælir bara.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið