— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Heimsókn á slysadeild

uss, ekki hafa hátt. Prinsessan sefur

Í dag höfum vér eytt drjúgum tíma í heimsókn á slysavarðstofu þess sem velflestir Frónverjar kalla Borgarspítala en skriffinnskubákn og lítilmenni kalla Landsspítalablablalangloku einhverja.

Prinsessan fékk mjög slæman heilahristing.

Það er nú ekki stórt í manni hjartað þegar maður horfir á barnið sitt engjast af kvölum. *fær hroll uppúr og niðurúr af endurupplifuninni*

Það eina sem vitað er um aðdragandann er að henni var hrint á eitthvað. Vitni í málinu hafa ekki gefið sig fram, enda kannski ekki á þeim aldrinum að gera sér grein fyrir alvöru mála...

Hún sefur núna greyið (annars sæti ég ekki við tölvuna). Við erum nýkomnar heim en ef hún jafnar sig ekki bráðlega og hættir að æla þarf hún að fara inn aftur og fá næringu í æð.
En það er allavega búið að útiloka heila og taugaskemmdir með heilasneiðmyndatöku svo að nú er bara að vona það besta.

Jæja best að vera á varðbergi og reyna að fá hana til að halda niðri smá vatnssopa ef hún rumskar.

Ég ætla nú ekki að lasta þessa ágætu deild og fólkið þar sem vinnur þarft og nauðsynlegt starf, en ósköp er auðvelt að halda að maður hafi gleymst þegar maður húkir svona tímunum saman við að bíða og bíða. Tíminn verður svo fjandi lengi að líða.

Reikningurinn fyrir herlegheitin já, hann var svona:

[listi] [atriði]TS-höfuð heildarverð...................... 10.430 [/atriði]
[atriði]Hlutur sjúklings.............................. 1.824 [/atriði]
[atriði]Nýkomugjald................................... 1.330 [/atriði]
[atriði]----------------------------------------------------- [/atriði] [atriði] Samtals til greiðslu: 3.154 [/atriði]
[atriði]
Skýring greiðslu: Elli- /Örorkulífeyrisþegi /Barn [/atriði][/listi]

Þannig að ef hún þarf að fara inn aftur þá ætti ég ekki að þurfa að borga meira samkvæmt þessu nýkomugjaldi.

Vonandi hafið þið það öll gott á lútnum, heyrumst seinna.
Kær kveðja
Ísdrottningin.

   (27 af 33)  
2/12/04 10:02

Hermir

Þetta var hryllilegt að heyra. Þið mæðgur eigið hug minn allan. Vona það besta.

2/12/04 11:00

Gvendur Skrítni

Já, ég óska Ísprinsessunni skjótum bata og fyrir drottninguna mæli ég með að éta svolítið makkíntoss og glugga í gamla þræði hér á lútnum milli þess sem hún athugar líðan prinsessunnar. Og í gvuðannabænum ekki fara með hana til Dr.Zoidbergs - þó hann sé sérfræðingur í mannverum.

2/12/04 11:00

Ívar Sívertsen

Vonandi fer allt vel. Þessir peningapúkar á heilbrigðisstofnununm fara bráðum að rukka líka fyrir brottfarargjald... ellegar verði þér ekki hleypt út.

2/12/04 11:00

Tina St.Sebastian

Augnlæknar og heilsugæzluritarar gera það nú. Halda eftir reseftinu ef þú ert ekki með pening. (Heilsugæzlustöðvar eru reyndar með gíró, en ekki allir augnlæknar) Dálítið pirrandi að redda sér fyrir bráðnauðsylegum lyfjum, en geta svo ekki leyst þau út af því að reseftinu er haldið í gíslingu...

2/12/04 11:01

Ísdrottningin

Takk fyrir góðar hugsanir og velvilja í okkar garð.
Prinsessan vaknaði og ældi í nótt og hélt svo alltaf áfram að sofa, en svo vaknaði hún núna um tíuleytið og sagði ,,mamma mér er batnað" og hentist framúr.
Nú er hún alveg bráðhress en ég hins vegar skökk og helaum eftir að hafa hringað mig utanum hana og legið á sömu hliðinni í nær alla nótt.
En allt er gott sem endar vel...
Kær kveðja frá okkur mæðgunum...

2/12/04 11:01

Tigra

Æj.. ég var að hlusta á svo sorglegt lag þegar ég las þetta að ég fór næstum að skæla.

2/12/04 11:01

Hermir

[Tekur utan um Tigru og reynir að hughreysta hana]

Svona svona, prinsessan er staðin upp, þetta verður allt í lagi.

2/12/04 11:02

Skabbi skrumari

Bravó... gott að litla prinsessan er orðin hress...

2/12/04 12:00

Ísdrottningin

Hún er búin að vera hress í dag (skrifað aðfaranótt laugardags) en á pínu erfitt með að sofa núna. Sefur laust, hrekkur svo upp og segir að sig dreymi illa.
Ætli það séu algeng eftirköst?
Ég fékk heilahristing sjálf þegar ég var 6 ára en man ekki eftir svefnvanda *hugsar upphátt* kannski meiri séns að mamma muni það heldur en ég...

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið