— GESTAPÓ —
litlanorn
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/04
tilkynning frá umboðsmanni stjarnanna

sökum frámuna blankheita hef ég ákveðið að selja umboð neptúnusar og plútó. ég get ekki séð að þeir séu líklegir til vinsælda úr þessu.
það virðist vera að rætast úr málum júpíters og satúrnusar, en venus hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut síðustu árin.
ég vonast til að mars verði söluvænlegri innan tveggja ára, og ekki er útséð um merkúr.
hvað jörðina varðar sýnist mér að vinsældir hennar fari nokkuð dvínandi. síðustu hamfarir hennar vöktu litla lukku, og það þarf eitthvað nýtt að koma til ef ekki á að verða fólksflótti til tunglsins.
ég velti fyrir mér möguleikum þess að koma á sambandi við umboðsmenn í öðrum stjörnuþokum og hafa einhverskonar plánetuskiptiprógramm. það gæti orðið áhugavert og öllum ku jú hollt að prófa eitthvað nýtt.

   (6 af 11)  
1/12/04 18:01

Ívar Sívertsen

pass...

1/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Einkar athylivert framtak litla norn er kominn verðmiði á þessa pakka.

1/12/04 18:01

litlanorn

tjah, ég var svona að velta fyrir mér að fara í einhverskonar makaskipti með neptúnus. áttu eitthvað áhugavert handa mér í staðin?

1/12/04 18:01

Jóakim Aðalönd

Ég get boðið 4 tungl Satúrnusar: Títaníu, Míröndu, Umbriel og Ariel.

1/12/04 18:01

Nornin

Ég vill Venus... býð þér í staðinn heimshöfin 4, Antartíku og smá blett sem ég á, á einu af tunglum Júpiters, Lysitheu. Kannski getur þú fengið fylgihnöttinn S/2003 J5 með í kaupbæti... sé ekki að ég þurfi hann.

1/12/04 19:00

Bon Jonham

Ef Úranus er laus skal ég taka hann en verð að borga með hlutabréfum í hótelinu sem ég hef í hyggju að byggja þar

1/12/04 19:00

litlanorn

Norn: ég hafði nú ekki hugsa mér að selja venus, en ég þigg heimshöfin og antarkíku. mér leiðast venjulegir fylgihnettir svo þú mátt eiga hann. tungl aftur á móti eru annar bisness.
jóakim: ég skal skipta við þig á plútó.
Bon jonham: ég held ekki. það er nú þegar verið að reisa þar lúxushótel og vetnissundlaugargarð sem skilar mér tekjum eftir nokkra mánuði vona ég

1/12/04 19:00

litlanorn

norn: ég átti einmitt bara 3. nú get ég siglt um heimshöfin 7, húrra!

1/12/04 19:00

Nornin

Húrra!!
Nú á ég Venus.

1/12/04 19:00

litlanorn

og verði þér að því. endalaus þokuvellingur alltaf hreint.

litlanorn:
  • Fæðing hér: 22/12/04 15:49
  • Síðast á ferli: 16/10/12 23:59
  • Innlegg: 67
Eðli:
skæð áhríninorn. hennar þekktustu verk eru sennilega dýrið og þumallína. gat sér gott orð fyrir að breyta prinsum í froska. er af nykurættum
Fræðasvið:
rannskóknir á mannlegu eðli, bókmenntir og listir. kukl og hindurvitni
Æviágrip:
fædd undir heillastjörnu við nykurvatn á ströndum. var brennd í trékyllisvík en reis aftur úr öskunni með aðstoð veðurhundsins sáms.