— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Tony Halme
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 6/12/04
Skotgolf

Mig langar til að kynna stuttlega fyrir Bagglýtingum nýtt íþróttahugtak: Skotgolf.

Íþrótt þessa mun fyrst hafa sett fram og þróað einn frægasti rithöfundur og sérvitringur Bandaríkanna (nafn hans skal ósagt meðan "Spesaleikur Órækju: Hver er maðurinn" er enn í gangi). Þess skal þó getið að nýlegt og skyndilegt andlát hans hefur ekkert með þessa íþrótt að gera!

Mönnum ber ekki saman um hvernig reglur leiksins eru nákvæmlega, en við sögu kemur golfkúla, golfkylfa, riffill, skot og átján holu golfvöllur. Einnig er hugsanlegt að brenndir drykkir, s.s. Wild Turkey, Chivas Regal eða jafvel ákavíti, séu nauðsynlegir til að njóta þessarar íþróttar til fullnustu.

Sportið fer þannig fram að einstaklingur úr liði A, sveiflar golfkylfu og reynir að hitta kúlu inná flötina meðan einstaklingur úr lið B stendur nálægt og reynir að plaffa niður golfkúlu andstæðingsins. Svo lengi sem einstaklingi í liði B tekst að hindra að kúla A lendi ólöskuð á flötinni hækkar höggfjöldi hans. Svo skiptast menn á skotum þangað til holur vallarins hafa verið kláraðar

Það er hugmynd undirritaðs að áhugasamari menn um golf og skotfimi geti varpað fram hugmyndum um hvernig útfæra mætti nánar reglur leiksins. Hér er tilvalin leið til að hressa uppá þá daufu íþrótt sem golfið er.

   (1 af 1)  
6/12/04 09:00

Börkur Skemilsson

Ég er nú harður kylfingur í húð og hár og ég segi að golf er ei dauft. Það er hinsvegar mjög skemmtilegt.
Annars hef ég prufað skotgolf í Úsbekistan. Var einnig gaman af því. Rétt áður en ég hóf leik var danskur ferðalangur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið skot í augað ( úr riffli semsagt ).

6/12/04 09:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Hunter S Thomson

6/12/04 09:01

Hakuchi

Ég sting hér með upp á nýju afbrigði þessa leiks. Einlægur golfari spilar sitt golf og andstæðingur hans er vopnaður og á að reyna að hitta golfarann sjálfan en ekki kúluna. Það er miklu skemmtilegra.

6/12/04 09:01

Barbapabbi

Væri ekki óvitlaust í minna lagi að planta nokkrum jarðsprengjum í flötina mótherjanum til handa... ég meina fóta?

6/12/04 09:02

Tony Halme

Mér líst vel á að reyna að skjóta niður sem flesta golfara. Ef maður hittir hann t.d. annað augað myndi maður fá holu í höggi o.s.frv...

3/12/07 10:00

Billi bilaði

Má ekki nota haglara? <Starir þegjandi út í loftið>

3/12/07 17:00

Regína

Svo Billi ætlar ekki að slá kúluna með kylfunni.

Tony Halme:
  • Fæðing hér: 14/12/04 19:07
  • Síðast á ferli: 7/11/11 16:27
  • Innlegg: 39
Eðli:
Mostly harmless og fæstum til ama.
Fræðasvið:
Finnsk drykkjulög, heimsfriður og stafsetning.
Æviágrip:
Fæddur á Fróni, en með sterk tengsl við Finnland og sér í lagi Helsinki. Er nú búsettur tveimur tímabeltum frá fæðingarstaðnum og uni mér vel.

Skrifstofa undirritaðs er í Sværtegade 5 (The Moose), Kaupinhafn, en þar má finna hann öll þriðjudags., fimmtudags, og laugardagskvöld. Til að ná í undirritaðan þar má hringja í 00 45 3391 4291.

Skrifstofan er þó lokuð nú um sinn vegna sumarfría.