— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Dagbókarfærsla

Í gærmorgun fór ég til læknis sem var svo elskulegur að koma með STÓRA sprautu með enn stærri NÁL og reka á kaf inn í hnéð á mér.
Þaðan dró hann liðvökva í sprautuna og kallaði að ,,tappa af"
Ég hefndi mín með því að klípa í lærið á honum (hélt að ég væri að klípa í arminn á stólnum sem ég var í).
Að þessu loknu þakkaði ég fyrir mig, borgaði, kom mér út í bíl og þar leið yfir mig......
Þetta var einstaklega ógeðfelld upplifun og ég ætla rétt að vona að hnéð á mér taki ekki upp á meiri óskunda því ekki vil ég meira af svona löguðu......

Hafið þið einhverja reynslu af svona aftöppun?
Ég er með svo skrýtna tilfinningu í hnénu á eftir og það er sárt að hreyfa það. Er það eðlilegt? Varir það lengi?
Ég má nefnilega ekkert vera að þessu, þarf að komast aftur á fjöll.

Kveðja
Ísdrottningin á öðrum fæti....

   (22 af 33)  
5/12/04 18:00

Litla Laufblaðið

Þú verður að taka því rólega

5/12/04 18:00

Limbri

Ef þér væri ætlað að láta leka úr hnénu á þér hefðir þú fæðst með blöndunartæki (í það minnsta tappa). En annars er aldrei gaman að láta sprauta sig, það þekki ég. Er ekki alltaf einn sem segir að það eigi að kæla og sá næsti segir að það sé best að halda heitu ? Þú finnur út úr þessu, það er ég í engum vafa um.

-

5/12/04 18:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Vonandi líður þér betur í hnénu

5/12/04 18:01

Steinríkur

Ég mæli með aflimun - við öxl...

5/12/04 18:01

Ísdrottningin

Ef maður kvartaði undan eymslum/meiðslum var hann afi minn blessaður vanur að segja að eik væri miklu endingarbetri...

5/12/04 19:00

Sæmi Fróði

Þetta lagast nú oftast með kalda vatninu, góðan bata Ísdrottning.

5/12/04 19:00

Vímus

Sem mjög góður læknir fæ ég strax hugboð um að þarna sé slitgigt í gangi. Nokkrir verkir í baki eða mjöðmum?

5/12/04 19:00

Hermir

Taktu lýsi, það læknar allt.

5/12/04 19:01

Ísdrottningin

Það vill svo illa til að ég hef aldrei getað haldið lýsi niðri. Það kemur viðstöðulaust uppúr mér aftur og olli þarafleiðandi miklu veseni þegar besserwisserar barnæsku minnar hlustuðu ekki á neinar mótbárur heldur helltu ofaní mig lýsinu og fengu svo allt saman yfir sig aftur.
En prinsessan tekur lýsi eins og herforingi og án vandamála svo ekki virðist það erfast...

5/12/04 19:01

Hakuhci

Svonah, taktu lýsið þitt, engan aumingjaskap!

5/12/04 19:01

Ísdrottningin

Hefur ekkert með aumingjaskap að gera, því miður...

5/12/04 19:02

Isak Dinesen

Hvaða rugl er þetta Hakuhci. Hér er um að ræða konu sem fer á fjöll án þess að láta hjálparsveit sækja sig á eftir. Geri aðrir betur.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið