— GESTAPÓ —
Barbapabbi
Friđargćsluliđi.
Fastagestur.
Sálmur - 9/12/10
Hetjukvćđi

Ég vil ţakka sjónvarpinu ţennan kveđskap. Ef efni ţess hefđi veriđ betra hefđi ég aldrei ort ţennan gamansálm mér til dćgradvalar.

Hetju svefninn gefur griđ
glóir dáđ um nćtur.
Draumaheiminn dvelur viđ
drattast loks á fćtur

Gengur út og grípur hjör
gáir ţá á veđur
Garpur kennir fossa fjör
flćđir lengi ređur.

Blotnar völlur bunan tćr
bćtir vöxt á túni,
síđan slíđra sverđiđ nćr
svolinn tólum búni.

Óvinina enga sér
inn mun best ađ fara
hetjan veit nú hollast er
ađ hampa afréttara.

Skyr svo hrćrir, skeiđ í mund,
skálu tćmir stóra
tómri sem í hendir hund,
hrifsar síđan bjóra.

Teygar hann og tregar fátt
telst ţađ alveg rakiđ.
Núna er í koki kátt
- kastar sér á bakiđ.

Glerjađan svo grípa má
góđan Svartadauđa.
Fljótt á botni finnur ţá
flest sem líkar kauđa.

Fyrir augum eina stund
allt er ţoku huliđ
upp svo rís og hófahund
herđir, - fram skal ţuliđ.

Lamb á túni lítur hann
ljúfengt gras er étur
Annars markiđ á ţví fann
ekki slíkt’ann metur.

Argir ţrjótar eru hans
eđla reit ađ beita
Tyftun árum andskotans
ćtti nú ađ veita.

Höggiđ rammast lambi ljćr
lýstur ţađ til dauđa.
Sá hlćr best er síđast hlćr
sekra leitar kauđa.

Skáld á jónum skeiđa fer
skeifuköttur ţýtur.
Hugsar bráđum hrafnager
hefndar góđrar nýtur.

Togar loks í tauminn hjá
torfbć fremur lúnum
ţarna ćtlar aula ţá
er annars beita á túnum.

Út ţá flykkist fjanda her
fúlir eru ađ líta.
Vopnum hlađinn halur sér
hóp er vill ţar kíta.

Atgeir bera, bryntröll, sverđ,
boga, kuta, vigra.
Undankoma er einskis verđ
ađeins mark ađ sigra.

Firrtur brćđi fnćsir ţá
fúlu tíkarsyninir
aldri hćrri ekki ná
óvinirnir linir.

Líkt og séu sjö viđ loft
saxiđ skyn má brengla
Ţetta gerist ekki oft
allir fara í hengla.

Flýja vilja í firđ og náđ
fögur virđist hlíđin.
Föllnum er ţar féndum stráđ,
fín er sláturtíđin.

Féndur horfir fallna á
flćđir blóđ um grundu
Unun slíkt ţar er ađ sjá
á aflífunarstundu.

Herđaklofnir híma ţar
hausar dreifast víđa
Slytti njóta slökunar
slćptir dauđa bíđa.

Hróp á miskunn harmakvein
heyrast vígs viđ göngur
Eyrum hans ţar eru vein
eins og fagur söngur.

Svona fór um sjóferđ ţá
sćl má tófa naga
fórnarlömbin fúl og hrá
er fylla grćna haga.

.

Vaknar hetjan vćtt er sćng
velgir ćluflaumur.
Á afrekunum einn sér hćng,
allt var ţetta draumur.

Drauma rćđur dáđasveinn
dugar ţá ađ kanna.
Efla vill nú varla seinn
varnir girđinganna.

   (1 af 49)  
9/12/10 18:02

Huxi

Ţetta er alveg stórskemmtilegt kvćđi, vel kveđiđ og međ skýra framvindu. Skál og takk... og skál.

9/12/10 18:02

hlewagastiR

Allegóría, ekki spurning.

9/12/10 19:01

Golíat

Magnađ Barbapabbi, magnađ!!!

9/12/10 19:01

Skabbi skrumari

Stórkostlega yrkir óđ
okkar Barbapabbi.
Hvergi finn ég feil né hnjóđ
flott er ţetta...
........Skabbi.

9/12/10 21:02

Útvarpsstjóri

Afbragđ, hreint afbragđ!

10/12/10 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hreintútsagt glimrandi; rafmögnuđ rímnastemmning . . .
Takk fyrir & SKÁL !

10/12/10 00:02

Barbapabbi

Ykkur ţakka ágćtt hól
ekki koddann vćti
tárum, enda er eins og jól
andann núna kćti.

Barbapabbi:
  • Fćđing hér: 13/8/03 22:31
  • Síđast á ferli: 9/2/14 00:46
  • Innlegg: 362
Eđli:
HippHippHipp
Frćđasviđ:
Barbabrögđ og Bragbrellur
Ćviágrip:
fćddist hérna forđum daga fullur var og hló af ţví ţetta’er sígild saga svo ađ lokum dó