— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/12/04
Bitastætt - eða hvað?

Ég held að mér leiðist á þessu föstudagskvöldi allavega skrifar enginn heilvita maður í góðu skapi svona félagsrit. Þeir sem nenna að lesa þetta mega koma með gagnrýni á þetta, sérstaklega ef þeir eru ekki sammála

Skammstafannabull. Það er ljóst að í tölvuheiminum er allt undirlagt af skamstöfunum og stundum er svo langt gengið að menn eru búnir að gleyma því fyrir hvað skammstafanirnar standa.
Svo er líka mikið um það að menn séu að rugla skammstöfunum saman, stundum með afdrifaríkum afleiðingum. Dæmi um þetta er internettengingar þar sem bandvídd (Hraði) er gefinn upp í auglýsingum sem mb/s, Mb/s eða MB/s - er einhver munur á þessu? Já,
töluverður:

mb/s = millibitar á sek.
Mb/s = Megabitar á sek (þetta er rétta útfærslan á auglýstri bandvídd (tengihraða))
MB/s = Megabæti á sek

Við skulum til að byrja með útiloka mb/s alvega þar sem sú eining er alveg út í hött og skoða muninn á hinum.
Eins og flestir vita þá eru tölvugögn bara runur af núll og einn og er hver tala einn biti þannig að ef bandvídd er 256b/s þýðir það að það geta farið 256 núll og einn (bitar) á sek. um viðkomandi tengingu.
Í einu bæti eru hins vegar átta bitar þannig að ef tengingin er 256B/s þá geta farið 256 Bæti um tenginguna sem eru þá 256*8=2048 bitar.
Þetta gerir það að verkum að ef auglýst er tenging með bandídd 2MB/s þá er í raun verið að segja að bandvíddin sé 16Mb/s og ég held að flestir væri sáttir við það.

Þetta er bara byrjunin því næsta vandamál við þetta allt saman eru forskeitin Kiló og Mega. Flestir þekkja þetta svona

kíló=10^3=1.000
Mega=10^6=1.000.000
Giga=10^9=1.000.000.000

Svona er þetta í tugakerfinu og allt gott um það að segja. Tölvur nota aftur á móti tvíundarkerfi og þar er grunntalan 2 en ekki 10 og því verður þetta svona.

kíló=2^10=1.024
Mega=2^20=1.048.576
Giga=2^30=1.073.741.824

Þetta notfæra sér tölvusalar þegar aulýstir eru harðir diskar t.d. 120GB þá eru þeir í raun að segja að diskurinn geti geymt 120*10^9 bæti en ekki 120*2^30bæti eins og það ætti að vera þannig að diskur sem er auglýstur 120GB er í raun 111.75GB.

Er þetta ekki skemtilega bölvuð steypa og algerlega óskiljanlegt eðlilegu fólki?

   (21 af 29)  
1/12/04 07:02

Haraldur Austmann

Gætir þú sagt þetta aftur?

1/12/04 07:02

Wonko the Sane

Sko, ef þú tekur einn bita... æ, nei sleppum því bara

1/12/04 07:02

hundinginn

Wank the insane!

1/12/04 07:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mega, gíga, biti, bæti - billjón, skrilljón;
Fari þau öll fjandans til!
Fávís hvorki veit né skil.

(Neita þó að flokkast með "eðlilegu fólki".)

1/12/04 07:02

Nornin

Ég skildi þetta elskan og fannst, merkilegt nokk, áhugaverð lesning... en ég er náttúrulega ekki heldur "eðlileg" frekar en þú og Z.Natan...

1/12/04 08:00

Limbri

En hver er þá niðurstaðan ?

-

1/12/04 08:00

Ívar Sívertsen

Fer þessi vagn í Skerjafjörð?

1/12/04 08:01

Eyminginn

Hvað eru margir bitar í appelsínu?

1/12/04 08:01

Heiðglyrnir

Fróðleiksmolar sem þessi mega detta af borðum þínum, hvenær sem er herra Wonko, met það mikils.
góður og gagnlegur pistill.

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.