— GESTAPÓ —
Afturhaldskommatittur
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/07
Loksins, loksins

Já, loksins, loksins!

Loksins hrynur hið kapítalíska kerfi útrásargiljagauranna til grunna! Það hlaut svosem að koma að því að þeir tortímdu sjálfum sér - træðu sig svo belgfulla í græðgi sinni að þeir spryngju.

Að vísu eru þeir allir meira og minna komnir í útlegð, guttarnir - það er að segja þeir klókustu þeirra, sem höfðu vit á því að flýja sökkvandi sker í tæka tíð.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú loksins gefst færi á að byggja hér upp almennilegt þjóðfélag!

Þjóðfélag sem byggist á mannauði (alvöru mannauði - ekki þeim mannauði sem er skilgreindur á blaði á kontórum "mannauðsstjóranna" svonefndu, sem eru ekkert annað en agentar auðvaldsins, sem lítur á vinnandi fólk sem lítið annað en tölur), samhjálp, og samheldni.

Hvað með það þó við eigum í framtíðinni örðugra með að flytja inn amerískt drasl í hrönnum! Við þurftum aldrei á því að halda! Aldrei nokkurn tímann!

Bræður og systur, þetta eru dýrðardagar. Sameinumst nú um okkar gömlu þjóðlegu hefðir og mannúðargildi. Eyjan okkar er lítil, en með eindæmum fögur. Fegurðin felst ekki síst í smæðinni - smæðinni sem við höfum misst sjónar á með því að þykjast vera stórir kallar í hraksjó alþjóðafjármálanna, sem nú ólgar sem aldrei fyrr. Þangað höfum við ekkert erindi, og höfðum aldrei!

Lærum nú af sögunni og breytum!

долгосрочной службы революция !

   (1 af 9)  
31/10/07 07:01

Wayne Gretzky

[ Byrjar að spila Nallann]

31/10/07 07:01

Lopi

Nú segi ég svipað og margir framsóknarmenn sögðu eftir að komúnisminn féll, en þeir sögðu 'Ég hef nú alltaf talið mig hægrisinnaðan framsóknarmann.' Ég sagði það hins vegar aldrei en segi það núna sem ég hugsaði þá. 'Ég hef alltaf verið vinstrisinnaður framsóknarmaður.'

Skál! Afturhaldskommatittur.

31/10/07 07:01

krossgata

Skál og það í Vodka.

31/10/07 07:01

Goggurinn

Nostrovia! (hvurnig sem það skal ritast á voru nýja herramáli)

Megum við þá taka upp sovéska þjóðsönginn? Alltsvo lagið, textinn verður kannske íslenskaður af helstu vísnaskáldum Gestapó.

31/10/07 07:02

Vladimir Fuckov

Það væri góð hugmynd að taka upp sovjeska/rússneska þjóðsönginn. Í þræði nokkrum bentum vjer eitt sinn á þá grunsamlegu staðreynd að textinn Lóan er komin passar við lagið þannig að ekki þarf einu sinni að semja texta [Ljómar upp].

Þennan þráð má sjá hjer:
http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=9151

31/10/07 07:02

Goggurinn

Nei hvur andskotinn, þetta er rétt! Þessi þráður fór alfarið framhjá mér á sínum tíma!

31/10/07 08:00

Jóakim Aðalönd

Ef við ættum að læra af sögunni, myndum við aldrei taka upp kommúnisma aftur. Við vitum öll hvernig fór fyrir honum...

31/10/07 08:00

Kiddi Finni

(byrjar ad pakka saman) Og nú kem ég aftur til íslands!

31/10/07 08:01

Offari

Og Rússarnir koma og bjarga okkur...

4/12/09 15:00

Hverfill

Privét tovarishi

4/12/09 15:00

Hverfill

Kag da ja tsitaju vasa stidhki, ja smiju

Afturhaldskommatittur:
  • Fæðing hér: 20/12/04 15:33
  • Síðast á ferli: 21/12/08 03:17
  • Innlegg: 155
Eðli:
Alveg hreint gríðarlegur afturhaldskommatittur sem er í afturhaldskommatittsflokki. Hér er ég, herra utanríkisráðherra! Ég styð ekki þitt blóðuga stríð! Ég þvæ hendur mínar af því. Svei þér og þínum skósveinum! Lifi byltingin!
Fræðasvið:
Marxismi, stéttagreining, áróðursspeki, friðarrannsóknir, byltingafræði, endurskoðunarsagnfræði.
Æviágrip:
Ég hef verið tittur alla ævi. Til að byrja með var ég einungis lítill krakkatittur, en svo óx ég úr grasi. Þó hélt ég áfram að vera tittur. Afturhaldseðli mitt bauð ekki upp á annað - ég var kommi og er enn. Því get ég ekki breytt. Því stend ég nú í dag, forkastanlegur Afturhaldskommatittur. Og ég er stoltur af því.