— GESTAPÓ —
Kuggz
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/03
Sanskrít verkefnisstjóra

Eftir að hafa lokið mínum vikulega hreingerningaferli á sjálfinu samkvæmt stöðlum þeim er meitlaðir eru í ISO, datt mér í hug að rita hér á nýjan leik. Nýr leikur þá í orsakasamhengi við minn 46 orða inslátt á mínútu. Hætt er við því að farið verði að slá í þessa færslu þegar líður undir lok. Þó ætti það ekki að vera neinum nýlunda að innbyrgða slíkt. Nú að þeim formála lokið, er sjálfsagt að koma að efni dagsins. En það var sú hugljómun er sveif á mig undir bolla af gamladana, nú ekki fyrir svo löngu. Ég hef altént tekið saman lista yfir hluti sem gera mig dapran í vinnunni og þegar lagt in beiðni um viðtalstíma hjá verkefnisstjóra og þeim er málið varða. Mér datt í hug að skjóta hluta af þessum lista hingað inn þeim sem að máske vinna við svipaðar aðstæður og ég:

**
Hlutir sem gera mig daprann í vinnunni (afkastagreining s.kv. úttekt síðustu 7 daga):
a) Misræmi milli kveðju þeirrar er kastað er á mig, þegar ég mæti að morgni vinnudags og þegar heim á leið er haldið.

Eftir að hafa tekið saman þær kveðjur yfir vikutímabil, má greina misræmi sem ekki verður horft framhjá.
Lausn: Kveðjur verði staðlaðar ásamt málrómi og atferli, s.s. en ekki takmarkað við augnsamband, líkamstjáningu og flr. Starfsmenn verði sendir á námskeið til að tryggja það að þessu ferli sé framfylgt.

b) Misnýting á sameiginlegu hilluplássi sem og á opnum svæðum innan fyrirtækisins.

Það er augljóst, eftir að hafa tekið saman nýtni á sameiginlegu hilluplássi sem og öðrum opnum svæðum að einstakir aðilar virðast gera tilkall til nýtingu á því í eigin þágu (s.b.r. uppsetning á óvinnutengdum hlutum, s.s. myndum af fjölskyldum, blómum og flr.). Þetta mál er töluvert alvarlegt, þar sem fyrirtækisliturinn sem nú prýðir veggina var valinn í sameiginlegri könnun meðal starfsmanna fyrirtækisins á sínum tíma.

Lausn: Allt myndefni ótengt vinnunni en ekki takmarkað við eftirfarandi hluti verður að bera undir útlitsnefnd sem í væru starfsmenn allra deilda: fjölskyldumyndir, óvinnutengt ritmál í hvaða formi sem er, allar litmyndir o.sv.fr.

c) Greiðvikni milli starfsmanna (hætta á hópamyndun og í kjölfarið einelti á vinnustað og jafnvel hópáflogum) og hringamyndun.

Að mínu mati hefur töluvert borið á slíkri þróun undanfarið, nú er þannig komið að einstakir starfsmenn tala um slíkt opinberlega s.s. í samskiptum við undirritaðann. Helsta sönnun þess eru nokkur skráð atvik (sjá fylgiskjöl) þar sem ég spurði einstaka aðila um atriði sem ekki voru innan þeirra skráða verksviðs. Mér til mikillar undrunar stóð ekki á svörum frá þeim og jafnvel gekk það langt að þeir þekktu til einstakra starfsmanna inná öðrum deildum sem sáu um slík mál. Greinilegt er af þessu, að upplýsingaleki og í kjölfarið samskipti milli deilda eru orðin slík, að hætta er á hringamyndum milli deilda.

Lausn: Takmarka upplýsingaflæði milli deilda með ótengt verksvið eftir fremsta megna (s.s. taka allt símasamband út, nema yfir eina línu sem opinn er innan fyrirtækisins og hægt er að skrá niður öll samtöl). Þó hefur það sýnt sig, að ákveðnir einstaklingar hafa önnur ráð, s.s. samskipti í gegnum aðra miðla (tölvur, litla pappírsmiða sem skildir eru eftir í svokölluðum "Hugmyndakassa" (þetta virðist vera algeng leið) og flr.). Nauðsynlegt er að berjast gegn þessari þróun og mæli ég með því að starfsmönnum verði kynntar afleiðingar slíkra samskipta á vinnustað s.s. með opnum fundi þar sem fórnarlömb eineltis og hringamyndunar myndu segja sína sögu.

**

Það sem byrjaði sem listi, endaði sem skýrla á stöðluðu pappírsefni og hætt er við að farið sé að slá í þessa færslu. Læt ég þessu þar með lokið.

Hafið þakkir.

   (3 af 4)  
2/11/03 04:01

Finngálkn

Yndilegt félagsrit muffin!

2/11/03 04:02

Þarfagreinir

Þetta eru þarfar ráðleggingar. Ég býð hér méð fram þarfagreiningaþjónustu mína í því skyni að koma þeim í gagnið.

2/11/03 04:02

Kuggz

Það er gott að vita að vér erum á sama máli Þarfagreinir. Það verður nefninlega deginum ljósara, að með nútímavæðingu er afdráttarlaus skilgreining á verkferlum fyrir sérhverja stund innan vinnustaðar mun auka bæði afköst og hamingju í starfi.

2/11/03 04:02

Þarfagreinir

Jafnvel væri mögulegt að víkka þetta út fyrir vinnutímann, því að ánægður starfskraftur er góður starfskraftur. Svo er líka brýn nauðsyn á að greiða til dæmis hugbúnaðargerðarfólki laun allan sólarhringinn, því að fólk sem vinnur slík störf er sífellt að vinna í huganum þó að það sé ekki á vinnustaðnum.

Kuggz:
  • Fæðing hér: 26/11/04 04:44
  • Síðast á ferli: 24/5/06 04:24
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Proclaimers.
Æviágrip:
Fæddist dauður, með það markmið að lifa lífinu lifandi.