— GESTAPÓ —
Er ég vitleysingur?
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 2/12/04
Er ég vitleysingur?

Hér gefst ykkur færi á að gefa álit ykkar á því hvort ykkur finnist ég vera vitlaysingur.

Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að ekkert ykkar hefur neinar forsendur til að dæma mig svona fyrirfram, líkt og ég bið ykkur um, en ég er samt forvitinn að sjá hvað út úr þessu kemur.
Þið eigið svo eflaust eftir að fá að gefa álit ykkar síðar þegar þið hafið fengið tækifæri til að meta vitleysisganginn í mér.

Vonandi eruð þið ekki of dómhörð og leyfið mér að njóta vafans.

Sjálfur tel ég mig vera vitleysing uppá 5 stjörnur. Og hana nú!

   (1 af 1)  
2/12/04 00:01

Limbri

Ég gef þér 3 og hálfa rjómabollu fyrir vitleysisgang, en athugaðu að þessar bollur má skipta út fyrir stjörnur fyrir séntil. Ef þú hegðar þér vel og kemur fallega fram við konurnar ertu um leið kominn í mitt lið.

-

2/12/04 00:01

Er ég vitleysingur?

Ég lofa að koma vel fram við konurar, enda eru konur "my thing" og ég myndi ekki gera neitt til að stiggja þær.

2/12/04 00:01

Smábaggi

Hlustaðu ekki á Limbra, konur eru vondar.

2/12/04 00:01

Wonko the Sane

Mæli með að þú sættir þig við þetta og breytir nafninu úr spurningu og takir einfaldlega upp nafnið Vitleysingur. Það verður örugglaega samþykkt af mannanafnanefnd, þeir hafa samþykkt aðra eins vitleysu.
Velkomin(n).

2/12/04 00:01

Hexia de Trix

Velkominn til okkar Vitleysingur... ég er nú samt ekki viss um að þú sért meiri vitleysingur en við hin - og örugglega ekki minni vitleysingur heldur.
Ég er hér búin að taka frá 5 stjörnur handa þér, þú færð þær afhentar þegar ég hef sannfærst um að þú eigir þær skilið - og mér sýnist allt stefna í það. *Brosir*

2/12/04 00:01

Nornin

*Bítur Smábagga og sækir svipuna til að sanna mál hans
*
En þú Vitleysingur ættir að ræða við Enter um að fá að heita bara Vitleysingur. Annað er of flókið þar sem þetta er krítísk spurning sem við Bagglýtingar spyrjum okkur sennilega oft sjálf. Alla vegana geri ég það endrum og eins.

Og ef þú ert Vitleysingur, ert þú þá við öll?
Er ég vitleysingur?

2/12/04 00:01

Er ég vitleysingur?

Kæra Norn. Þú virðist vera mjög gáfuð. En mér finnst þetta nafn svo flott að ég vil ekki skipta.
Hvað Enter varðar, þá er hann alveg sammála mér varðandi nafnið. Þar sem hann er einungis einn af mörgum hnöppum á ástkæra lyklaborði mínu, þá ákvað ég að spurja líka hina hnappana, og þeir voru allir á sama máli. Þetta var einróma samþykki; þögn jafngildir samþykki.

2/12/04 00:01

Wonko the Sane

Nú er Enter ekki sammála. Sjá hér: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=4180

2/12/04 00:01

Nornin

Er ég vitleysingur? mælti: Þú virðist vera mjög gáfuð.

*ljómar upp*
Þarna nældir þú þér sjálfkrafa í eina stjörnu frá mér!

2/12/04 00:01

Smábaggi

Þú ert bæði vitlaus og vond. Ekki taka mark á vitleysingi.

2/12/04 00:02

Nornin

*Slær til Smábagga með svipunni. Hittir*

2/12/04 00:02

Er ég vitleysingur?

Viltu gjöra svo vel og hafa þig hægan, félagi Smábaggi!

2/12/04 00:02

Smábaggi

Ég tek orð mín til baka ef flokksbræður óska þess.

2/12/04 00:02

Er ég vitleysingur?

Jájá, þú skýlir þér bakvið flokkinn!

2/12/04 00:02

Limbri

Jah, reyndar er góð regla að taka ekki mark á vitleysingum... svo... hmmm...

Já ég held það, ekki taka mark á vitleysingum.

-

2/12/04 01:00

Fíflagangur

Sko. Maður verður ekki vitleysingur af fíflagangi einum saman.

2/12/04 01:01

Vímus

Þú ert allavega með stafsetnunguna á hreinu. Ég sá aðeins eina villu, sem ég flokka undir prentvillu. Nafnið er fínt en ég er viss um að það verður fljótlega stytt í niður í Vitleysingur svo ég held að þú ættir að sætta þig við að vera vitleysingur. Velkominn Vitleysingur, þótt óvitlaus sé!

2/12/04 01:02

Klobbi

Maður verður vitleysingur af vitleysisgangi, það er beisik.

2/12/04 02:01

Gvendur Skrítni

Þú heitir þó ekki Guðmundur er það? [Ljómar upp]

8/12/08 00:00

Grýta

Ég held þú segir það bara sjálfur með þínu eigin mati á sjálfum þér hvað þú ert og heitir.

8/12/08 00:00

Billi bilaði

En sú vitleysa að endast ekki nema í 2 vikur.

Er ég vitleysingur?:
  • Fæðing hér: 24/1/05 18:44
  • Síðast á ferli: 8/2/05 22:23
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ég hef reynt margt um ævina, meðal annars prófaði ég einu sinni eitthvað sem heitir skóli....
Svo reyndi ég líka á tímabili að vera búddhamunkur.
Þá gerðist ég geimfari.
Næst skrifaði ég skáldsögur sem enginn keypti og eftir það sneri ég mér að leiklist.
Núna er ég að reyna að losa mig við "glamúrímyndina" svokallaða og helga mig vitleysisgangi.
Fræðasvið:
Ég reyni að forðast öll svið eftir að ég hætti í leiklistinni.
Æviágrip:
Það er nú flest talið upp hér að ofan.