— GESTAPÓ —
Van Horn
Fastagestur.
Pistlingur - 2/11/03
Leigubílstjórar

Merkilegur andskoti þessir leigubílstjórar. Þú ert ekki fyrr sestur upp í bílinn og búinn að segja hvert þú viljir fara þegar bílstjórinn fer að tala við þig, einkanlega um veðrið, eða þína persónulegu hagi.
Ég er einn af þeim sem leiðist allt small talk, sérstaklega um veðrið, og það verður kaldur dagur í helvíti þegar ég fer að tala um mína persónulegu hagi við bláókunnugan leigubílstjóra. Samt er erfitt að losa sig úr þessari klemmu án þess að stofna til leiðinda við bílstjórann.
Því legg ég til að leigubílstjórar þessa lands taki upp eina gullna reglu:
"Speak when spoken to."

   (4 af 4)  
2/11/03 01:01

Tigra

Ég hafði einu sinni geðveikt kúl leigubílstjóra.
Hann hafði brjálaðan tónlistarsmekk, setti allt í botn og svo var bara fílingur hjá okkur drukknu unglingunum á leið niðrí bæ.
Ætluðum ekki að fást út úr leigubílnum.

2/11/03 01:01

Heiðglyrnir

Mín reynsla er sú að ef að ég sest beint fyrir aftan leigubílstjóran er ég að mestu látin í frið, síðan stigmagnast þetta ef að sest er farþegamegin í aftursæti og nær hámarki þegar framsæti er valið.

2/11/03 01:02

Rasspabbi

Vælið í þér...

2/11/03 01:02

Frelsishetjan

Van Horn þú ert nú meira fíflið. Þegar leigubílstjórarnir eru að tala við þig eru þeir sjálfkrafa að meta þig. Hvort þú sért óæskilegur kúnni. Svo stjórnar þú þessum samræðum sjálfur og getur endað þær þegar þú vilt.

Annars finnst mér líka einkar leiðinlegt þegar að þú tjáir þig hér á gestapó, Þannig: Speak when spoken to! Sjálfur!

2/11/03 01:02

Van Horn

Þú ert sjálfur fífl. Hér á Gestapó hefur þú val um hvort þú svarar mér eða ekki, í leigubílum hef ég ekki val, það er eitt að meta hvort ég er æskilegur eða óæskilegur kúnni, það er annað að kaffæra þig þegar þú ert greinilega ekki að leita að samræðum.

2/11/03 01:02

Omegaone

Réttið mér skófluna mig langar til að byggja kastala í sandkassanum.

2/11/03 01:02

Frelsishetjan

Þessar fullyrðingar þínar með að leigubílstjórar séu svona er þvílík svívirða.

Farðu gætilega í þessar alhæfingar þínar því að ég get sagt það með vissu að allir leigubílstjórar séu ekki svona.

2/11/03 01:02

B. Ewing

Segðu bara: Ég er ekki í stuði núna.

Þá færðu þögn út í eitt, ef ekki þá er fyrst eitthvað að.

2/11/03 01:02

Van Horn

Ok Frelsishetja, ég nenni ekki að fara í sandkassaleik við þig, samþykki að ekki séu allir leigubílstjórar svona, margir fínir einstaklingar þar innan um, ætlaði mér ekki að alhæfa.
Það breytir samt ekki þeirri skoðun minni að of margir "ég er búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár" eru þarna innan um og þeir þagna ekki .

Van Horn:
  • Fæðing hér: 5/11/04 00:40
  • Síðast á ferli: 18/10/16 14:23
  • Innlegg: 378
Eðli:
Nei takk, ómögulega.
Fræðasvið:
Áfengisneysla í hófi og grá jakkaföt
Æviágrip:
Of ungur fyrir æviágrip.