— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Mikið var

Já MIKIÐ VAR að þetta blessaða tölvuapparat mitt öðlaðist einhvern tilgang í mínu lífi, það er að segja annan en að halda mér eldklárri í kapal og að ræða við vini mína í útlöndum með aðstoð MSN forritsins.
Ég hefi fundið tölvulífi mínu nýjan tilgang .
Ég fann Baggalút (eða fann Baggalútur mig? *hmmm.... pæling.*..).

Eftir að hafa lesið hinar ýmsu greinar og spjallþræði og séð að hér á ég heima hef ég hafist handa við að koma mér inn í gang mála á Baggalútnum. Ég er búin að skrifa 10 sinnum inn á spjallþræðina og öðlast þar með rétt til myndskreytingar en fann ekkert þar sem heillaði, því miður. Og svo er ég hér og nú að gera fyrstu tilraun til dagbókarskrifa.

Nú held ég að sé best að ýta á ,,senda" og sjá útkomuna.....
Ef hún verður ekki alslæm gæti vel hugsast að ég gerði þetta oftar *blikkar í átt að ímynduðum lesanda*

Heyrumst (skjáumst?) aftur á morgun.

Ísdrottningin kveður með kurt og pí

   (33 af 33)  
2/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Ekki var það mikið mál, vertu velkomin kæra Ísdrottning og njóttu vel.

2/12/04 01:02

B. Ewing

Hvað myndskreytingu varðar þá er gott að geta sent ritjórn sitt eigið (hliðar)sjálf og beðið um birtinu á því.

Gott er að nota gOOgle, slá inn leitarorð og smella á images. Þannig fást allskyns góðar myndir.
[gerir heiðarlega tilraun til að fanga ísdrottningu]

2/12/04 01:02

Ísdrottningin

Ég þakka, *bugta mig og beygi glöð í bragði*

2/12/04 01:02

B. Ewing

Hah! þar kom ein. [ljómar upp]

2/12/04 01:02

Limbri

Gerðu bara eins og við hin, sendu og notaðu mynd af sjálfri þér.

-

2/12/04 01:02

Nornin

Nákvæmlega!
[greiðir síða, ljósa hárið 100 sinnum]

2/12/04 02:01

Gvendur Skrítni

Já, við notum flest myndir af okkum sjálfum

2/12/04 02:02

Skabbi skrumari

Ég nota að vísu gamla mynd af mér... en velkomin og takk fyrir að leiðrétta málfarið hjá mér... Skál

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið