— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/07
Árshátíðarsleikir

Nú virðast flestir (loksins) hafa skriðið upp úr eftirárshátíðarþynnkunni - svo ætli það sé ekki sniðugt að ég pári niður mínar eigin athugasemdir re: áðurnefnt skrall.

Að meðaltali fáið þið fimm stjörnur fyrir sleikina. Þið megið svo deila ykkar á milli um hver fær minna eða meira*

Að öllum öðrum (hverjir sem það nú voru) ólöstuðum verð ég að segja að Fergesji er einna eftirminnilegastur. Ef minnið bregst mér ekki fór ég líka í sleik við Herbjörn - og hugsanlega fleiri. Mín ágizkun er 4-5. Ef einhver hefur aðra tölu er velkomið að leiðrétta mig.

Annað: hljónstin var góð (það sem ég heyrði í henni), trúnó voru fá (en verða að öllum líkindum fleiri á næsta hittingi) og ég held að ég hafi ekki gert neina stóra skandala. Ef einhver hefur aðrar upplýsingar er velkomið að leiðrétta mig.
Sérstaklega vil ég þakka Albin, Ísdrottningunni og Önnu Pönnu fyrir alveg hreint ágæta upphitun.

*Stjörnugjöf mín nær frá einni upp í átta.

   (1 af 43)  
1/11/07 22:01

Anna Panna

Takk sömuleiðis!! Sko fyrir upphitunina, við fórum víst ekki í sleik!

1/11/07 22:01

Furðuvera

Já, ég er sammála, sleikurinn milli ykkar Fergesji var líklega einn eftirminnilegasti atburður árshátíðarinnar!

1/11/07 22:01

Næturdrottningin

Við turtildúfurnar eigum samt örugglega vinninginn fyrir okkar sleiki þarna á staðnum. MMMM.. (gefur frá sér vellíðunarstuðu við tilhugsunina)

1/11/07 22:01

Herbjörn Hafralóns

Miðað við hvað ég fékk marga sleiki, hlýt ég að hafa verið bestur.

1/11/07 22:01

Herbjörn Hafralóns

Konur mig segja kyssa vel,
ég kveiki hjá þeim þrá.
Oft mér verður ei um sel,
er allar mig vilja fá.

1/11/07 22:01

Garbo

Þið eruð rosaleg! [Reynir að lagfæra rammskakkan geislabauginn]

1/11/07 22:02

Regína

Ég veit ekki hvar ég var allan tímann, ég sá ekki neitt af þessu!

1/11/07 22:02

Jarmi

Varst þú ekki bara í sleik við einhvern?

1/11/07 22:02

Regína

Ekki svo ég muni.

1/11/07 22:02

Þarfagreinir

Tina - ég held að s-ið á lyklaborðinu þínu sé eitthvað fast inni.

1/11/07 22:02

Herbjörn Hafralóns

Nú nú, er bara verið að tala um leikina, sem við fórum í? [Roðnar eins og karfi]

1/11/07 22:02

Þarfagreinir

Já, ég man bara eftir leikjum, en ekki sleikjum. [Starið þegjandi út í loftið]

1/11/07 22:02

Billi bilaði

<Sleikir rjúpu>

1/11/07 22:02

Ívar Sívertsen

Ég legg til að Tina verði með sleikbás næst!

1/11/07 22:02

Finngálkn

Getur þetta talist eðlilegt!

1/11/07 23:00

Dula

Þetta hvað, talist eðlilegt miðað við hvað ?

1/11/07 23:00

Vladimir Fuckov

Við lesturinn hjer fáum vjer á tilfinninguna að hegðun vor á árshátíðinni hafi verið frekar ódæmigerð [Fer ofar í þráðinn og stelur geislabaugnum frá Garbo]. Þó sáum vjer eigi nema (líklega) 3-4 sinnum að einhverjir gesta væru í sleik en þess ber að geta að athygli vor var talsvert skert sökum neyslu ýmissa drykkja.

1/11/07 23:00

Þarfagreinir

Fór tvívetniseinildið svona illa í þig, Vlad?

1/11/07 23:01

Dula

[tryllist af hlátri]

1/11/07 23:01

Golíat

<Sleikir hamstur>

1/11/07 23:01

albin

Áréttun... félagsrit um árshátíðarsleiki, og mér þakkað fyrir upphitun. Hér er vísað í smá hitting fyrir árshátíð. En ekki upphitun í sleik.

1/11/07 23:01

Hexia de Trix

Mér þykir ákaflega leitt að hafa misst af innskots-atriðum Tinu, sem fólust víst í að fara í sleik við mann og annan. Við megum víst þakka fyrir að ég var (að öllum líkindum) ekki viðfangsefni Tinu í téðum atriðum, enda ekki líklegt að Íbbi hefði viljað keyra alla heim ef slíkt hefði gerst...

1/11/07 23:01

Jarmi

Hvað hefði Íbbi viljað gera í staðinn?

1/11/07 23:02

Hexia de Trix

Nú, drekka blút! Hvernig spyrðu eiginlega?

2/11/07 00:02

Fergesji

Náðum vér þá að eyðileggja kveldið fyrir yður? [Glottir eins og fíflið, sem súg er.]

2/11/07 00:02

Garbo

Vladimir, þú mátt eiga þennan fjárans geislabaug. En vonandi getur þú losað þig við hann fljótlega, í síðasta lagi á næstu árshátið.

2/11/07 01:00

Tina St.Sebastian

Eyðileggja fyrir Hexiu eða mér? [Hrökklast afturábak og hrasar við]

2/11/07 01:01

Fergesji

Báðum. [Glottir eins og fífl.] Eður annarri, eftir því hvernig þér viljið skilja það.

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006