— GESTAPÓ —
Trommudruslan
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/12/04
Oldboy

Jamm, svona revenge-story-mynd. Á útlensku.

Skellti mér í Laugarásvídeó um daginn til að næla mér í afþreyingu. Valdi mér 3 ræmur. Shaun of the Dead, Ghosts of the Abyss og svo Oldboy. Shaun var fín, ekta breskur húmor og vel gerð. Ghosts of the Abyss er heimildramynd James Cameroon um Titanic. Honum þótti greinilega ekki nóg að gera mynd um þetta. Gaman að henni, en vantaði þó eitthvað.. flottar myndir og gaman að sjá Bill ("Game over man, game over") Paxton veltast um í kafbáti og grípa ælupoka. En nóg um það.
Oldboy er mynd að ég held frá Kóreu eftir sama kallinn og gerði Sympathy for Mr. Revenge eða hvað hún nú heitir.
Myndin fjallar um mann sem af ástæðum sem hann veit ekki er settur í eitthvað einkafangelsi í 15 ár. Svo er honum sleppt með farsíma og í nýjum fötum. Og þá hefst stuðið.
Mæli með þessari mynd en þó ekki fyrir viðkvæma enda eru nokkur atriði þarna frekar blóðug. Ef þú ert í stuði fyrir almenninlegt "headfuck" þá mæli ég með þessari. Afskaplega vel leikin, vel skotin og flott mynd.

   (2 af 3)  
1/12/04 04:01

Kuggz

"Sympathy for Mr. Vengence", öðru nafni "Boksuneun naui geot"myndi hún kallast.

1/12/04 04:01

Skarlotta

Takk fyrir ábendinguna maður kannski skoðar þetta næst þegar maður villist inn á myndbandaleigu.

1/12/04 04:01

Sverfill Bergmann

Iss, The One-armed Boxer er sko mynd myndanna...

1/12/04 04:01

Sverfill Bergmann

Og auðvitað Gappa: The Triphibian Monster.

1/12/04 04:01

Kuggz

Þá má ekki gleyma "Shaolin soccer" sem telst til helstu afreka síðustu ára í kvikmyndaheiminum.

1/12/04 04:02

Hakuchi

Oldboy er frábær. Einhver besta mynd sem ég sá á liðnu ári.

One Armed Boxer, sú gamla, með slagsmálahundinum Jimmy Wang Yu stendur fyrir sínu, þó Chinese Boxer sé betri og líklega hans besta mynd (að ég tali nú ekki um Fantasy Mission force sem er besta vonda mynd allra tíma).

1/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Var ég ekki að heyra Oldboy auglýsta væntanlega í bíó, eða var það einhver önnur mynd?

1/12/04 05:00

Hakuchi

Mikið innilega vona ég að þú hafir heyrt hana auglýsta. Ó hvað ég vona það innilega.

1/12/04 05:01

Trommudruslan

Haldið þið ekki bara að ég hafi heyrt hana auglýsta í dag. Ekki viss þó hvaða kvikmyndahús það var. Semsagt von á henni á hvíta tjaldið inna tíðar. Góðar fréttir það.

4/12/04 02:01

Leynigesturinn

Laugarávídeó á það til. Hvað sem manni dettur í hug. Þeir eru alveg magnaðir Gunni og Toni.

Trommudruslan:
  • Fæðing hér: 1/12/04 02:21
  • Síðast á ferli: 26/1/07 01:39
  • Innlegg: 5
Eðli:
Hvernig er það voru engin svín í Todd?
Fræðasvið:
Tónlist, Kvikmyndir, Bækur og mökunarsiðir Svía.
Æviágrip:
Life in progress... waiting for updates.