— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/06
Jafnstórt eða alltofstórt?

Ég er hugsandi manneskja ... eh... ég meina önd. Ég gleypi ekki við þessu bulli um að álverið fari ef það fái ekki að þrefaldast.

Hingað til hefur verið gott að búa í Hafnarfirði. Bærinn í hrauninu og allt það.

Hér var einusinni Bæjarútgerð, Sjóli, Íslensk matvæli og Norðurstjarnan. Hjá þessu síðastnefnda vann ég meiraðsegja tvö sumur.

Nú eru þessi 4 máttarstólpafyrirtæki öll farin, með öll sín skrilljón störf. Ekki er Fjörðurinn verri fyrir vikið. Í staðinn fengum við tildæmis Actavis og svo keypti Góa nokkur nammilógó og allir voða happí. Fjarðarkaup hefur meira en stimplað sig inn, það er sko fyrirtæki sem mátti þrefaldast og rúmlega það.

Hjá andskotans hvít-og-rauðröndóttu risadósunum vinna núna tvöhundruðogfimm Hafnfirðingar. Af alls þrettánþúsundogfimmhundruð vinnufærum Hafnfirðingum. Það gera skitin 1,5 % vinnufærra Hafnfirðinga. Tekjur bæjarins af álverinu eru skitin 1% af heildartekjum bæjarins.

Niðurstaða: Álverið skiptir engu máli, til eða frá. Nema kannski að það er ljótt og prumpar vondu lofti yfir okkur.

Svo er það heldur ekkert að fara þó að gáfað fólk felli þessa stækkun. Þó Rist og félagar fari í fýlu þá er ekkert verið að fara að rífa græjurnar niður strax í vor. Ekki einusinni á næsta ári.

Það þyrfti líka að láta kíkja á hausinn á þeim sem vill loka fyrirtæki sem græðir fjóra milljarða á ári.

Fjóra fokking milljarða!
Meiraðsegja ég myndi kaupa álverið ef það væri til sölu!

   (7 af 32)  
4/12/06 02:02

Ívar Sívertsen

HEYR HEYR! Og svo er því við að bæta að það átti að dynja yfir heimsendir þegar herinn fór af suðurnesjum og menn sáu fram á 600 atvinnuleysingja ráfa um með sultardropa í nefi. Staðan er hins vegar sú að á suðurnesjum skortir vinnuafl og eru atvinnurekendur í vandræðum þess vegna. Þetta fólk hafði 6 mánuði frá því tilkynningin kom og þar til vinnan var farin. Í tilfelli Álvers Alcan hefur því verið hótað að það fari á næstu 7 - 10 árum. Fínt, þá hefur fólkið bara meiri tíma til að finna sér vinnu en þeir sem lifðu á stríðsgróðanum. Fari þetta álver sem fyrst og hananú!

4/12/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég er samála þér í að Hafnfyrðingar græði lítið sem ekkert á þessu og vill ítreka mengunnarsjónarmiðið sem erfitt er að meta í peningum beint á borðið. Himininn er þó ekki bara yfir Hafnarfyrði því eytrið heilsar líka upp á nágrannana í Garðabæ og Gautaborg. Að nota þær þegar virkjuðu orkulindir til framleiðslu áls er sóunn með verðmæta orku með allan þennan straum ætti að vera hægt að byggja upp vistvænari iðnað með betri ágóða fyrir land og þjóð.

4/12/06 02:02

Þarfagreinir

Fyrir utan það að Alcan hefur skuldbundið sig til að kaupa raforku í égmanekkihvað mörg ár, og því væri glapræði að pakka bara saman og ganga frá þeim samningum. Þessi áróður um að álverinu verði lokað er skítlegur og lúalegur. Fyrirtæki sem hegðar sér þannig má allt eins láta sig bara hverfa fyrst það vill það svona innilega.

4/12/06 03:00

Billi bilaði

6 ára skuldbinding skv. Ristinni í Kastljósi kvöldsins.

4/12/06 03:00

krossgata

Skrímslið er svo auðvitað í alfaraleið, ekki beint augnayndi. Það á að hola svona skrímslum milli hóla úr alfaraleið.

4/12/06 03:00

Hexia de Trix

Nei sjö ára skuldbinding. Til 2014. Með ákvæði um framlengingu á sömu kjörum til 2024.

Bara fífl myndu fara að loka búllunni.

4/12/06 03:00

Hexia de Trix

Svo vil ég fá ákvæði í svona íbúakosningar um að gamalmennin megi ekki kjósa.

Hvaða vit er í því að bitur gamalmenni hefni sín fyrir elliheimilamálin með því að kjósa þetta yfir komandi kynslóðir? Og deyja svo bara sæl frá öllusaman á meðan við hin þurfum líklega að horfa á viðbjóðinn næstu 50 ár eða meira! Það er allt mitt líf!

Óréttlæti er þetta!

4/12/06 03:00

Vladimir Fuckov

Það er reyndar frekar óeðlilegt að telja bara þá er vinna í álverinu sjálfu (205 manns skv. fjelagsritinu) en telja eigi með ýmis afleidd störf hjá fyrirtækjum í bænum. Að því sögðu er rjett að geta þess að eigi vitum vjer hvernig vjer kysum byggjum vjer í Hafnarfirði. Helst vildum vjer vita hvað gert verður annarsstaðar því ef öll önnur álversáform (Húsavík, Helguvík o.fl.) yrðu að veruleika segðum vjer örugglega nei. Ef engin þeirra yrðu að veruleika segðum vjer örugglega já.

Auk þess finnst oss óeðlilegt að einungis Hafnfirðingar kjósi um þetta og einungis 'heppni' að álverið skuli vera þar sem það er en t.d. eigi alveg við mörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar því þá væri enn augljósara hvað þetta er óeðlilegt.

4/12/06 03:00

Ívar Sívertsen

Hvernig væri að senda óvini ríkisins á álverið?

4/12/06 03:00

krossgata

En kjósa Hafnfirðingar ekki bara um skipulagið = má stækka / má ekki stækka. Síðan er það ríkisins hvort það verður stækkað, þar með virkjað og því kýs fólk um það í kosningum í vor, ef Hafnfirðingar velja að það megi stækka.
?

4/12/06 03:00

Grágrítið

Hexia de Trix slær okkur í framan með blautri tusku raunveruleikans.

4/12/06 03:01

Gvendur Skrítni

Ég heyrði að þeir ætluðu að sprengja allt heila klabbið í loft upp ef þeir fengju ekki að stækka - og henda sér svo í gólfið og grenja og sparka.

4/12/06 03:01

Ívar Sívertsen

Þetta verður líklega haft þannig (þó svo að ég sé mjög mótfallinn því) að ef deiliskipulagstillagan verður felld þá verður daginn eftir Alþingiskosningar lögð fram ný tillaga sem bæjarstjórn telur að ekki þurfi að fara fyrir bæjarbúa, samþykkir og stækkun verður leyfð. Mjög pirrandi!

4/12/06 03:02

Jóakim Aðalönd

Ég hélt að verið væri að kjósa um margt fleira en bara álverið. Er ekki verið að kjósa um deiliskipulagið í heild sinni? Annars má þetta álver fara þaðan mín vegna. Flytja eitthvert annað...

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.