— GESTAPÓ —
Stelpið
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/03
Baunaheilræði

Langar þig til að margfalda baunafjölda þinn en hefur lítið sem ekkert markvert að segja? Þá eru þessi heilræði fyrir þig!

1. Farðu á 'Hvað ertu að drekka' þráðinn og ljúgðu því að þú sért að drekka eitthvað þó þú sért ekki að drekka neitt. Sniðugt væri að segjast vera að drekka ákavíti því þá þykir þú fyndin/nn og vinnur þér inn respect.

2. Finndu þér einhvern Bagglýting sem tjáir sig oft og mikið og samsinntu honum í hvert sinn sem hann/hún tjáir sig, þú þarft ekki að segja neitt merkilegt heldur bara "Já" eða "Sammála". Ennþá betra væri að velja einhvern og vera alltaf ósammála honum/henni, þú gætir lent í hörkurifrildum og í það fara mörg innlegg = margar baunir.

3. Farðu fullur á Baggalút og bullaðu einhver ósköp.

4. Kíktu inn á alla þræðina og skrifaðu "Eru ekki allir í stuði hérna?" Þetta finnst fólki gaman að sjá og upplífgandi.

5. Gerðu þér upp öfgahægri/öfgavinstri pólitískar skoðanir og rífðu mikinn kjaft. Vertu svo á algjörlega öndverðum meiði daginn eftir.

6. Flettu upp í gömlum ljóðabókum og finndu ljóð sem þú tekur og eignar þér og birtir svo í félagsriti sem 'dulítinn leirburð sem þér datt í hug áðan þegar þú varst úti að labba.'

7. Fáðu afa þinn til að segja þér hvað þú átt að skrifa.

8. Skrifaðu á 'Hvað dettur þér í hug' þráðinn út í hið óendanlega...

9. Finndu bloggsíður á netinu og kóperaðu færslur þar, birtu svo sem þínar eigin sem 'Dagbók' í félagsriti.

Þegar þú hefur svo safnað nóg af baunum:

Leggðu 200 g af kjúklingabaunum í bleyti yfir nótt og sjóddu þær svo. Baunirnar eru settar í matvinnsluvél og maukaðar (eða stappaðar með gaffli), síðan er rúmlega 1 msk sítrónusafa, 1 tsk cummin, 1/4 tsk cayenne pipar, 1 tsk salt, 1 tsk svörtum pipar, 1 1/2 msk tahini (sesammauki), handfylli af saxaðri steinselju og 1 pressuðu hvítlauksrifi bætt út í. Smá vatni er einnig bætt út í þangað til þetta er mátulega þykkt. Allt er svo maukað eða hrært þar til það hefur fengið jafna áferð.
Núna ertu kominn með fyrirtaks hummus sem er ljúffengt oná brauð og líka meinhollt. Betri not fyrir baunir finnast varla.

   (8 af 8)  
2/11/03 06:02

Skabbi skrumari

Ljómandi félagsrit, einmitt það sem ég geri út í hið óendanlega *skammast sín og loggar sig út*

2/11/03 06:02

Muss S. Sein

Er eitthvað að því að vera ölvaður á 'Lútnum?

2/11/03 06:02

Stelpið

Nei, ég mæli alveg sérstaklega með því, þetta eru nefnilega heilræði.

2/11/03 06:02

albin

Ef þetta kallar ekki á stóran Skrewdriver... þá veit ég ekki hvað gerir það.

2/11/03 06:02

Stelpið

Skrewdriver er góður... skál!

2/11/03 06:02

Vladimir Fuckov

Vér neitum alfarið að horfa í eigin barm [Setur upp þrjóskusvip og sýpur á fagurbláum drykk]
Skál !

2/11/03 06:02

Galdrameistarinn

Hver í fjandanum leyfði stelpinu að gramsa í mínum haus og stela hugmyndum?

2/11/03 06:02

Vímus

Er það tilfellið að hér sé eitthvað um allsgátt fólk á ferli?

2/11/03 06:02

Muss S. Sein

Slíkan ósóma verður auðvitað að stöðva!

2/11/03 06:02

Heiðglyrnir

stelpið er alvöru hugsuður,! um það er ekki hægt að deila...skál (og þakka þér fyrir alla þessa framtíðar-punkta)

2/11/03 06:02

Þarfagreinir

Það gerðist einu sinni í fyrra, hef ég heyrt. Ég held samt að það sé bara sögusögn.

2/11/03 06:02

Vladimir Fuckov

Þá hlýtur það að hafa verið fyrir 20. ágúst 2003.

2/11/03 06:02

Skabbi skrumari

Skál fyrir því...

2/11/03 01:00

Hildisþorsti

Þessu hefur Stelpið „Hannesað“.

2/11/03 01:00

Stelpið

Nei, það gerði ég ekki. Rökstyddu mál þitt Hildisþorsti!

2/11/03 01:00

Stelpið

Nema hummus uppskriftin reyndar, hún er fengin úr Gestgjafanum 10. tbl. 2002 og hún er mjög góð. Mæli með því að þið prófið hana!

2/11/03 01:00

Von Strandir

Hummus er ekki gott!

2/11/03 01:00

Nafni

Eru ekki allir í stuði! SKÁL!!!!!

Það er ekkert hummus án Tahini.

2/11/03 01:00

Finngálkn

Þetta kallar maður að taka allt geingið ósmurt í óæðri endann, og af mikilli smekkvísi. Ég tel þetta eitt af 10 bestu félagsritum sem ég hef lesið hér á Baggalút (sjá skrif Finngálkns til að bera hin augum).

2/11/03 01:01

hlewagastiR

Ekki ósmurt, Finngálkn, nóg er af hummusinu.

2/11/03 01:01

Finngálkn

Já og héðan í frá verður stelpið kallað sínu eigin nýyrði - Hummus.

2/11/03 01:01

Golíat

Hvað sé ég er hér hvatt til ósannsögli og fleiri samviskuglæpa. Skamm.

2/11/03 01:01

Lómagnúpur

Mér líst vel á þessa hummusuppskrift, steinseljan dansar diskó.

4/12/06 02:01

Billi bilaði

Ég á engar baunir. [Starir þegjandi út í loftið]

5/12/06 22:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið.

Stelpið:
  • Fæðing hér: 22/11/04 20:14
  • Síðast á ferli: 29/5/15 20:12
  • Innlegg: 1020
Eðli:
Ég er eins og ég er, telpukríli sem getur brugðið sér í allra kykvenda líki.
Fræðasvið:
Kvenlegur yndisþokki og dönnuð fíflalæti.
Æviágrip:
Fæddist fyrir ekki svo löngu síðan og hefur eftir það fátt gert nema vera þæg og góð.