— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/12/04
Vísingur - Af hverju

Var að lesa félagsrit Barbie og fór aðeins að spá í Vísing

Barbie endaði sitt félagsrit á þessum orðum eftir skemmtilega leningu um biðstofur:

Vising: orðskýringar. Visingur er orð sem Visa hefur einkaleyfi fyrir. Er gjarnan notað yfir hátíðar, frí og aðrar nauðsynlegar verslunarferðir. Nota ber kortið óspart og helst í óþarfa til að framkalla sannan vising. Sé kvíði vaxandi í maganum við hvert strauj þá ertu í hreinum vising.

Ég fór að velta fyrir mér hvort fólk væri almennt með kreditkort og afhverju?
Ég er sjálfur ekki með kreditkort. Ég hef átt eitt kreditkort um æfina og það í 3 vikur.
Ég var ekki gamall þegar kreditkortamenningin hóf innreið sína í Ísland en ég man að ég skildi lengi vel ekki hvaða fyrirbæri þetta var. Þegar ég skildi hvernig þetta fúnkeraði þá skildi ég ekki til hvers maður þurfti að eyða peningum mánuði áður en maður eignaðist þá.

Ég er búinn að velta þessu aðeins fyrir mér og ég fann ein rök fyrir að eiga kreditkort uppí skáp. það er ef t.d. Ískápurinn, eða þvottvélin skildi nú allt í einu gefa upp öndin þá er kannski gott að geta hlaupið beint í næstu raftækja verslun og keypt nýtt á Vísa-Rað. Þar með er það upp talið.
Getur einhver komið með rök fyrir algerri nauðsyn kreditkorta.

Lifið Heil og skuldið sem minnst

   (15 af 29)  
1/12/04 20:02

Heiðglyrnir

Mikið er Riddarinn nú hjartanlega sammála þér herra Wonko, Einu rök með kreditkortum er sem öryggistæki erlendis, því erlendis getur ýmislegt komið upp eins og t.d. að missa af flugvél, vera rændur, lenda í slysi, þá má geta þess að ef miðinn er borgaðir með kreditkorti er maður með fína ferðatryggingu. En í okkar hversdagslega amstri nei, það er ekki gott rekstrarform, síður en svo.
Eyðum peningum sem við erum búin að afla og reynum að kenna börnunum okkar slíkt hið sama.

1/12/04 21:00

Wonko the Sane

Já, ég átti einmitt kreditkort í þrjár vikur vegna utanlandsferðar. Hef svo farið út án þess eftir það og hef þá bara keypt ferðatryggingu.

1/12/04 21:00

Galdrameistarinn

Kaupa óþarfarusl á netinu í stað þess að kaupa það 100% dýrar hér á klakanum.

1/12/04 21:00

Heiðglyrnir

Herra Wonko að taka afstöðu til mála er af hinu góða en bilið á milli afstöðu og fordóma er stutt, og þá er skynsemin hætt að ráða, Riddarinn fellst á þá afstöðu að almenn notkun kreditkorta er löngu farin fram af brúninni, en Riddarinn færi aldrei erlendis á þess að hafa eitt í bakhöndinni, bara vegna þess að það er skynsamlegt og getur bjargað flestum þeim aðstæðum, sem ekki var reiknað með en geta komið upp.
Í þessum tilvikum án korts stæði maður bara uppi, eins og strandaglópur og þyrfti að leita á náðir annara.

1/12/04 21:00

Wonko the Sane

Riddari gðóður, Ég get samþykkt að það sé sniðugt að hafa kredit kort í ferðalögum.

Galdri
Þú getur fengið debetkort sem virkar eins og kreditkort og þú getur verslað með á netinu. Hefur verið kallað fyrirframgreitt kreditkort, sem er náttúrulega fáránleg nafgift þar sem það er ekkert kredit.

1/12/04 21:00

Limbri

Og hvar fær maður slíkt kort ?

-

1/12/04 21:00

Heiðglyrnir

Er einmitt með svoleiðis kort önnur nafngift er til á þessum blessuðu kortum þ.e. "+Kort" sem lýsir betur hverning þetta kort virkar, nota þetta kort erlendis og hérlendis en er með kreditkort bara fyrir neyðartilvik. Málið er líka að vera alltaf með peninga á sér er bæði streitu valdur og svo er það óhagkvæmt maður er að týna þeim, þeim er stolið o.s.fv. óhagkvæmt er það vegna smámyntarinnar, hún bara hverfur, þá ber að geta þess, að þeir sem nota bara peninga, ótrúlegt en satt eru litnir hornauga, Riddainn notar nánast eingöngu "gull+kort" og telur það vera skynsamlegt.

1/12/04 21:00

Wonko the Sane

Limbri, ég held að allir bankar bjóði upp á þetta.
Ég sé að ég og riddarin erum bara alveg ótrúlega sammála í þessum málum. Ég er líka aðeins örsjaldan með peninga á mér og lendi oft í vandræðum með stöðumæla af þeim sökum.

1/12/04 21:00

Limbri

Hvers vegna ætli bankinn minn hafi ekki kynnt þetta fyrir mér ? Þetta þykir mér afar undarlegt mál í alla staði. Er þetta búið að vera lengi í boði ?

-

1/12/04 21:00

Heiðglyrnir

Euro/Mastercard t.d. á Íslandi, Já fyrir þig Limbri minn sem býrð erlendis, til dæmis gerist millifærsla á milli landa bara alveg um leið, t.d. ef lagt er inn hér á íslandi og þú er með tómt kort á kaffihúsi í Köben þá færðu þér bara einn kaffibolla, og borgar með kortinu þegar þú ferð.

1/12/04 21:00

Nornin

Ég nota mitt óspart. Þetta er fínt þegar ég þarf að redda mér út mánuðinn og eins til að kaupa "óþarfa" á netinu. Er reyndar bara með lága heimild á Svarta kortinu mínu (réttnefni að mínu mati) en þessar krónur sem kortið býður mér upp á hafa oft bjargað mér fyrir fjárhagslegt horn.

1/12/04 21:00

Galdrameistarinn

Wonko the Sane.
Ég byrjaði með fyrirframgreitt kort en hafði mjög takmörkuð not af því og fékk mér því eitt ekta. Það hefur reynst vel en líka verið til bölvunnar eins og gefur að skilja.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.