— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Svikavefur GSM farsíma

Ég fór og keypti mér eitt stk. GSM farsíma í búð Símans nú fyrir um sex mánuðum síðan. Sá sími kostaði mig um 50 þúsund ísl.kr. Ég hef átt mjög marga GSM síma í gegnum ævina. Þann fyrsta fékk ég þegar ég var að nálgast tólf eða þrettán ára aldurinn og var það náttúrulega bráðnauðsynlegt fyrir krakka á þeim aldri að fá síma, eða það voru a.m.k. skoðanir mínar á þeim tíma.

Þar sem ég hef undantekningarlaust lent í því að allir mínir GSM símar eyðileggjast á tiltölulega stuttum tíma, þá ákvað ég að gera litla könnun. En auðvitað hef ég farið misvel með þá og tókst mér meira að segja að bræða einn þeirra og var sá forvera þess síma er ég er með í dag.
En ég sem sagt keypti mér þennan síma fyrir tæpum sex mánuðum síðan og ákvað að fara mjög varlega með hann og athuga hvort líftími símans lengdist eitthvað við það. Ég byrjaði á því að hlaða símann í um 24 klst. og er það hlutur sem sennilega fæstir nenna að standa í. Því næst tók ég símann í notkun. Þegar hann var keyptur, var hann talinn vera einn sá fullkomnasti á markaðnum og ætti því að endast eitthvað. Niðurstöðurnar reyndust vera alger andstæða við það. Síminn sem ég keypti, hefur tekið miklum breytingum. Hann hefur breyst úr tækniundri yfir í hálf gagnslausan garm. Það skemmtilega við það að kaupa sér nýjan síma er að með honum fylgir lítið blað, oft í A4 stærð, á því stendur Ábyrgðarskírteini. Oft á tíðum endist sú ábyrgð í um 10 til 12 mánuði, en þó eru undantekningar á því. Sumir myndu halda að þetta litla blað veiti þeim öryggi, þ.e. veiti þeim rétt til þess að heimta nýjan síma ef að sá sem þau keyptu hafi gefist upp áður en ábyrgð rann út. En oft á tíðum er svar starfsmanna Símans nei. Til dæmis má rekja orsök bilunar í mínum síma til raka. Raki telst ekki undir hlut sem ábyrgðin fellur yfir. Það kemur mér mjög á óvart, þar sem ég hef farið einkar varlega með þetta tilraunar eintak. Ég held að ef þú hreinlega kaupir ekki síman algerlega ónýtan frá upphafi, þá munt þú aldrei fá síma í stað þess er bilaði. Neyðist ég því til þess að fara aftur í búð Símans og eyða um það bil öðrum 50+ þúsund krónum.

Hvernig stendur á því að sama hversu illa eða vel maður fer með símann, lífstími hans nær sjaldnast yfir 12 mánuði?
Er þetta kannski einungis einsdæmi með mig?
Er ég svona klaufskur með tæknina?

Biðst afsökunar á lélegu félagsriti,
Amon

   (8 af 10)  
2/11/03 05:02

Þarfagreinir

Þetta er skítsæmilegt félagsrit. En af hverju kaupir þú ekki ódýrari síma bara?

2/11/03 05:02

Amon

Ég er hræddur um að þeir endast minna. Þetta er orðinn vítahringur hjá mér

2/11/03 05:02

Independent

Nei ég hef átt nokkra síma, reyndar alltaf Nokia síma! Þeir duga vel fyrstu mánuðina en eftir einmitt svona 10-12 mánuði fara þeir að verða lélegir!(Samsæriskenning) í þann mund er ábyrgðin felllur úr gildi.
Það væri kannski spurning að kaupa sér þrjá 15.000 króna síma í einu og henda þeim þegar þeir eru orðnir lélegir og nota þann næsta! Er búinn að vera að spá í því lengi! Þegar upp er staðið hefurðu hvort sem er eytt jafnmiklum aur í símann!

2/11/03 05:02

Þarfagreinir

Ég er ekkert viss um það ... dýrari símar eru flóknari og fara frekar í rugl, held ég. Ég hef alltaf átt tiltölulega ódýra síma, og þeir endast skítsæmilega. Mæli með Sony Ericsson ... japanaskrattarnir kunna að gera gott dót.

2/11/03 05:02

Haraldur Austmann

Hef heyrt þetta með rakann áður. Það virðist alltaf vera leiðin út úr ábyrgðinni. Veit um tilfelli þar sem ekki var nokkur möguleiki að síminn hefði blotnað en kannski þéttist bara andrúmsloftið inni í þeim þegar rakastigið er hátt. Hvur veit?

2/11/03 05:02

plebbin

Bara eitt við þessu að segja.
Nokia 5110

2/11/03 05:02

Independent

Sammála Plebbanum! Faðir minn átti slíkan grip og fékk varla að nota hann sjálfur því þessi sími virtist óbilandi og lifði af nokkra síma hjá mér! Hann dó hinsvegar 14.desember 2003 Eftir að ég keyrði yfir hann á nagladekkjum! Megi sála hans hvíla í friði! (Vill samt taka fram að faðir minn missti hann undir dekkið og vissi ekki af því fyrr en ég fann hann seinna um kvöldið! Kraminn)

2/11/03 05:02

Amon

Vil taka það fram afþví að ég sé að Þarfagreinir nefnir ákveðinna tegund GSM síma, um er að ræða þá tegund er hann nefnir.

2/11/03 05:02

Sprellikarlinn

Ég var nú með siemens Síma, og gott ef hann dugaði ekki í 2 ár áður en ég fékk mér uppfærslu á síma!

2/11/03 05:02

albin

Þrátt fyrir stórkostlega tæknisigra farsímaframleiðenda, (svo virðist sem þeim taist að láta síma gera næstum hvað sem er) Þá er tæknin það aftarlega á merinni að enn þann dag í dag stendur það í þeim að finna upp síma sem þolir hið rakamengaða andrúmsloft er hér ríkir.

2/11/03 05:02

Nafni

2/11/03 05:02

B. Ewing

Ég hef það úr innsta hring að einhverra hluta vegna eru Íslendingar almennt kærulausari (eða eitthvað álíka) með GSM símana sína en aðrar þjóðir. Það er ótrúlegt magn af símum á Íslandi sem fara í klessu vegna þessa ástands. Til eru mýmörg dæmi um þetta kæruleysi og hugsunarleysi. Það þarf enga fjandans sundlaug til að raki komist inn í síma

Símar sem eru til dæmis geymdir /gleymdir út í bíl eru dæmdir til að eyðileggjast, punktur. Hitabreytingar valda því að alveg eins og það sest móða innan á bílrúðururnar þá sest móða innan í símann í bílnum. Móða = vatn = raki.
Að svara símanum eða hafa símann yfir höfuð inná baðherberginu. Gufa = vatn = raki.
Sama gildir oft um eldhúsið, eikum á meðan eldað er.

Að labba úti í kulda með símann í úlpunni eða einhversstaðar þar sem hann kólnar almennt og fara síann einhversstaðar inn í hlýjuna. Afleiðingin er sú sama og í bílnum, kaldur síminn byrjar að hitna vegna hitans innanhúss og dregur þá til sín raka = vatn.

Siðast en ekki síst þá les nákvæmlega enginn símaböðull sem ég hef hitt leiðbeiningar, ALDREI NOKKURNTÍMAN.
Í bæklingnum eru helstu atriðin tíunduð OG með íslenskar aðstæður í huga.

Lestu fyrst og kvartaðu svo segi ég bara. Og ef einhvað þessu líkt sem ég hef nefnt hér áður hefur gerst á æfi einhvers af þeim símum sem þú hefur átt Amon, þá taktu orð mín til greina og ég lofa því að síminn þinn mun endast aðeins lengur en eitt ár.

2/11/03 05:02

Stelpið

Ég átti Nokia 5110 í fjögur ár og hef núna átt annan Nokia síma (man ekki módelið) í 2 ár og allt í fína með hann.

-Stelpið sem fer vel með hlutina sína

2/11/03 05:02

Nornin

Ég er mjög aftarlega á GSM merinni og á Nokia 5110. Ég keypti hann 1998 þegar Sagem síminn minn dó (eftir bað í sprite) og hann virkar frábærlega. OK, hann er ekki með reminder eða dagatali, myndavél, skemmtilegum leikjum eða neinum tækniundrum öðrum. Hann er einfaldur, stór og ljótur. það reynir enginn að stela honum og það besta er að ég hef misst hann af svölum á þriðju hæð (lenti í grasi), sullað yfir hann ýmsum vökvum og gleymt honum úti á svölum í rigningu. þetta er langsamlegast besti síminn. Batteríið er orðið dáltið lélegt en það er í lagi því ég er yfirleitt með aukabatterí fullhlaðið með mér!!

2/11/03 05:02

Muss S. Sein

Hef átt einn Nokia, haft annan frá vinnuveitenda, verslaði mér svo Siemens og fékk síðar Sony Ericson að gjöf. Ég veit ekki hvað varð um símann frá vinnuveitandanum eftir að ég skilaði honum, en hann var fínn þá. Eftir að skila honum tók ég aftur upp gamla Nokia símann sem hafði meðal annars dottið af bílþaki og átti eftir að gleymast hálfan dag í skafli.

Sá sími er enn í einhverri hirzlu hér á bæ. Þá keypti ég mér umræddan Siemens sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Eins og vill verða gaf rafhlaðan upp öndina tveimur og hálfum mánuði eftir kaup.

Bað ég um að rafhlaða yrði keypt fyrir mig erlendis, en vegna forsjárhyggju og hagkvæmi var mér gefinn nýr sími í jólagjöf. Hann er nú árs gamall og virkar eins og nýr og rafhlaðan nánast líka.

Ég myndi ekki segja að ég fari sérstaklega vel með þessi tól, en þeir virðast eldast alveg þokkalega. Vandamálið er mun frekar að rafhlöður gefi sig - sem er tiltölulega eðlilegt - og þær séu svo dýrar að maður gæti nánast keypt nýjan síma eins og að endurnýja þær.

2/11/03 05:02

Skabbi skrumari

Segið mér, er GSM sími svona þráðlaus sími, sem er eins og talstöð?

2/11/03 05:02

Muss S. Sein

Ekki ólíkt því sem Leðurblökumaðurinn hafði í Leðurblökubílnum sælla minninga. Nema auðvitað ekki fastur við bíl og mjög meðfærilegur, svo hann passar í vasa.

2/11/03 05:02

Skabbi skrumari

Sniðugt... og hægt að nota hann eins og síma?

2/11/03 05:02

Muss S. Sein

Jájá, bæði hægt að hringja úr og í, hvort sem er í sams konar síma eða gammeldags síma. Verst að maður hefur ekki númerið í Leðurblökubílnum...

2/11/03 05:02

Skabbi skrumari

Þetta er magnað, þá getur maður hætt að nota tíkallasíma... virkar þetta líka á milli landa?

2/11/03 05:02

Vladimir Fuckov

Já, og þetta er mjög fyrirferðalítið. Loftnet og batterí innbyggt þannig að eigi þurfið þér að bera á yður risastóra, þunga hliðartösku. Eitt sinn sáum vér Ómar Ragnarsson með svoleiðis græju. Það var ógleymanleg sjón en líkleg hafa einhverjar tækniframfarir orðið síðan þá.

2/11/03 05:02

Muss S. Sein

Sumir símanna eru með myndavél innbyggðri, sem oftast virðast notaðar til að taka myndir af líkamspörtum vina, sem ókunnugra, sem venjulega eru huldir.

2/11/03 06:00

Skabbi skrumari

hmmm... hljómar áhugavert, þetta gæti orðið vinsælt... kannske maður fjárfesti í slíku tæki...

2/11/03 06:00

SlipknotFan13

Þess má geta að fjögurra ára 5110 sími Stelpsins eyddi eitt sinn dágóðri stund neðan yfirborðs vatns í Sundhöll Reykjavíkur, eftir að það taldist sannað að maskínan væri dauð. Stuttu eftir baðið var garminum skellt á ofn og kveikt á, og viti menn að ræfillinn kveikti á sér á ný. Rakaskemmdir? Þvílík endemis vitleysa!

2/11/03 06:00

Independent

Ég get tekið undir þetta! 5110 sem faðir minn átti virkaði ennþá eftir að það væri búið að keyra yfir hann, þar sem hann lá í snjónum í nokkra tíma! Það var samt annað mál með skjáinn en hann var brotinn!

2/11/03 06:00

Rýtinga Ræningjadóttir

NOKIA 5110 er svarið! Hann var í raun tekinn af markaði vegna þess að hann var of góður, og bilaði aldrei, svo að þeir græddu of lítið, greyjin. Það er þá að segja ef þú sættir þig við að líta út eins og frummaður með risastóran drumb við eyrað. Annars á ég síma sem hefur farið í gegnum þvottavél og dettur í gólfið annan hvern dag, samt er alltí lagi með skrípið.

2/11/03 06:01

Órækja

Það þýðir lítið að mæla með talstöð sem er ekki á markaðinum lengur, svo ég held mér frá því að mæla með Nokia 5110. Ég átti víst 2 svoleiðis síma, svo góðir voru þeir að þeim var báðum stolið. Núna á ég Nokia 6210 og hann hefur enst í rúm 3 ár. Fyrir símaböðla tel ég rétt að kanna þá línu af símum, Nokia framleiddi í það minnsta 2 gerðir í 6000 línunni sem voru höggheldir og rykþéttir.

2/11/03 06:01

Lómagnúpur

Hættið þessu símabruðli. Þörfin fyrir tantalum í sífellt smærri farsíma er ein af ástæðum stríðsins í Kongó, það er unnið á þeim slóðum.

2/11/03 06:01

Glúmur

sjálfur nota ég NOKIA i821063
http://www.cabelas.com/cabelas/en/content/Item/82/10/63/i821063sm01.jpg

2/11/03 06:01

Heiðglyrnir

manni verður á að hugsa!!!
þegar rafhlaðan er að tæmast
í farsímanum (((beeb))) (((beeb)))
manni verður á að hugsa !!!
hvað fer eiginlega mikið rafmagn
í þetta helvítis (((beeb))) (((beeb)))
(((beeb))) ...

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

Þess vegna nota ég ekki GSM - nota frekar annara manna GSM og reyni að tala ávallt í minna en tvær mínútur.

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.