— GESTAPÓ —
litlanorn
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/04
þegar maður þorir ekki að heilsa

í dag komst ég að dálitlu um sjálfa mig sem kom mér á óvart. það er rétt að taka fram að dags daglega er ég alls ekki feimin manneskja. raunar fremur athyglissjúk og get látið mikið fyrir mér fara. eftirfarandi atvik kom mér því dálítið á óvart.

þannig er að ég er fastagestur á kaffihúsi í miðborginni. svosem ekki í frásögur færandi. á sama kaffihúsi er önnur manneskja fastagestur, og við vitjum iðullega sitt hvorum megin í salnum, oft einu gestir staðarins. nú er ég farin að þekkja manneskjuna í sjón, og reyni að brosa svona "ég kannast við þig" brosi þegar ég sé hana. ég kann samt einhvernvegin ekki við að segja hæ, þar sem mér finnst ég ekki þekkja viðkomandi nógu vel. það eitt og sér er auðvitað dálítið athyglivert þar sem að ég heilsa fólki sem er fastagestir á sömu stöðum og ég erlendis. en einhvernveginn eru allir svo bældir á íslandi að maður kann ekki við að gera hluti sem eru sjálfsagðir annars staðar.
það sem er merkilegt við þetta atvik í dag var að ég sat á kaffihúsinu sem endranær og sé viðkomandi koma inn. allt í einu rámaði mig í að ákveðin gestur hér hafði minnst á að þaulsitja þetta kaffihús. ég velti þessu fyrir mér í smástund, og ákvað svo að þetta hlyti að vera XXXXXX. þegar ég var að ganga út laumaðist ég til að líta á fartölvuskjáinn og sá að viðkomandi var loggaður inn á gestapó. haha! þá veit ég það. skemmtilegt, hugsaði ég.
samt þorði ég ekki að heilsa.
þegar ég fór að hugsa þetta mál komst ég að því að ég þorði ekki að heilsa því að ég þekki ekki mörkin sem fólk setur sér á milli net- og raunheima. þó að ég tali við einhvern á netinu er ekki þar með sagt að ég þekki viðkomandi í alvörunni. og raunar alls ekki víst að viðkomandi kæri sig um önnur samskipti en þau sem fram fara á netinu. sumir búa sér til ákveðnar persónur þar sem ekki eiga sér stoð utan netheima, og er beinlínis illa við að einhver þekki þá annarsstaðar.
mér þætti mjög gaman að fá álit ykkar á þessu.

   (8 af 11)  
1/12/04 12:01

Eyminginn

Ha er í lagi að kíkja yfir öxlina á fólki sem er að skrifa á fartölvu á kaffihúsi?
Gott að maður á ekki þannig dót.
Flókið mál annars.

1/12/04 12:01

litlanorn

viðkomandi sat við glugga, ég stalst til að horfa inn um hann á leiðinni framhjá. annað sem ég geri ekki venjulega, og líka skrítið.

1/12/04 12:01

Heiðglyrnir

Það sem gerir málið að sjálfsögðu afar flókið er að mennirnir eru margir og jafn misjafnir og þeir eru margir, það verður í rauninni hver að svara fyrir sig, þar sem ekkert eitt svar getur verið við þessari spurningu, svo er það hin hliðin, t.d. Riddarinn hefur ekki hugsað þetta mál til enda og er ekki einu sinni tilbúinn að svara þessu fyrir sig.
En stingur þó upp á þeirri lausn að senda einkapóst til viðkomandi heilsa upp á hann og ath. hverning hann tekur þessu.

1/12/04 12:01

Limbri

Þetta félagsrit hefði átt að heita "Þegar maður þorir ekki að nota stóran staf í upphafi setningar".

-

1/12/04 12:02

SlipknotFan13

Æ Limbri minn, hún er augljóslega í uppnámi og þá fara allar innstillingar mannsins upp og ofan. Þar að auki kvenmaður. Við vitum öll hvernig kvenfólk virkar [hnippir stórkarlalega í Limbra]!

Annars er ég á því að þetta félagsrit ætti eiginlega að vera stofnskjal fyrir nýjan part á Vísindum & Fræðum, þá undir mannvísindi. Hvar endar Baggalútur og byrja Kjötheimar? Hvað er viðeigandi etíkett fyrir hverjar aðstæður?
Ég persónulega segi að sé einstaklingurinn virkur Bagglýtingur sé hann greinilega nægt séntilmenni til að maður myndi heilsa honum af fyrra bragði. Er ekki líka kominn tími til að kyngja öllum kreddunum og gerast soldið meiri suður-evrópubúi?

1/12/04 12:02

Skabbi skrumari

XXXXXX = Skabbi... nú varst það þú...

1/12/04 12:02

Nornin

Elsku litla mín... nú vitum við báðar um hvern ræðir.. Endilega segðu "hæ" næst þegar við sitjum þarna báðar!!!
Ég er náttúrulega svo ótrúlega sjálfhverf að ég sé bara ekki nokkurn mann þegar ég er í tölvunni!!

Og til ykkar hinna... þið megið líka alveg heilsa ef þið villist inn á þennan stað!!

1/12/04 12:02

Stelpið

litlanorn: ég lenti í þessu nákvæmlega sama um daginn og er einmitt frekar feimin mannsveskja en ég herti mig upp og fór og heilsaði! Það var nú mest lítið mál og ég er bara mjög fegin að ég gerði það...

1/12/04 13:00

Nornin

Og ég líka!! Það var gaman að sjá þig Stelp!!

1/12/04 13:00

plebbin

skondið, hef einnig séð virtan notenda vera stússast inná gestapó í skólanum mínum *hóst* ég meina ég er ekki í skóla þar sem ég er plebbi og plebbin er hvorugkyns.

"En haha ég sá þig"

p.s. þú veist að ég er að tala um þig

1/12/04 13:00

SlipknotFan13

Þetta er farið að minna einum of á rómantíska gamanmynd með Meg Rýan.

1/12/04 13:00

Hermir

Ég sé ykkur öll.

1/12/04 13:01

litlanorn

Annars er ég á því að þetta félagsrit ætti eiginlega að vera stofnskjal fyrir nýjan part á Vísindum & Fræðum, þá undir mannvísindi. Hvar endar Baggalútur og byrja Kjötheimar? Hvað er viðeigandi etíkett fyrir hverjar aðstæður?
Ég persónulega segi að sé einstaklingurinn virkur Bagglýtingur sé hann greinilega nægt séntilmenni til að maður myndi heilsa honum af fyrra bragði. Er ekki líka kominn tími til að kyngja öllum kreddunum og gerast soldið meiri suður-evrópubúi?
slipknotfan13:
a) auðvitað á að vera flokkur um mannvísindi, í raun stórskrítið að svo skuli ekki vera. mér finnast svona pælingar mjög skemmtilegar, og gaman að velta fyrir sér eiginleikum fólks í kjöt -og tölvuheimum.
b) það litist mér vel á. mér leiðast bældir íslendingar.

litlanorn:
  • Fæðing hér: 22/12/04 15:49
  • Síðast á ferli: 16/10/12 23:59
  • Innlegg: 67
Eðli:
skæð áhríninorn. hennar þekktustu verk eru sennilega dýrið og þumallína. gat sér gott orð fyrir að breyta prinsum í froska. er af nykurættum
Fræðasvið:
rannskóknir á mannlegu eðli, bókmenntir og listir. kukl og hindurvitni
Æviágrip:
fædd undir heillastjörnu við nykurvatn á ströndum. var brennd í trékyllisvík en reis aftur úr öskunni með aðstoð veðurhundsins sáms.