— GESTAPÓ —
Kuggz
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/03
Hin blóðuga María.

Sumir telja nauðsynlegt að upplifa hátíð ljóss og friðar í félagsskap sinna nánustu. Fyrir fórnarlömb þjóðarhreinsana er ekki hlaupið að slíku, en við slíkar aðstæður verður nauðsyn drykkjaveiga áberandi.
Nú, mér datt í hug í riti þessa félags að fjalla örlítið um drykk hinnar blóðugu maríu. Eingöngu ætla ég að fjalla um gerð slíks drykks eftir eigin reynslu, til mikilla vonbrigða fyrir þá sem vonuðust eftir fræðilegri úttekt á sögu hans, vænti ég að lekaliðar landsins muni slá út er þeir áðurnefndu baða sig með ristavélinni.
Allaveganna, galdurinn við hina blóðugu maríu er eftirfarandi: Að sulla til einni maríu, er listform og þar með ekki hægt að gefa út nákvæma skammta fyrir hvert hráefni. Þetta krefst þolinmæði og einbeitingar. Grunnhráefnin eru eftirfarandi:

Tómatsafi (nauðsynlegt er að kaupa tómatsafa frá virtum framleiðendum)
Vodka /sódavatn fyrir börnin (Stolichnaya stendur fremst meðal jafningja)
Pipar (grófmalaður svartur pipar eða þriggjakorna piparblanda)
Piparrót (lífrænt ræktuð)
Lime safi
Triple sec (tvöfalt dass af slíku)
Tabasko sósa
Ferskt sellerí.

Að lokum, hrærið saman maríuna áður en klökum er bætt útí. Klakamylsna er bönnuð. Fátt segir gleðileg jól betur en blóðug maría og messa í útvarpinu.

Hafið þakkir.

   (2 af 4)  
2/11/03 16:00

Skabbi skrumari

Þetta eru skemmtileg skilaboð... reyni þetta... Skál

2/11/03 16:01

Þarfagreinir

Já, skál!

2/11/03 16:01

Limbri

Nýgræðingur með reynslu. Afar gott, o sei sei.

-

2/11/03 16:01

Hakuchi

Þetta er vel læsilegt. Það er gott að sjá nýliða sem kann að skrifa. Annað en hálfvitarnir félagsritunum tveimur hér að ofan.

2/11/03 16:01

Nykur

Blóðmaría klikkar ekki! Smá heilræði þó, ef þið blandið innihaldið saman í hristara. Í guðanna bænum skolið hristarann á milli glasa. Helv. piparkornin vilja límast við innveggi hristarans og þegar komið er á þetta þriðja - fjórða glas, þá getur blandan orðin full HOT og aðeins á færi allra sjóuðustu mexikóskra jalapeno étandi tekílasullara að koma henni niður.

2/11/03 16:01

SlipknotFan13

Hakuchi, um slíka menn segir maður að þeir séu ,,hálvitar." Orð sem þeir hafa tekið sér sjálfir.
Annars líst mér ekkert ílla á þessa maríublöndu, þrátt fyrir viðbjóð sem ég fékk á drykknum fyrr um árið. Kannski maður rifji upp gömul kynni fyrir áramótin, til þess eru þau nú...

2/11/03 16:01

Hakuchi

Glæsileg mynd af glæsimenni.

2/11/03 16:02

Heiðglyrnir

Voru félagsrit hér fyrir ofan, sem maður missti af.

2/11/03 17:00

Limbri

Já nú þorir enginn að leggja inn félagsrit. Þeir fá sjálfvirkan stimpil á sig við það.

-

Kuggz:
  • Fæðing hér: 26/11/04 04:44
  • Síðast á ferli: 24/5/06 04:24
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Proclaimers.
Æviágrip:
Fæddist dauður, með það markmið að lifa lífinu lifandi.