— GESTAPÓ —
Skarlotta
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/04
Alveg ný

Fallið verður ekki hátt
því ég engan þekki hér
ef ég reyni að taka þátt
í skrifum hér með þér.

Mér skilst það sé svo gaman hér
og mikið kveðist á.
Hver lútur það nú sér.
Ég vil vera með ef ég má ???

   (4 af 4)  
1/12/04 04:01

feministi

Velkomin vertu

1/12/04 04:01

Hildisþorsti

Já, já. Komdu vel.

1/12/04 04:01

Skabbi skrumari

Velkomin Scarlett...

1/12/04 04:01

Nafni

ekki feimin...

1/12/04 04:01

Skarlotta

Takk fyrir kveðjurnar.
Hér er sko vel tekið á móti manni.
Næst þegar ég bulla svona vísu/ljóð skal ég svo reyna að hafa höfuðstafi og annað slíkt rétt, eftir að hafa fengið góð ráð frá ónefndum aðila.

Takk fyrir ónefndi aðili (brosir)

1/12/04 04:01

Hakuchi

Sæl og blessuð Scarlett. Velkomin á Gestapó, láttu fara vel um þig.

1/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Velkomin Scarlett vona að þú njótir þín vel hérna á Baggalút með okkur. Gleðilegt nýtt baggalúts-ár

1/12/04 04:01

Nornin

Velkomin Scarlett.
Við förum bara betur í stuðla og höfðustafi síðar!
Skabbi er örugglega til í að leiðbeina þér líka... hann er snillingur!
*knúsar Scarlett*

1/12/04 04:01

Skarlotta

Já þú segir ekki hann Skabbi er það virkilega.
Ég verð þá bara að setja mig í samband við hann Skabba. Skabbi minn takk fyrir leiðbeiningarnar ónefndi vinur.

Og nornin mín ég knúsa þig til baka.

1/12/04 04:01

Skarlotta

Auðvitað átti Nornin að vera með stóru N.
Bara að koma í veg fyrir árás.

1/12/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Velkomin, Scarlett. Hvar er að frétta af Rhett?
Þú athugar þetta svo með ljóðstafi og hrynjandi. Ég bendi á Bragur og ljóðstíll eftir Óskar Halldórsson er gömul og góð bók fyrir þá sem vilja feta sig áfram í kveðskaparlistinni.

1/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Verði þér að góðu Scarlett mín...

Skarlotta:
  • Fæðing hér: 3/1/05 15:23
  • Síðast á ferli: 31/3/06 14:27
  • Innlegg: 0
Eðli:
Er mikið fyrir áfengi og aðra skylda drykki og borða óhóflega mikið.
Æviágrip:
Er alin upp á Hverfanda í landi Hvela af einstæðum föður. Á sjö börn með sjö mönnum en hef misst forræði yfir þeim öllum. Er núna að reka kúabú og hestaleigu.