— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/12/04
Ég er aldrei einn

Eftir langar rökræður við sjálfan mig komst ég að þeirri niðursöðu að vissara væri að deila þessu með ykkur

Ég hef tekið eftir því að þegar ég er einn þá tala ég mikið við sjálfan mig. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að ég er einstaklega skemmtilegur maður og rosalega gaman að tala við mig. Stærsti gallinn við þetta er að sjálfsögðu sá að í hátt í helming tilfella veit ég hvað ég segi næst.

En þegar ég fór að spá aðeins nánar í þetta komst ég að eftirfarandi niðurstöðu:

Hugsum okkur tvær tölur a og b. Það eina sem við vitum er að þessar tölur eru jafn stóra þ.e.

a = b

þá hlýtur þetta að gilda líka

a^2 = ab

Þá hlýtur líka að mega gera þetta

a^2 - b^2 = ab - b2

Liðum svo þessa jöfnu og fáum

(a-b)(a+b) = b(a-b)

Við getum þá stytt út (a-b) og fengið

a+b = b

Eins og áður sagði þá er a = b og þ.l a+b=2b

2b = b

Það vill segja:
2 = 1

Semsagt þegar ég er einn þá er ég í raun tveir og þarf bara ekkert að skammast mín fyrir að spjalla aðeins.

Lifið heil

   (18 af 29)  
1/12/04 15:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þú ert nú meiri kallinn (þ.e.a.s. meiri en einn), já & þið báðir.
Kveðja frá mér & mínum.

1/12/04 15:01

Þarfagreinir

Klassísk villa í sönnun. (a-b) = 0, og það gengur ekki að deila með núlli.

1/12/04 15:01

Heiðglyrnir

Þið eruð báðir alveg frábærir, gaman af þessu.

1/12/04 15:01

Wonko the Sane

Þarfi það er nú óÞarfi að skemma þetta fyrir mér þá verð ég einmanna

1/12/04 15:01

Finngálkn

Sjaldan veldur einn þá er tveir deila - nema deilt sé með 2. (Sverrir Stormsker).

1/12/04 15:01

Þarfagreinir

Fyrirgefðu Wonko, ég stenst allt nema freistingar.

1/12/04 16:01

Ívar Sívertsen

Finngálkn: Þetta sögðu Kaffibrúsakarlanir 1972!

Wonko: Ertu búinn að klífa báða tinda Kilimanjaro?

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.