— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Bíóferð

MEÐ auglýsingum

Við fórum nokkur saman í bíó í gær (sunnudag) sem ekki væri í frásögur færandi nema hvað..... Í sælgætissölupásunni (öðru nafni hlé) voru hinar hefðbundnu auglýsingar í gangi og allt í lagi með það.
En svo byrjaði allt í einu myndin aftur og auglýsingarnar ennþá í fullum gangi. Allir biðu eftir því að slökkt yrði á auglýsingunum........en ekkert gerðist, áfram var varpað skjáauglýsingum yfir bíómyndina á tjaldinu. Fólk fór að ókyrrast og það var eins og allir héldu að sýningarstjórinn hlyti að fara að fatta þetta, nú eða að ,,einhver annar" myndi gera eitthvað í málinu.
Einhver hreyfing komst svo á fólk og fát fram og til baka en við misstum af a.m.k. fyrstu tíu mínútunum af myndinni eftir hlé.
Ég er farin að fara svo sjaldan í bíó (það er ódýrara að leigja bara spólu í búllunni hérna í næsta húsi) Ætli þetta sé eitthvað sem kemur oft fyrir?

   (29 af 33)  
2/12/04 07:01

litlanorn

ef svonalegað kemur fyrir er hiklaust hægt að heimta endurgreiðslu eða miða á aðra bíómynd síðar. nóg þarf maður nú að borga fyrir herlegheitin.

2/12/04 07:01

Ísdrottningin

Ég fékk þetta bætt, en ég er hneyksluð á öllum hinum sem borguðu fullt verð, 1000 kr miðann og misstu þarna kafla úr myndinni. Og gerðu ekkert í því.

2/12/04 07:01

litlanorn

hreint ótrúlegt hvað fólk lætur bjóða sér.

2/12/04 07:01

Gvendur Skrítni

Lenti í svipuðu þegar ég fór að sjá Mars Attacks, en þá var notuð vitlaus linsa til að varpa myndinni á tjaldið (auglýsingalinsan hugsa ég), þannig að allt varð fáránlega mjótt. Þegar kynningin var í gangi héldu sennilega flestir að þetta væri bara svona stílbrygði hjá leikstjóranum en svo byrjaði myndin sjálf og leikararnir litu allir út eins og þeir væru með lystarstol á lokastigi. Þá tók við svipuð stemming og þú lýstir hér á undan, allir biðu eftir því að sýningastjórinn fattaði þetta eða einhver annar færi að redda þessu. Á endanum gafst ég upp og fór fram og hvartaði við stúlku í poppokurbásnum. Ég hafði hinsvegar ekki rænu á að heimta að fá jóakimgreitt.
Í annað skipti fór ég að sjá mynd í Háskólabíói á fyrsta apríl. Þegar auglýsingarnar voru búnar birtist Paramount merkið og brann/bráðnaði í burtu svo eftir var hvítt tjald. Fyrst hélt ég að um einhvern apríl húmor væri að ræða, en þá voru ljósin kveikt og við tók 5 min bið eftir að "sýningastjórinn" hreinsaði og þræddi upp á nýtt.

2/12/04 07:01

Finngálkn

Eru sambíóin ekki yndisleg???

2/12/04 07:01

krumpa

Fór um daginn (er svo menningarleg) á franska kvikmyndahátíð - myndir á frönsku bien sur. Fyrstu tíu mínúturnar, þegar verið var að kynna persónur og forsögu atburðarrásarinna vantaði hins vegar textann. Svo var honum allt í einu skellt á og ekki spólað til baka eða neitt. Þar sem franskan mín er ekki upp á marga fiska var ég eins og álfur út úr hól það sem eftir var myndar og vissi ekkert hver var hvurs. Þannig að já...þetta kemur fyrir! Og við látum bjóða okkur það...

2/12/04 07:01

Finngálkn

Það er ekki hægt að spóla filmur til baka þarna assssninn þinn... Þessa vegna ættu sýningarmenn ekki að reykja hass í vinnunni - eins og oft gerist - aðallega í sambíóunum. Skítasjoppa, vont popp og allt dýrara en í hinum bíóunum.

2/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Bíó? einhver?

2/12/04 07:01

Illi Apinn

Fór nú í Bíóhöllina á The Ring fyrir nokkru. Þá lennti ég í því að eftir hlé, þegar myndin hófst á ný, var einhvert leiðindar R&B lag sem hélst inni í stað hljóðsins sem átti að fylgja myndinni. Þótti mér þetta miður því atriðið sem var í gangi átti að þykja nokkuð spennandi og dramatískt. Ekki var það spennandi með þessari miður skemmtilegri tónlist undir.
Svo lendi ég í því á sýningu Species 2, í Laugarásbíói, að hljóðið var nokkrum brotum úr sekúndu á undan (eða eftir) myndinni. Stóð þetta yfir nær hálfa myndina. Ekki nóg með það heldur var hljóðstyrkurinn misjafn yfir á sama tíma. Þótti þetta þó soldið skondið því fyrir mynd og í hálfleik voru laugarásmenn að auglýsa að þeir væru með fullkomnasta hljóðkerfið á landinu.

2/12/04 08:01

B. Ewing

~~
Ekki nóg með það heldur var hljóðstyrkurinn misjafn yfir á sama tíma. Þótti þetta þó soldið skondið því fyrir mynd og í hálfleik voru laugarásmenn að auglýsa að þeir væru með fullkomnasta hljóðkerfið á landinu.
~~

Ja, það er alveg hægt að monta sig af fullkomnasta klúðurhljóðkefinu eins og öðru.

Sambíóin auglýsa sig sérstaklega sem klaufabárðabíó í öllum sínum kynningum og sýnishornum þegar sýnt er í sjónvarpi.
Ein er þar sem allt dettur úr sambandi, önnur þar sem hljóðið og myndin í lógóinu hökta áfram, enn önnur var einhvernvegin á þá leið að allar perur fóru áður en stefið var búið.

Svo var það litli fyndni viðgerðarkallinn í THX auglýsingunni sem er greinilega farinn á taugum af því að reyna að lappa uppá kerfið þeirra því hann er löngu horfinn... svona mætti lengi telja.

2/12/04 08:01

Ísdrottningin

Það er greinilega ekkert einsdæmi að fá ófullnægjandi þjónustu í bíó.
Ljótt er að heyra.
Ekki láta þá komast upp með það, látið í ykkur heyra með því að krefjast endurgreiðslu og/eða skrifa kvörtunarbréf.
Þá kannski þeir fari að passa betur upp á hlutina. Þetta er ekkert flókið, við viljum fá þá þjónustu sem að við borgum fyrir, ekki satt?

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið